Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019 LÍFSSTÍLL GÓÐIR FUNDIR OGENNBETRI FUNDARHLÉ Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Á Hótel Örk er allt sem þarf fyrir vel heppnaða fundi, sýningar, námskeið og minni ráðstefnur. Hótelið býr yfir fundarsölum af mörgum stærðum búnum nýjustu tækni, fyrsta flokks veitingastað og fjölbreyttri afþreyingu fyrir skemmtilegri fundarhlé. Superior herbergi 157 HERBERGI 7 FUNDARSALIR VEITINGASTAÐUR SUNDLAUGOG HEITIR POTTAR ágætis tími til að setja niður trjá- plöntur. Ungt fólk sækir í inniplöntur Þorvaldur segir inniplöntur hafa aukist að vinsældum síðustu ár, sérstaklega hjá ungu fólki. „Við tökum eftir því að ungt fólk er í auknum mæli farið að sækjast eftir inniplöntum, enda gerir það heimili manns huggulegri og hreinsar loftið að vera með plöntur inni hjá sér,“ segir Þorvaldur. Ekki nóg með að starfsfólk Flóru sé byrjað að undirbúa haustið, heldur er jólaundirbúningur hafinn í Hveragerði. „Við erum byrjuð að rækta jóla- stjörnurnar,“ segir Linda, „það er nýbúið að toppa hana og við mun- um halda áfram að rækta hana í svolítinn tíma.“ Þorvaldur segir ræktunina vera mjög árstíðaskipta, en við því megi svo sem búast á Íslandi. „Á veturna erum við líka með laukblóm eins og túlípana svo og pottablóm,“ segir Þorvaldur. „Við flytjum inn skraut- runna og ávaxtatré frá Danmörku og Hollandi sem þrífast hér á landi. Þar sem við erum með heimasölu er freistandi að vera með mikið úr- val af tegundum, en við reynum mest að rækta frá fræi eða græðl- ingum.“ Garðyrkja í fjóra áratugi Garðyrkjustöðin Flóra hét áður fyrr Garðyrkjustöð Ingibjargar, og var í eigu hjónanna Ingibjargar Sigmundsdóttur og Hreins Kristó- ferssonar. „Þau voru hér í tæp fjörutíu ár með rekstur þangað til við tókum við fyrir þremur árum,“ segir Þor- valdur. Við höfum reynt að halda þessu svipuðu, með smávægilegum breytingum á hverju ári.“ Þorvaldur telur áhuga á garð- yrkju á Íslandi vera að aukast og fólk sé meðvitaðra um kosti þess. „Garðyrkja er góð fyrir sálina,“ segir hann að lokum, „það leikur enginn vafi á því.“ Þau fáu sumarblóm sem eftir sitja eru á góðum prís. Ljósmynd/Pétur Magnússon Blómasalar segja að tíma sumarblóma sé að ljúka, sem verður að teljast harkaleg áminning um að veturinn sé handan við hornið. Ræktun á jólastjörnum er hafin í gróðurhúsum Flóru.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.