Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 17
inn, sem kallar þó ekki allt ömmu sína, ekki talið ástæðulaust að þetta næstelsta þjóðþing í heimi héldi áfram að vekja furðu um víða veröld. Staða Íra flækist og leikir Borisar óvæntir Varadkar forsætisráðherra Írlands hefur tekið fullan þátt í þessu leikriti Evrópusambandsins, en yfirvarp þess fyrir óviðfelldum skrípaleiknum er iðulega haft það að sambandið sé að standa með einum af sínum smærri bræðrum í baráttunni við gömlu nýlenduherr- ana. En nýjustu skoðanakannanir á Írlandi sýna að nú, þegar til alvörunnar er komið, vill almennningur að þeirra maður hætti meðvirkni sinni í leikaraskapnum. Með Boris Johnson er ekki aðeins kominn nýr aðal- leikari á sviðið austan megin ála. Sá er líka leikstjórinn og kann heilmikið fyrir sér. Sérstaklega er honum, ólíkt fyrirrennaranum, algjörlega ljóst að brexit þýðir í raun brexit. Þegar úrslit í leiðtogakjörinu þóttu nokkuð ljós orð- in, með hliðsjón af öllum könnunum, var mikið rætt um væntanleg fyrstu skref verðandi forsætisráðherra. Það var samdóma álit flestra þeirra, sem bærastir þóttu til að hafa álit á ögurstundu í helstu fjölmiðlum, að Boris myndi þjóta eins og byssubrenndur til Brussel til að sjá hvað þar væri í boði. Og þótt hann væri eins og hann væri þá gerði hann sér grein fyrir alvöru stað- reyndanna og því að hann væri kominn í sömu bein- ingamannsrullu og May var í síðustu árin. Þess utan, eins og þeir orðuðu það, „þá breyttust ekki samlagn- ingarreglurnar með nýjum forsætisráðherra, svo að þingið myndi aldrei samþykkja útgöngu án samnings og annar samningur en sá, sem felldur hefði verið þrisvar, væri ekki í boði“. Ógóðar spár Fram að þessu hefur allt þetta reynst rangt. Forsætisráðherrann fór ekki til Brussel en heimsótti landa sína í Englandi, Skotlandi, Wales og Norður- Írlandi. Hann hefur þegar átt símtöl við ESB-eigendafélagið í kanslaraslotinu í Berlín og í Élysée-höllinni í París. Þeir menn, sem þykjast hafa góðar heimildir, telja að efnislega hafi komið fram að breski forsætisráðherran teldi sjálfsagt að aðilar leituðu að samningi sín á milli sem sameinast mætti um. Þrífallinn samingur væri augljóslega ekki uppkast að niðurstöðu. Enn sem komið væri hefði ekkert annað komið fram opinberlega frá talsmönnum ESB en það, að þeir hefðu ekkert nýtt að bjóða. Á meðan það væru einu trakter- ingarnar væri ástæðulaust að sóa tíma í þær. Landamærin á Írlandi væru ekki það vandamál sem reynt væri að blása upp og fráleitt að misnota það til að tryggja að vilji bresku þjóðarinnar næði ekki fram að ganga. Yrði það þó áfram val ESB myndu Bretar biðja sambandið vel að lifa. Litið yrði á þetta atriði sem eitt af fjölmörgum atriðum sem finna yrði lánlega fram- kvæmd á eftir að Bretar væru lausir úr fjötrunum hinn 31. október næstkomandi. ESB héldist hins vegar ekki uppi að blása það upp í æðra og óleysanlegt veldi. Þetta hljómar ekki illa. Sívælið um „the irish backstop“ sem yfirgengilega flókið vandamál og óleysanlegan hnút er ekki trúverð- ugt. Því eins og Hercule heitinn Poirot sagði við Japp vin sinn lögregluforingja, sem sat sveittur yfir óleys- anlegri morðgátu: „Minn kæri góðvinur Japp. Þetta virðist svo flókið mál að langlíklegast er að lausn þess sé sáraeinföld.“ En hvað með hnútinn? Alexander mikli kenndi að slíka skyldi höggva en húka ekki yfir, og það var Aristóteles sem útskrifaði Alexander. Hvorugur þeirra yrði aufúsugestur í Brussel, en staðurinn kynni þó að hafa gott af þeim báðum, einkum kæmu þeir í bland. En þá væri öruggara að unga kempan hefði ekki haft veður af meðferðinni á Grikkjum í kjölfar kreppunnar. Þeir fengu að svitna þar syðra, maður lifandi. Það var ljót sjón lítil. út í buskann. Ófeigsfjarðarheiði liggur sunnan Drangajökuls á milli Ófeigsfjarðar á Ströndum og Langadalsstrandar við Ísafjarðardjúp. Heiðin er víðáttumikil, grýtt og gróðurlítil og á henni eru mörg stöðuvötn. Morgunblaðið/RAX 4.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.