Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 19
Birgitta Ösp segir stílinn áheimilinu fremur skandinav-ískan og einfaldan, en hún sér
um innanhússráðgjöf fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki hjá eigin fyrir-
tæki, Innanhússráðgjöf ehf. „Ég er
frekar ferhyrnd þegar kemur að
mínu heimili og ég held að það hafi
með það að gera hvernig mamma og
pabbi hugsuðu um sitt heimili þegar
ég var að alast upp. Þau lögðu alltaf
voðalega mikið upp úr því að hafa
huggulegt. Pabbi er með smá þrá-
hyggju; hann getur verið að raða og
stilla upp hlutum alla daginn, sem ég
hef klárlega tekið frá honum, og
mamma alltaf með tuskuna á lofti.
Svo var alltaf kveikt á fullt af kertum
og andrúmsloftið kósí. Ætli það lýsi
ekki smá stemningunni hérna hjá
útskýrir Birgitta aðspurð hvort
hjónin hafi eitthvað farið út í fram-
kvæmdir við kaup á íbúðinni.
Íbúðin er í Urriðaholti í Garðabæ
sem er hverfi í mikilli uppbyggingu
og segir Birgitta fjölskylduna njóta
þess að búa nálægt náttúrunni.
„Heiðmörk er hérna í tveggja mín-
útna göngufæri og svo finnst okkur
gott að taka rölt í kringum Vífils-
staðavatn, Urriðavatn og Hvaleyr-
arvatn. Svo er líka alltaf gaman að
rölta hérna í hverfinu, það er fljótt
að breytast og alltaf eitthvað nýtt að
sjá og svo fallegar byggingar að
spretta upp.“ Aðspurð hvers vegna
hverfið hafi orðið fyrir valinu segir
Birgitta hjónin hafa heillast af hverf-
inu, bæði vegna nálægðarinnar við
náttúruna og vegna þess að stað-
setning hentaði vel. „Það hentaði okk-
ur líka mjög vel að geta fengið afhent
strax því þetta gerðist allt frekar
hratt hjá okkur að við fluttum heim
frá Svíþjóð. En draumurinn er að
stækka við okkur og þá festa kaup á
eign sem við getum dundað okkur við
að endurgera eða kaupa tilbúið undir
tréverk og gera það algjörlega að
okkar.“
Birgitta segir mikilvægast, þegar
kemur að innréttingu heimilisins, að
heimilisfólkinu líði vel. „Eins og er er-
um við með tvö börn þannig að hlut-
irnir mega ekki vera þannig að „ekk-
ert má“ og auðvitað tekur heimilið
mið af því,“ útskýrir hún. „Litapal-
lettan skiptir mig líka miklu máli og
að hlutirnir tali saman svo að heild-
armyndin sé róleg en hafi samt
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Skandinavískur stíll í Garðabæ
Birgitta Ösp Atladóttir innanhússráðgjafi og Jóhann Líndal, endurskoðandi hjá HS Veitum, búa í fallegri íbúð í Garðabæ ásamt
börnum sínum Ólíver og Jönu Líndal.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Borðstofan er eftirlætisrými fjöl-
skyldunnar. Þar njóta þau þess að
borða góðan mat og rabba saman.
Herbergi
Jönu litlu er
ákaflega
krúttlegt.
Birgitta Ösp sér
um innanhúss-
ráðgjöf fyrir
einstaklinga og
fyrirtæki.
okkur líka,“ útskýrir Birgitta.
Fjölskyldan flutti í íbúðina árið
2017 eftir að hafa búið lengi erlendis.
„Íbúðin var ný þegar við fluttum inn
þannig að það þurfti ekki mikið að
gera en við bættum þriðja svefn-
herberginu við. Við settum parket á
gólfið sem var valið í takt við innrétt-
ingarnar sem fyrir voru og svo völd-
um okkur antisol-gler í sturtuna,“
4.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19