Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 22
Ljósmyndakeppni ferðavefjar mbl.is fórfram dagana 18. júní til 15. ágúst.Þema keppninnar var Ísland og birtu keppendur ljósmyndir sínar á Instagram með hashtaginu #ferdavefurmbl. Í verðlaun fyrir bestu myndina var tveggja nátta gisting á Fosshóteli á Vatna- jökli, en einnig voru veitt verðlaun fyrir vin- sælustu myndina sem var tveggja nátta gist- ing á Fosshóteli í Reykholti. Sigurvegari keppninnar var valinn af dóm- nefnd, en í henni sátu Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Ragnar Axelsson (RAX) og Kol- brún Pálína Helgadóttir. Tæplega fjögur hundruð myndir voru skráðar til leiks, en að lokum stóð Gísli Ein- ar Árnason uppi sem sigurvegari með gull- fallega mynd sem hann tók í höfninni við Arnarstapa í fjölskylduferðalagi um Snæ- fellsnes. Vinsælustu myndina tók Helen María Björnsdóttir af göngufólki á Skaftafelli. Fannst augnablikið fallegt „Myndin er tekin í höfninni við Arnarstapa,“ segir Gísli Einar Árnason, sigurvegari ljós- myndakeppninnar. „Við vorum að rúlla um Snæfellsnesið með fellihýsið og eitt kvöldið fórum við svo út að sigla í höfninni. Veðrið var stillt og gott. Strákarnir okkar reru á róðrarbrettum út að gatklettinum. Það er svo frábært umhverfi þarna. Frábært fyrir þetta sport,“ segir Gísli. „Mér fannst þetta mjög fallegt augnablik þegar bræðurnir voru að róa út úr höfninni; vatnið kyrrt, Stapafellið og Snæfellsjökullinn í baksýn og sólin að setjast. Þetta er rosa- lega fallegt mótíf á Arnarstapa.“ Gísli er búsettur á Akureyri og starfar sem tannréttingasérfræðingur. Hann segir ljósmyndun vera skemmtilegt áhugamál. „Mér finnst gaman að taka myndir og þótt ég sé ekki sá aktívasti tek ég mikið af mynd- um. Sérstaklega þegar það er eitthvað skemmtilegt að gera hjá fjölskylduni,“ segir Gísli. „Það kom mér á óvart að ég skyldi vinna keppnina, það var fullt af flottum myndum. Mér finnst myndin mín mjög falleg, en það kom samt á óvart.“ Sigurmyndin er af sonum Gísla á róðrarbretti í höfninni við Arnarstapa. Í bakgrunni eru Arnarstapi og Snæfellsjökull. Ljósmynd/Gísli Einar Árnason Vinsælasta myndin, sem Helen María tók. Helen rekur leiðsögufyrirtækið Local Guide ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Helen María Björnsdóttir Jöklar báru sigur úr býtum Sigurmyndir ljósmyndakeppni ferðavefjar mbl.is voru tilkynntar í síðustu viku, en tæplega fjögur hundruð myndir bárust í keppnina sem fór fram á Instagram. Pétur Magnússon petur@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.