Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.35 Mæja býfluga 07.45 Víkingurinn Viggó 07.55 Blíða og Blær 08.20 Dagur Diðrik 08.45 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 09.05 Latibær 09.25 Lukku láki 09.50 Ævintýri Tinna 10.10 Ninja-skjaldbökurnar 10.35 Friends 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Strictly Come Dancing 15.10 Strictly Come Dancing 15.55 I Feel Bad 16.20 Masterchef USA 17.05 Sporðaköst 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.05 Bangsi og þjófaborgin 20.10 The Curious Case of Benjamin Button 23.00 Brekkusöngur 2019 00.20 The Son 01.05 Snatch 01.50 Shameless 02.45 Shameless 03.40 Shameless 04.35 Stolen Daughters: Kid- napped By Boko Haram ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 21.00 Nágrannar á norð- urslóðum (e) 21.30 Eitt og annað frá Borg- arfirði eystri (e) endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 21.00 Smakk/takk 21.30 Suður með sjó endurt. allan sólarhr. 12.00 Everybody Loves Ray- mond 12.20 The King of Queens 12.40 Ísl. tal – The Sponge- Bob Movie: Sponge Out of Water 14.10 Turbo – ísl. tal 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 How Not To DIY 18.25 George Clarke’s Old House, New Home 19.15 Strúktúr 19.45 The Terminal 21.50 Saving Private Ryan 00.35 Collateral 02.30 Old School 04.00 Síminn + Spotify 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Ljóðabókin syngur I. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.13 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Húsa- víkurkirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Tengivagninn. 15.00 Grár köttur. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar evr- ópskra útvarpsstöðva. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Hyldýpi. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Minnsti maður í heimi 07.29 Sara og Önd 07.36 Hæ Sámur 07.43 Söguhúsið 07.50 Letibjörn og læmingj- arnir 07.57 Hvolpasveitin 08.20 Alvinn og íkornarnir 08.31 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Líló og Stitch 09.45 Reikningur 10.00 Skollaeyja 10.25 Hið sæta sumarlíf 10.55 Sue Perkins í Kolkata 11.50 Brotið 13.00 Sælkeraferðir Ricks Stein – Palermo 14.00 Þrjár stjörnur í Münc- hen 15.30 Ísland í öðru ljósi 16.20 Tónlistarsaga Evrópu 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Fuglabjargið Hornøya 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Íslendingar 20.35 Viktoría 21.25 Íslenskt bíósumar: Borgríki 2 23.00 Ást af hæstu gráðu 00.35 Dagskrárlok 10 til 14 Þór Bæring Þór vaknar með hlustendum á þessum hálfgildings laugardegi. Við hækkum í gleðinni um versló! 14 til 16 Tónlistinn Topp 40 Siggi Gunnars fer yfir vinsælustu lög landsins á K100. Eini opinberi vinsældalistinn á Íslandi. 16 til 19 Pétur Guðjónsson Góð tónlist og létt spjall um verslunarmannahelgi á K100. 19 til 22 Algjört skornster versló mix með Ásgeiri Páli Í tilefni þess að við fáum frí á morgun mætir partý- stjórinn Ásgeir Páll og stýrir þriggja klukkustunda dansveislu. Á þessum degi árið 1901 fæddist ein af helstu goð- sögnum djassins í New Or- leans, Louis Armstrong, söngvari og trompetleikari. Mörg af lögum hans slógu í gegn og má þar nefna top- plögin „Hello Dolly“ og „What A Wonderful World“. Auk þess urðu „When The Saints Go Marching In“, „Ain’t Misbehavin“ og „We Have All the Time in the World“ gríðarlega vinsæl. Armstrong lagði leið sína til Íslands árið 1965 og hélt ferna tónleika í Háskólabíói. Hann lést sex áum síðar, hinn 6. júlí 1971, og var bana- meinið hjartaáfall. Djassperla fæddist Charleville-Mézières. AFP. | Tvisvar til þrisvar í viku kemur bréfberinn í kirkjugarðinn í franska bænum Charleville-Mézières með bréf til ljóðskálds, sem enn vekur ástríður 127 árum eftir andlátið. Í sumum bréfanna til Arthurs Rimbauds er að finna játningar um ódauðlega ást á skáldinu, sem lést 37 ára eftir viðburðaríkt líf, allt frá stuttu sambandi í ópíumvímu við skáldið Paul Verlaine til örferils í vopnasölu. „Rimbaud, jafnvel þótt þú sért ekki lengur meðal okkar máttu vita að ég mun elska þig að eilífu,“ segir í einu bréfanna, sem stungið var inn í gulan póstkassann með nafni ljóð- skáldsins við hliðið inn í kirkjugarð- inn. Í öðru fær hann fyrir heit um „sól- ina, tunglið og stjörnurnar“. Sumir þeirra sem reyna að ná sam- bandið við skáldið heitna virðast fá huggun í að skrifa annarri þjáðri sál, sem á táningsaldri setti bókmennta- lífið í París á annan endann með til- raunum sínum til að rata um undir- meðvitundina í ljóðum, sem eru sláandi fyrir hvað þau eru módernísk. Bernard Colin sér um kirkjugarð- inn. Hann rótar í skókössum sem hann notar undir bréfin og dregur fram handskrifað blað frá manni sem heitir Philippe og veltir fyrir sér „dreggjum æsku minnar, síðasta fyrirheiti ömurlegar tilveru minnar“. Hann segist alltaf vera snortinn af tilfinningum bréfritara. „Fólkið trúir Rimbaud fyrir von- brigðum sínum. Hann er trún- aðarvinur þess. Það talar við hann eins og hann sé enn á lífi,“ segir Col- in. Bréfin og fjöldi gesta sem koma í garðinn bera vitni endurnýjuðum áhuga á Rimbaud, sem ákvað að snúa baki við skáldskap og gerðist fyrst málaliði, síðan kaupmaður og loks vopnasali. 37 ár eru liðin frá því að Colin flutti inn í íbúð umsjónarmanns kirkju- garðsins og sagði forveri hans honum að enginn hefði áhuga á Rimbaud. „Það hefur sannarlega breyst,“ segir Colin og brosir. Rimbaud er sömuleiðis í meiri met- um á heimaslóðum sínum en áður. Þegar hann var unglingur fáraðist hann yfir takmörkunum smábæjar- lífsins í Charleville, smábæ skammt frá landamærum Belgíu, sem löngum hefur haft á sér orð fyrir að þar gerð- ist fátt, og skipulagði flótta sinn þaðan. Þó sneri hann ávallt heim ef eitt- hvað bjátaði á, eins og þegar Verlaine dró fram byssu í miðju rifrildi í Brussel og skaut hann í handlegginn. Viðurkenning lét hins vegar á sér standa í heimabænum allt þar til á sjöunda áratugnum þegar rokk- stjörnur á borð við Jim Morrison, söngvara The Doors, gerðu hann að átrúnaðargoði sínu. Árið 1969 var opnað Rimbaud-safn í bænum og 2004, þegar 150 ár voru liðin frá and- láti skáldsins, var húsinu, sem hann bjó í breytt í minnisvarða um hann. „Rimbaud er Jim Morrison Charleville-Mézières,“ segir Lucille Pennel, stjórnandi safnsins, og ber aðdráttarafl skáldsins saman við söngvarann, sem grafinn er í París og fjöldi manns vitjar í Pere Lachaise- kirkjugarðinum á degi hverjum. Sumir gestir í Charleville skilja eftir tómar flöskur af absint eða sígarettupakka á gröf Rimbauds. Aðrir ganga lengra. Colin segist hafa komið að pörum í samförum bak við hvítu legsteinana tvo í fjölskyldugraf- reitnum. Annar er merktur Rim- baud, hinn Isabelle, systur hans, sem lést 17 ára. Meðal aðdáenda sem nýlega hafa vitjað grafar Rimbauds eru söng- konan Patti Smith, sem skildi eftir rauða gítarnögl, franski rokkarinn Hubert-Felix Thiefaine og Dom- inique de Villepin, fyrrverandi for- sætisráðherra. Colin fagnar öllum gestum að leiði Rimbauds. „Eftir öll þessi ár finnst mér ég þekkja hann jafn vel og fjöl- skyldu mína,“ segir hann. RIMBAUD DREGUR Í AUKNUM MÆLI AÐ AÐDÁENDUR Bernard Colin stendur við legstein Arthurs Rimbauds í kirkjugarðinum í Charleville-Mézières í Frakklandi. Hann hefur gætt garðsins í 37 ár. AFP Enn berast skáldinu bréf Við garðinn er póstkassi merktur Rimbaud og berast oft í hann bréf. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.