Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 20
ákveðinn takt. Það hefur tekið sinn
tíma að finna akkúrat minn stíl en
ég er mjög ánægð með hvernig
heimili okkar hefur þróast.“
Hvað varðar innblástur segir
Birgitta ferðalög þar ofarlega á
lista. „Ég er mikil borgarpía og veit
fátt betra en dást að götutískunni,
skoða búðir og kíkja svo á fallega
veitingastaði og bari.
Ég nota mikið Instagram og
Pinterest en mér finnst líka ennþá
gott að skoða tímarit þótt það sé
auðveldara að komast í myndir á
netinu. Mér finnst alltaf áhugavert
að lesa viðtölin og sjá hvernig fólk
upplifir heimili sín og finn þá oftast
eitthvað sem ég get tekið til mín og
lært af.“
Spurð hvar hjónin kaupi helst inn
á heimilið segir Birgitta hlutina á
heimilinu koma úr mörgum áttum.
„Snúran á stóran hlut í mínu hjarta
og ég versla mikið þar. Einnig elska
ég Tekk, Habitat og Heimahúsið
hérna heima en svo finnst mér fátt
skemmtilegra en að skoða búðir er-
lendis og kaupi mér alltaf bolla, ilm-
kerti og oftast eitthvað annað fyrir
heimilið á ferðalögum.“
Spurð um eftirlætishlut sinn á
heimilinu nefnir Birgitta tvo stóla.
„Fyrst er það Butterfly-stólinn
minn og ástæðan er sú að mig hafði
lengi langað í hann en við vorum
alltaf á smá flakki. Svo þegar við
ákváðum að flytja heim þá loksins
létum við verða af því að kaupa
hann og ég elska að sitja í honum
með gott kaffi og njóta útsýnisins.“
Hinn stóllinn hefur þó meira
tilfinningalegt gildi. „Þegar ég varð
ófrísk var ég alveg á því að ég gæti
hreinlega ekki eignast barnið nema
vera búin að verða mér úti um fal-
legan ruggustól. Leitin tók tölu-
verðan tíma en svo fundum við hann
að lokum. Stóllinn kom af heimili
þar sem hann hafði þjónað sama
hlutverki hjá nýrri mömmu með
litla krílið sitt. Hann var frekar lú-
inn þegar við fengum hann en við
pússuðum hann allan og settum nýj-
an svamp og hreindýraskinn á sess-
una,“ útskýrir hún en stóllinn er
hönnun eftir Niels Eilersen.
Aðspurð að lokum hver sé eftir-
lætisstaður fjölskyldunnar á heim-
ilinu svarar Birgitta: „Borðstofu-
borðið er í eftirlæti. Þar röbbum við
mest saman og borðum en svo
stendur sófinn líka alveg fyrir sínu.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Svalirnar eru einstaklega huggulegar.
Það kemur ákaflega skemmtilega út fyr-
ir rýmið að leggja teppi á gólfið.
Plöntur, púðar og luktir ljá rýminu auk
þess enn notalegra yfirbragð.
Fallegir smáhlutir fá
að njóta sín á bað-
herberginu. Birtan
er einstaklega hlýleg
og notaleg.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019
LÍFSSTÍLL
vansvottuð
etra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Ný kynslóð málningarefna
ONE SUPER TECH
S
b
u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi
u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar
u Þekur ótrúlega vel
u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi
Veldu betri málningu
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is