Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg ANDRI ÓLAFSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Ég er gleyminn. Ég er ekki viss um að ég sé endilega gleymnari en aðriren ég er gleymnari en ég kæri mig um.Of oft hef ég uppgötvað, mér (og oft öðrum) til mikillar ergju, að húslyklarnir mínir liggi enn á stofuborðinu þegar ég er þegar mættur í vinn- una, eða að viðburðurinn sem ég hugðist mæta á kláraðist í raun fyrir þrem- ur tímum. Ég kem af langri línu viðutan einstaklinga. Hvort gleymska mín sé arf- geng, lærð hegðun eða einfaldlega svæsinn persónulegur galli veit ég ekki, en ég veit að það er nokkuð sem ég vil helst laga. Til að vinna gegn þessari þrálátu gleymsku ákvað ég að kaupa mér dagbók. Bókin var svört og lítil og innihélt dagsetningar ársins svo ég gæti skrifað hjá mér viðburði vik- unnar, fundi, viðtöl, verkefni og fleira. Það liðu ekki nema nokkrir dagar þar til ég gleymdi dagbókinni í strætó og sá hana aldrei aftur. Það felst ákveðin mótsögn í því að þurfa að muna eftir því sem á að hjálpa þér að hætta að gleyma hlut- um. Eftir að dagbókin glataðist hélt lífið áfram sinn vanagang. Ef ég þurfti nauðsynlega að muna eitthvað skrif- aði ég það á framhandlegginn á mér, annars mundi ég sumt og gleymdi öðru. Þangað til ég fékk snilldarhugmynd. Ég keypti mér nýja dagbók sem var stærri en sú gamla, þó var hún nægi- lega nett til að passa í jakkavasa, og hún var skærgul á litinn. Það er nær ómögulegt að gleyma dagbók sem er svo öskrandi gul á litinn að það er ómögulegt að taka ekki eftir henni. Og það hefur svínvirkað. Dagbókin liggur á skrifborðinu mínu enn í dag. Ég hafði reyndar notað hana í nokkrar vikur þegar ég áttaði mig á að hún var frá árinu 2018 og allar dagsetningarnar vitlausar – sem útskýrði hvers vegna hún var á svona góðu verði þegar ég keypti hana í febrúar árið 2019. En ég lét það ekki stoppa mig heldur krassaði út allar vitlausu dagsetningarnar og skrifaði þær réttu við hlið þeirra; alveg pottþétt. Ég er ennþá gleyminn, en nú gleymi ég bara því sem er ekki nægilega merkilegt til að skrifa í dagbókina. Dagbók í óskilum Pistill Pétur Magnússon petur@mbl.is ’Það felst ákveðin mót-sögn í því að þurfa aðmuna eftir því sem á aðhjálpa þér að hætta að gleyma hlutum. Ágúst Jónatansson Ég ætla að vera heima um helgina, síð- an ætla ég að ferðast um næstu helgi. SPURNING DAGSINS Hvað ætlar þú að gera um versl- unar- manna- helgina? Elísa Sveinsdóttir Ég ætla á Snæfellsnes í bústað með kærastanum mínum og vinum. Adam Bauer Ég er að fara að gera upp íbúðina sem ég var að kaupa mér. Agnes Sandholt Ég þarf að vinna um helgina, en ég ætla samt í afmæli vinkonu minnar. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók RAX Hljómsveitin Moses Hightower kemur fram á stofutónleikum Gljúfra- steins sunnudaginn 4. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Miðar eru seldir samdægurs í safnbúð Gljúfrasteins. Við hverju má búast á tónleikunum á sunnudaginn? Mjög notalegri stofutónleikastemningu, nánd og spilagleði. Hvernig tónlist munið þið aðallega spila? Við ætlum að reiða okkur alfarið á órafmögnuð hljóðfæri, og flest laganna fá allt annað yfirbragð við það. Flygill skáldsins verður tekinn til kostanna og kontrabassi og kassagítar styðja við. Við spilum lög af öllum plötunum okkar. Nokkur sem væri með góðum vilja hægt að kalla smelli og önnur sem eru valin af því að þau smellpassa við tilefnið. Svo verður einn lítill ópus frumfluttur. Hvert er síðan planið um verslunarmannahelgina? Við erum í mikilli lagasmíðatörn sem spyr ekki um vikudag, en auk Gljúfrasteinstónleika bregðum við okkur líka aðeins frá og spilum rafmagnaðan hávaða-Moses á Innipúkanum úti á Granda. Svo spila meðlimir með öðru fólki, bæði popp í stúdíóupp- tökum og djass á öldurhúsum. Náum vonandi að grilla okkur ögn til matar, en það er ekkert frí fyrir okkur. Hvernig hefur sumarið farið með ykkur? Alltof heitt, en annars ágætlega. Hvað er svo á döfinni í haust? Viðhafnartónleikar í Háskólabíói hinn 11. október eru það sem ber hæst, en svo styttist í að við gefum út splunkuný lög, og um svipað leyti verður sýndur í sjónvarpi stuttur þáttur þar sem við og tónlistin verðum í forgrunni. Flygill skáldsins tekinn til kostanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.