Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 gjarnan vel til verka og eru vanir því sem myndi kannski reyn- ast öðrum eitthvað flóknara. En það að verða hér einhver yfir- maður var víðs fjarri öllum mínum hugsunum þegar ég tók mín fyrstu skref á þessum vettvangi.“ Eins og að fara í ræktina Nú eru tólf ár frá því að Valur tók við embætti stórmeistara Reglunnar af Sigurði Erni Einarssyni. Og þar fylgir hann sömuleiðis í fótspor forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar, Ólafs Lárussonar prófessors, Indriða Pálssonar forstjóra og fleiri þekktra manna. Lengstan hluta ferils síns gegndi Valur ábyrgðarmiklum verkefnum á vett- vangi íslensks fjármálamarkaðar, m.a. sem bankastjóri Iðn- aðarbankans og síðar Íslandsbanka. Hvað rekur mann, störfum hlaðinn til þess að sækja í tímafrekt starf innan veggja Frímúr- arareglunnar? „Menn tala stundum um það hér að þeir séu að koma í rækt- ina þegar í hús er komið. Og það má til sanns vegar færa. Starf- ið hér hefur mannrækt að markmiði og líkt og með líkamsrækt- ina þá þarf að iðka hana til þess að ná árangri. Reglan hefur gefið mér mjög mikið, félagsskapurinn einnig. Hér hef ég eign- ast gríðarlega stóran hóp vina sem ég hefði ekki viljað missa af. Og hér hef ég kynnst mörgum frábærum mönnum. Þetta er þverskurður af íslensku samfélagi og því gefst hér tækifæri til þess að hitta á menn sem maður hefði ósennilega hitt á annars staðar á lífsleiðinni. Svo má líta á frímúrarastarfið eins og skólagöngu. Það er ganga sem tekur mörg ár þar sem menn eru að læra á sjálfa sig og tilveruna. Hér er starfað á grundvelli mjög gamalla gilda sem hafa reynst mannfólkinu vel í gegnum aldirnar. Þetta finnst mér hafa gefið mér mjög mikið.“ Blaðamaður staldrar við hugtakið mannrækt og í opinberum upplýsingum um Frímúrararegluna bregður þessu hugtaki gjarnan fyrir. En hvað er átt við með því? „Markmiðið með mannræktinni er að menn bæti sjálfa sig til þess síðan að bæta samfélagið og mannlífið sem þeir lifa í. Þeir upplifi hér reynslu sem hvetur þá til góðra verka og til að horfa á hið góða í lífinu. Hvetji þá til þess að einbeita sér að um- burðarlyndi og umhyggju fyrir náunganum og breiða þær dyggðir svo út í samfélagið með eigin breytni. Hér er í raun ekki hægt að segja að mönnum sé kennt annað en að líta á sjálfa sig. Menn eru hvattir til að skoða sitt eigið sjálf og bæta úr því sem þeim þykir ástæða til að bæta úr. Það er enginn dæmdur hér, hér eru engin próf tekin. Hér gera menn upp sinn árangur sjálfir. En hér eru mönnum opnaðar dyr, eða sýn á mannlega eiginleika en hver og einn verður að upplifa það fyrir sjálfan sig. Stundum gengur það vel og stundum gengur það illa. Stundum hrasa menn.“ Er það þá þannig að Reglan tekur ekki ábyrgð á þeim sem tilheyra henni? „Hér bera menn ábyrgð á sjálfum sér, eins og þeir eiga að gera annars staðar. Hér er sköpuð umgjörð fyrir menn til þess en það er undir hverjum og einum komið hvaða árangri hann nær í mannræktinni.“ Hvaðan stafar þessi hugsjón um mannrækt á þessum grunni? „Ef ég vissi það! Sannleikurinn er sá að við tölum um að frí- múrarastarf í heiminum sé 300 ára gamalt. Það miðast við það þegar fjórar frímúrarastúkur í London ákváðu að mynda sam- eiginlega yfirstjórn. Þetta gerðist árið 1717. Fyrir þann tíma eru mjög litlar heimildir til, slitrur héðan og þaðan þannig að það er ljóst að eitthvert starf af þessu tagi var stundað í einhver hundruð ár þar á undan. En í hvaða formi og hversu lengi veit í raun enginn. Frá 1717 er sagan hins vegar skráð. Flestir sem rannsakað hafa þetta telja að rekja megi starfið til gömlu iðn- gildanna á miðöldum sem voru í raun iðnaðarmannagildi, þar sem menn komu saman vegna stórframkvæmda á borð við kirkjur eða aðrar byggingar og bjuggu á staðnum og vinnu- stofan þar sem þeir bjuggu var nefnd stúka.“ Færist yfir á hið andlega svið Valur bendir á að smátt og smátt hafi gildin misst hinn upp- runalega tilgang og að starfið sem þar var stundað hafi fengið á sig andlegri mynd. „Það miðaði þá ekki lengur að því að reisa musteri úr steini heldur úr bræðrunum sjálfum. Menn notuðust þá við verkfæri iðngildanna með táknrænum hætti. Hundruð bóka hafa verið skrifuð um þessa þróun en þær eru flestar í raun aðeins get- gátur en eftir stendur að hið huglæga starf er byggt á vísdómi sem mannkynið hefur öðlast yfir þúsunda ára tímabil. Það er viska kynslóðanna.“ Þótt starf frímúrara reki sig aftur til miðalda á það sér ekki eins langa sögu hér á landi. Um þessar mundir er því fagnað að formlegt frímúrarastarf hefur verið við lýði hér á landi í eina öld. Af þeim sökum hefur Frímúrarareglan m.a. gefið út bók um starfið en þá stóð hún einnig fyrir fjölmennri samkomu í Hörpu á vordögum þar sem tímamótanna var minnst. Hvernig skaut þetta starf rótum hér á landi? „Fyrstu kynni Íslendinga af frímúrurum voru þau að í Skaft- áreldunum 1783 gáfu danskir frímúrarabræður heilmikið fé til Íslands til að styrkja og styðja Íslendinga. Síðar fóru einstaka Íslendingar, einkum í Danmörku og Kaupmannahöfn að sækja um inngöngu í Regluna. Þar á meðal var Grímur Thomsen sem síðar bjó á Bessastöðum. Fleiri Íslendingar gengu inn í stúkur erlendis á 19. öld. Hér var svo kominn lítill hópur manna árið 1913 og þeir ákváðu að mynda bræðrafélag. Fyrir þessu starfi fór Ludvig Emil Kaaber, bankastjóri Landsbankans og for- ystumaður í atvinnulífi Íslendinga á fyrstu áratugum 20. aldar. Þessir bræður héldu hópinn meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir. Við lok stríðsins fóru þeir þess á leit við dönsku frímúrara- regluna að stofnuð yrði sérstök stúka hér sem heyrði undir Regluna í Danmörku. Þetta var samþykkt og 6. janúar 1919 var stúkan Edda stofnuð af 14 bræðrum.“ Og Valur segir að hið formlega starf hafi farið af stað af mikl- um krafti. Þannig hafi um 50 menn gengið til liðs við hana á fyrsta starfsárinu og sífellt fleiri óskuðu inngöngu. „Fljótlega var farið að tala um að stofna stúku á Ísafirði og Akureyri þannig að starfið breiddist fljótlega út um landið. En fyrstu árin voru allir siðabálkar Reglunnar á dönsku og danska var töluð á fundum. Svo var farið að þýða siðabálkana og smátt og smátt tók íslenskan yfir þótt starfið væri enn undir hatti dönsku frímúrarareglunnar. Það var svo árið 1951 sem stofnuð var sjálfstæð íslensk frímúrararegla. Þá hljóp mikið líf í starfið að nýju. Stúkunum fjölgaði ört. Nú er svo komið að um 3.600 bræður eru í Frímúrarareglunni hér á landi. Þeir starfa í 28 stúkum sem hafa fundaaðstöðu á þrettán stöðum um landið allt.“ Reglan starfar í kyrrþey Þegar skyggnst er yfir það sem skrifað hefur verið um íslenska frímúrara í blöðum og bókum á undanförnum áratugum virðist sem Frímúrarareglan sigli sumpart lygnari sjó nú en oft áður. Minna er um samsæriskenningar sem gjarnan skutu upp koll- inum áður fyrr. Hvað kann að valda því? „Það hafa alltaf komið tímabil þar sem einhverjir hafa tekið sig til og skrifað eða talað um Regluna á neikvæðum nótum. Reglan hér og um heim allan vinnur í kyrrþey að sínum málum og hefur yfirleitt ekki svarað nokkurri gagnrýni. Þannig hafa menn komist upp með að segja allt mögulegt án þess að þeir hafi verið leiðréttir. Það var kannski ekki rétt stefna en þennan hátt hafa menn haft á þessu og vilja helst hafa það þannig að svara ekki því sem augljóslega stafar af vanþekkingu. Hins vegar hefur á síðustu áratugum opnast á miklu meiri upplýs- ingar og það er miklu auðveldara að afla réttra upplýsinga um Frímúrararegluna, t.d. á netinu, en nokkru sinni áður. Þá tel ég að það hjálpi að nú eru menn einnig að mörgu leyti víðsýnni og horfa þarf af leiðandi á þessa hluti opnari huga.“ Í máli sínu vísar Valur einnig til þeirrar staðreyndar hversu margir íslenskir karlmenn tilheyra Frímúrarareglunni. Segir hann að það dragi úr fordómum hér á landi því flestir þekki ein- hvern frímúrara. „Það fólk veit að þeir eru ekkert hættulegir,“ bætir Valur við og brosir. Hann segist raunar ekki þekkja nokkurt dæmi í heiminum þar sem frímúrarar eru jafn margir miðað við höfða- tölu eða um 1% af heildarmannfjölda landsins. „Að vísu voru frímúrarar gríðarlega margir á ákveðnum tímabilum í sögu Bandaríkjanna. Þeim fækkaði hins vegar mikið þar í kjölfar síð- ari heimsstyrjaldarinnar.“ Leynd yfir innra starfi Fyrrnefnd tortryggni sem reglulega hefur blossað upp virðist fyrst og síðast skýrast af þeirri ástæðu að Reglan gefur ekki upp hvað fer fram á fundum hennar. Væri ekki mikið til þess vinnandi að aflétta þessum trúnaði til að taka af öll tvímæli um starfið sem þar fer fram? „Frímúrarastarfið fer fram á svokölluðum stigum. Í okkar reglu eru ellefu stig. Allir geta, ef þeim endist líf og aldur til, tekið tíu stig. Síðasta stigið taka svo aðeins æðstu embættis- menn Reglunnar. Fyrir flesta getur það tekið um 15-20 ár að taka þessi tíu stig. Það skiptir höfuðmáli að menn viti ekki hvað gerist á næsta stigi. Það á að koma þeim á óvart í þeim skilningi að þeir séu frjálsir af því að upplifa það á eigin forsendum. Það má líkja þessu við það að maður lesi bók og einhver segi honum frá því hvað gerist í næsta kafla. Þá er búið að eyðileggja ánægjuna af lestri bókarinnar. Af þessum sökum viljum við að hver og einn fái að upplifa hvert og eitt stig sem tekið er á sín- um forsendum og eigi sínar minningar og sína sýn á það og hvernig viðkomandi túlkar það. Þess vegna ríkir trúnaður um siðabálkana á hverju stigi. Það er í raun og veru það eina sem trúnaður ríkir um. Það er engin leynd yfir því hvert markmiðið með starfinu er, hverjir eru hérna, hvar við hittumst og hve- nær. Og engin leynd hvílir yfir því að starfið í okkar Reglu byggist á kristnum gildum.“ Þessar segir Valur ástæður trúnaðarins eða leyndarinnar vera. Hann segir hins vegar að trúnaðurinn hafi á stundum ver- ið túlkaður með of stífum hætti. „Þá hafa bræður orðið dálítið óöruggir um hvað þeir megi segja og hvað ekki og þá hafa þeir oft tekið ákvörðun um að segja einfaldlega ekki neitt. Það er því í raun okkur sjálfum að nokkru leyti að kenna að tortryggnin hafi fengið að magnast upp á sumum tímum. Ef svörin væru skýrari, eins og þau geta sannarlega verið, þá kallar það ekki á tortryggni eða vantraust í garð Reglunnar.“ Og þarna hefur orðið breyting á að sögn Vals. Bræðurnir, eins og þeir eru kallaðir sín á milli, eru nú opnari í umræðu um starf Reglunnar. „Jafnt og þétt höfum við opnað þessa umræðu. Það hefur ver- ið gert með opnun heimasíðu, við gefum út tímarit sem aðgengi- legt er á vefnum og liggur frammi víða á kaffistofum og nú opn- um við Regluheimilið hér í Reykjavík á Menningarnótt og slíkt hið sama hefur verið gert víða um land, ekki síst í tengslum við 100 ára hátíðarhöldin.“ Engin viðskipti stunduð innan Reglunnar Líkt og áður var nefnt hafa margir áhrifamenn í íslensku sam- félagi tilheyrt Frímúrarareglunni. Það á m.a. við um forseta landsins, ráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómara og áhrifamenn úr íslensku atvinnulífi. Einhverjir kunna að spyrja hvort Reglan beiti sér með einhverjum hætti í samfélaginu. Er það hluti af markmiði hennar? „Ég held að það sem m.a. hafi verið aðdráttarafl fyrir menn sem hafa gegnt mikilvægum embættum eða störfum í samfélag- inu sé einmitt sú staðreynd að hér fá þeir frið. Hér er enginn að semja við þá eða þrasa við þá um eitt eða neitt. Hér er allt annað uppi á teningnum. Hér er formlega bannað að tala um stjórnmál eða trúardeilur. Hér fara engin viðskipti fram. Það er mögulega ástæða þess að menn sem mikið hefur mætt á hafa gengið hingað inn og losnað undan argaþrasi hversdagsins. Hér hafa menn t.d. getað komið til þess einfaldlega að segja ekki neitt.“ Ólíkt mörgum öðrum félagasamtökum ber lítið sem ekkert á því að Frímúrarareglan sinni góðgerðarstarfi í íslensku sam- félagi. Lætur hún sig þau mál í léttu rúmi liggja? „Góðgerðarstarf er óaðskiljanlegur hluti af því sem verið er Í ár eru liðin 45 ár frá því að Valur gekk í Frímúrararegluna. Hann segir að tíma sínum hafi verið vel varið innan veggja hennar allan þennan tíma. ’Ég held að það sem m.a. hafi verið aðdráttarafl fyrirmenn sem hafa gegnt mikilvægum embættum eðastörfum í samfélaginu sé einmitt sú staðreynd að hér fáþeir frið. Hér er enginn að semja við þá eða þrasa við þá um eitt eða neitt. Hér er allt annað uppi á teningnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.