Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 29
hópsins og Pussycat skal ósagt lát-
ið. „Við elskum öll Pussy!“ upplýsir
annar fjölskyldumeðlimur, Cather-
ine „Gypsy“ Share, Cliff Booth um.
„Því get ég vel trúað,“ svarar hann
sposkur á svip.
Þess má til gamans geta að leik-
konan sem fer með hlutverk Pussy-
cat, Margaret Qualley, er dóttir
Andie MacDowell sem um langt
árabil hefur gert garðinn frægan á
hvíta tjaldinu. Brad Pitt leikur Cliff
Booth af ísmeygilegri kímni.
Morðingi laminn í strimla
Aðrir karakterar sem koma við
sögu í téðu atriði voru meira og
minna til og eru jafnvel enn. Char-
les Manson sjálfur er að vísu að
heiman en þarna birtast ljóslifandi
morðingjar Sharon Tate; „Tex“
Watson, Patricia Krenwinkel og
Susan Atkins. Linda Kasabian, sem
stóð vaktina fyrir utan hús leikkon-
unnar kvöldið örlagaríka og varð
síðar lykilvitni ákæruvaldsins í mál-
inu gegn Manson og þríeykinu, er
þarna líka.
Booth lemur enn einn morðingj-
ann, Steve „Clem“ Grogan, eins og
harðfisk en hann hlaut dóm fyrir
annað víg, á Donald „Shorty“ Shea,
kaupamanni á Spahn-búgarðinum í
sama mánuði og Tate og vinir henn-
ar týndu lífi, ágúst 1969.
Grogan er eini meðlimur Man-
son-fjölskyldunnar sem settur var
bak við lás og slá fyrir morð á sín-
um tíma sem gengur laus í dag. Var
sleppt 1985 enda þáttur hans í
voðaverkunum talinn óverulegur,
auk þess sem hann reyndist
samvinnuþýður og vísaði lögreglu á
líkið, sem ekki fannst fyrr en 1977.
Atkins lést í fangelsi fyrir áratug
en Watson og Krenwinkel sitja
ennþá inni. Kasabian hlaut aldrei
dóm í Tate-málinu enda hefðu hin
líklega aldrei verið sakfelld án
framburðar hennar.
Í senunni, sem er löng og fjöl-
menn, kemur einnig við sögu Lyn-
ette „Squeaky“ Fromme sem fræg-
ust er fyrir að hafa reynt að ráða
Gerald Ford Bandaríkjaforseta af
dögum árið 1975. Í myndinni er
orðrómi þess efnis að hún hafi
sængað hjá eiganda búgarðsins,
George Spahn, gefinn byr undir
báða vængi en Fromme hefur alla
tíð neitað þessu. Hitt liggur þó fyrir
að Manson-fjölskyldan greiddi enga
leigu fyrir dvöl sína á búgarðinum
og fjölskyldumeðlimir liðsinntu við
hestaleiguna sem starfrækt var á
staðnum.
Fromme var látin laus úr haldi
árið 2009 eftir að hafa setið í 34 ár í
fangelsi. Hún er enn á lífi.
Vísað í gullaldarvestrana
Einnig er satt og rétt að búgarðs-
eigandinn George Spahn var orðinn
gamall, hrumur og sjónlítill þegar
Manson og skjólstæðinga hans bar
að garði 1969 en hann stóð þá á átt-
ræðu.
Í Once Upon a Time … þekkir
Cliff Booth Spahn frá gamalli tíð og
biður um að fá að heilsa upp á
hann. Fer þá í gang óborganleg at-
burðarás með skýra tilvísun í
gullaldarvestrana en fyrir þá sem
ekki hafa séð þá er myndin öðrum
þræði óður til þeirra. Hvernig hipp-
arnir bíða steinrunnir milli vonar og
ótta meðan Booth nálagst hús
gamla mannsins er Tarantino í sínu
fínasta pússi.
Bruce gamli Dern leikur Spahn
með miklum tilþrifum en hlutverkið
átti upphaflega að falla Burt Reyn-
olds í skaut; hann gaf á hinn bóginn
upp öndina áður en tökur hófust.
Bonanza og Lone Ranger
Spahn-búgarðurinn var sannarlega
vettvangur margra vestramynda og
-sjónvarpsþátta um og eftir miðja
seinustu öld. Má þar nefna klassík
eins og Bonanza og The Lone
Ranger, að ekki sé talað um bíó-
myndina Duel in the Sun eftir King
Vidor. George Spahn eignaðist bú-
garðinn 1953 og þegar hægðist um
við kvikmyndagerðina og vestrarnir
duttu úr tísku setti hann hestaleig-
una á laggirnar.
Byggingarnar á landareigninni
eyðilögðust í skógareldum árið 1970
og með þeim hurfu helstu ummerki
um kvikmyndagerð liðinna tíma og
veru hinnar alræmdu Manson-
fjölskyldu. Spahn flutti búferlum til
Hollywood, þar sem hann bar bein-
in árið 1974. Spahn-búgarðurinn er
í dag hluti af Santa Susana Pass
State-sögugarðinum í Kaliforníu.
Jíha!
Catherine „Gypsy“
Share fylgist með
„Pussycat“ fara á fjör-
urnar við Cliff Booth.
Columbia Pictures
25.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
RÁÐGÁTA Áhangendur Slipknot
brjótast nú um á hæl og hnakka
vegna þess að ekkert gengur að
finna út úr því hver hin dularfulli
slagverksleikari Tortilla Man er en
hann gekk til liðs við Des Moines-
málmbandið fyrir þremur mán-
uðum. Í samtali við The Art And
Span Show í Bandaríkjunum furðar
Jim Root gítarleikari sig á því
hversu lengi nýja manninum hefur
tekist að halda nafni sínu og andliti
leyndu en að því hljóti að koma að
hulunni verði svipt af kauða.
Hver er Tortillamaðurinn?
Er hver? Tortillamaðurinn er ráðgáta.
Youtube
BÓKSALA 14.-20. ÁGÚST
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Sapiens Yuval Noah Harari
2 Keynote Helen Stephenson
3 Verstu börn í heimi 3 David Walliams
4
Handbók um ritun og
frágang
Þórunn Blöndal
5 Tungutak - ritun Ásdís, Elínborg og Sólveig
6 Blóðbönd Roslund og Thunberg
7 Inquiry into Life Sylvia Mader
8 Tungutak - setningafræði Ásdís, Elínborg og Sólveig
9 To Kill A Mockingbird Harper Lee
10 Svört perla Liza Marklund
1 Verstu börn í heimi 3 David Walliams
2 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson
3 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir
4
Fleiri Korkusögur
Ásrún Magnúsdóttir
/Sigríður Magnúsdóttir
5 Risastóri krókódíllinn Roald Dahl
6 Stjáni og stríðnispúkarnir 3 Zanna Davidson
7
Þín eigin saga
– draugagangur
Ævar Þór Benediktsson
8
Þín eigin saga
– piparkökuhúsið
Ævar Þór Benediktsson
9
Í alvöru ekki opna
þessa bók
Andy Lee
10 Kepler 62 – landnemarnir Bjorn Sortland
Allar bækur
Barnabækur
Sjónleysið veldur því að mér tekst
iðulega ekki að lesa það sem mig
langar til. Þrátt fyrir viðleitni
Hljóðbókasafnsins eru fá fræðirit
lesin inn og það sem vinsælast er
hverju sinni sætir forgangi.
Það gladdi mig því mjög þegar
ritið Hnignun, hvaða
hnignun? – Goðsögn-
in um niðurlæging-
artímabilið í sögu Ís-
lands var hljóðritað.
Höfundurinn, Ax-
el Kristinsson sagn-
fræðingur, grefur
undan þeirri staðhæfingu að Ís-
lendingum hafi hnignað mjög eftir
að gamli sáttmáli var undirritaður
og leiðir líkur að því að Íslendingar
hafi aldrei orðið fátækasta þjóð álf-
unnar. Þá vindur hann einnig ofan
af þeirri vitleysu sem fimbul-
fambað hefur verið um vistar-
bandið þar sem því er lýst sem átt-
hagaánauð, þrælahaldi og öðru
jafnvel enn verra. Telur hann að Ís-
lendingar hafi í raun getað strokið
betur um frjálst höfuð en aðrir íbú-
ar Danaveldis og víðar í Evrópu.
Þá er ég með í far-
símanum bráð-
skemmtilega bók,
On China, eftir
Henry Kissinger,
fyrrverandi utanrík-
isráðherra Banda-
ríkjanna. Rekur hann
sögu Kínaveldis allt fram á vora
daga og fjallar ítarlega um sam-
skipti sín við kínverska leiðtoga.
Þess má geta að Mao Zedong og
Kissinger urðu miklir mátar og
greinir Kissinger ítarlega frá sam-
tölum þeirra.
Sem dæmi má nefna söguna af
ferð hans til Kína árið 1974, en þá
mættu bandarísku sendinefndinni
áróðursspjöld með gagnrýni á
Bandaríkin. Þetta fór dálítið á sinn-
ið á þeim og kvörtuðu þeir við
Zhou Enlai. Hann bað þá að hafa
engar áhyggjur og morguninn eftir
voru spjöldin horfin.
Þennan sama dag hittust þeir
Kissinger og Mao og áttu saman at-
hyglisverðar umræður. Mao sagði
m.a.: „Nú þegar við erum loks
orðnir vinir megið þið búast við að
fá yfir ykkur hellidembu af skömm-
um öðru hverju og þið svarið þá í
sömu mynt. Það er í lagi því að
þetta hressir aðeins upp á and-
rúmsloftið.“
Síðan þagði Mao dálitla stund og
sagði síðan: „Hugsaðu þér hvað
svona innantóm slagorð geta haft
mikil áhrif.“ Mao var kunnugur
fornkínverskri hernaðarlist og vissi
hverju var hægt að áorka án vopna-
valds.
Þá las ég auðvitað Kaupthinking
og verð að játa að mér hraus hugur
við sumu sem þar var borið á borð.
Eftir situr óbragð í vitundinni yfir
því að menn komust
upp með að svíkja fé
undan skatti, flytja
það ólöglega úr landi
og koma síðan heim
aftur eftir að sakir
voru fyrndar.
Hresstu þeir upp á
íslenska hagumhverfið með er-
lendu gjaldi og byrjuðu að hasla sér
völl á nýjan leik. Annað eins rit um
svik og pretti hef ég aldrei lesið.
Ég tengdist upphafinu að nokkr-
um hluta þar sem ég var sumar-
starfsmaður á Sunnudagsblaði
Moggans árið 2008 og var falið að
skrifa um aðvífandi kreppu.
Ég hljóðritaði sum samtölin en
hef ekki enn lagt í að birta þau.
ARNÞÓR ER AÐ LESA
Mátarnir Mao og Kissinger
Arnþór Helga-
son er vináttu-
sendiherra.
Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is
HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks
veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir
með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum.
GIRNILEGUROG
SPENNANDIMATSEÐILL
OPIÐ
11:30–22:00
ALLADAGA