Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 Erna Finnsdóttir Í gær bárust þær fréttir að Erna Finnsdóttir, ekkja Geirs Hallgrímssonar, væri látin. Hún varð 95 ára gömul. Í æviágripi sem bréfritari skrifaði árið 1994 og birt var í Andvara segir: „Geir Hall- grímsson gekk að eiga Ernu Finnsdóttur, bekkjarsystur sína úr Menntaskólanum í Reykjavík, í kapellu Háskóla Íslands 6. júlí 1948, skömmu eftir að hann lauk lagaprófi. Þau höfðu vitaskuld þekkst í menntaskólanum, en kynnst betur eftir stúdents- prófið. Erna er dóttir Finns Sigmundssonar lands- bókavarðar og konu hans, Kristínar Aðalbjargar Magnúsdóttur, sem bæði voru af eyfirskum ættum. Finnur fæddist árið 1894 og lést 1982, en Kristín fæddist árið 1898 og lést sama ár og maður hennar. Að loknu stúdentsprófi hóf Erna störf í Landsbóka- safninu, en haustið 1948 héldu þau Geir vestur á bóginn. Þá hóf Geir framhaldsnám í lögfræði og hag- fræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, en Erna sótti tíma í píanóleik. Harvard-háskóli var þá sem nú einhver virtasti háskóli í Bandaríkjunum. Geir hafði mikinn áhuga á hagfræði og stóð hugur hans til að sökkva sér í þau fræði eftir laganámið, en þá veiktist faðir hans, Hallgrímur Benediktsson, svo að þau Erna ákváðu að snúa heim vorið 1949. Bjuggu þau í íbúð að Mávahlíð 34 til 1952, er þau fluttust í myndar- legt einbýlishús að Dyngjuvegi 6, þar sem þau áttu heima alla tíð síðan.“ Í lok æviágripsins segir: „Best leið Geir Hallgríms- syni þó í skauti fjölskyldu sinnar. Hann var mjög heimakær maður og frændrækinn. Mjög var gott með honum og systkinum hans, þeim Birni og Ingi- leif. Kona Geirs, Erna Finnsdóttir, stóð sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu; þau voru gestrisin heim að sækja, en án alls yfirlætis. Heimilið var athvarf Geirs og skjól.“ Bréfritari var einn þeirra sem nutu gestrisni þeirra hjóna en hitti þau þó oftar á öðrum vettvangi. Mönn- um gat ekki annað en fallið vel við Ernu Finnsdóttur. Hún var hæglát og fjarri því að vera framhleypin, en jafnan alúðleg og hlý. Geir Hallgrímsson féll frá 1. september 1990 svo Erna lifði mann sinn í hart nær þrjá áratugi. Fundum okkar Ernu bar alloft saman á fyrrihluta þess skeiðs en tilefnum þess fækkaði síðar eins og verða vill. En gott tækifæri gafst til að endur- nýja góð kynni þegar Ingibjörg, móðir bréfritara, gerði hið prýðilega hús Sóltún að sínu seinasta heim- ili. Þar var Erna Finnsdóttir fyrir og þótt Ingibjörg hefði hitt hana stuttlega nokkrum sinnum áður gafst nú tækifæri til að kynnast henni betur. Um hana sagði hún: „Ég hafði alltaf þóst vita að Erna væri heiðurskona, og prýðileg í alla staði. Það hefur svo sannarlega reynst rétt mat.“ Eftirskjálftar Í síðasta bréfi var getið um gamansemi bandarískra penna og pólitískra spjallara um óvænta tilkynningu Trumps forseta um að hann vildi að Bandaríkin leit- uðu eftir kaupum á Grænlandi. Þetta var skömmu áð- ur en stutt heimsókn hans til Danmerkur var fyrir- huguð. Danska forsætisráðherrannum var brugðið. Mette Frederiksen, sem er ný í starfi og óreynd, en hafði þó ekki ætlað sér að skrópa í móttöku forsetans og bera fyrir sig að hún væri að fara á árshátíð frímerkja- safnara í Kuala Lumpur, missti út úr sér að forsetinn væri að viðra alveg fáránlega hugmynd. Fyrir þremur árum hefðu menn getað sagt að ekki væri fyrirsjánlegt hvernig bandarískur forseti tæki því að vera stimplaður fáráðlingur af gestgjafanum 10 dögum fyrir opinbera heimsókn sína. En reyndur stjórnmálamaður hefði sagst mundu bíða og sjá hvort og þá hvernig forsetinn viðraði þessa hugmynd á komandi fundum í Danmörku og myndi þá ef tilefni gæfist upplýsa hann um viðhorf danskra stjórnvalda. Eins væri fyrirhugað að formaður grænlensku heimastjórnarinnar hitti forsetann, og fengi því tæki- færi til að segja skoðun Grænlendinga. Þótt þessi ábending sé sett fram er ekki verið að verja opnun Trumps á stórmáli á tísti sínu. Hvað sem allri óbeit hans á formlegheitum líður, þá eru formin einmitt komin til vegna aldalangrar reynslu sem kennir margvíslegar aðferðir til að kom- ast hjá óþörfum árekstrum. Óvinir Trumps og hefðbundnir evrópskir banda- ríkjahatarar, sem eru glettilega margir, hafa hins vegar farið mikinn vegna hins óvænta útspils for- setans og viðbragða hans við klaufasparki gest- gjafans. Þar er ekkert sparað, eins og fyrirsjánlegt var. Trump er ekki bara kallaður álfur og bjálfi, heldur illa bilaður brjálæðingur og margvíslegum bróderuðum blótsyrðum af þeim toga er bætt í grautinn. Enn er ekki komið að því að segja forsetann rasista í þessu máli en það kemur. Önnur umræða og málefnalegri En þeir eru líka til hér og þar sem halda haus og átt- um, þótt þeir séu ekki endilega og jafnvel alls ekki að bera blak af Trump eða réttlæta útspil hans. Í þeim skrifum kemur fram að Bandaríkin hafi lengi viðrað svipuð sjónarmið. Þannig skrifar Har- aldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í upphafi síns pistils á blog.is sem lesendum er bent á að kynna sér í heild: „Ég hef fjallað um þetta efni áður hér, en at- burðir síðustu daga gefa tilefni til að endurtaka það. Þegar Abraham Lincoln var forseti Bandaríkjanna, þá var William H. Seward (1801-1872) utanríkis- ráðherra hans. Þá var Monroe-yfirlýsingin í háveg- um höfð, nefnilega að öllum frekari tilraunum ríkja í Evrópu til að komast yfir lönd eða landsvæði í Norð- ur- eða Suður-Ameríku yrði mætt með valdi af hendi Bandaríkjanna. Monroe-yfirlýsingin, sem var sett fram árið 1823, staðfesti að engar nýlendur Evrópu- þjóða væru heimilar í vesturheimi, og í staðinn lýstu Bandaríkin því yfir að þau muni ekki skipta sér af millilandadeilum innan Evrópuþjóðanna.“ Páll Vilhjálmsson segir í örpistli: „Umtalaðasta bók seinni ára um utanríkisstefnu Bandaríkjanna er eftir Stephen Walt og heitir Víti heiðarlegra áforma. Ein tillaga í bókinni er að Bandaríkin láti Evrópu um eigin varnir og dragi varnarlínu yfir Atlantshaf. Varnarlínan yrði Grænland-Ísland og e.t.v. Fær- eyjar. Vikan sem var ’En þeir eru líka til hér og þar sem halda haus og áttum, þótt þeir séu ekkiendilega og jafnvel alls ekki að bera blak af Trump eða réttlæta útspil hans. Reykjavíkurbréf23.08.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.