Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. 07.00 Strumparnir 07.25 Tindur 07.40 Mæja býfluga 07.55 Víkingurinn Viggó 08.05 Latibær 08.30 Blíða og Blær 08.55 Lukku láki 09.20 Dagur Diðrik 09.45 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 10.05 Ævintýri Tinna 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Strictly Come Dancing 14.50 Strictly Come Dancing 15.30 Seinfeld 15.55 I Feel Bad 16.20 Masterchef USA 17.05 Sporðaköst 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Steindinn okkar – brot af því besta 19.40 Rikki fer til Ameríku 20.10 Who Killed Garrett Phillips? 21.35 The Victim 22.35 Absentia 23.20 The Righteous Gemstones 00.20 Snatch ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Skapandi fólksfækkun (e) 20.30 Eitt og annað af fólki 21.00 Heimildarmynd – Heið- arbýlin endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 20.00 Sturlungar á Þingvöll- um 21.00 Saga flugsins í 100 ár endurt. allan sólarhr. 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Top Gear 18.30 George Clarke’s Old House, New Home 18.30 Top Gear: Extra Gear 18.55 Alone Together 19.15 Ný sýn 19.45 Speechless 20.10 Madam Secretary 21.00 The First 21.50 Jamestown 22.40 Kidding 23.10 SMILF 23.40 Escape at Dannemora 00.40 The Walking Dead 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Þjóðlagahátíð á Siglu- firði. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Ljóðabókin syngur II. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta á Hóla- dómkirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Tengivagninn. 15.00 Grár köttur. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar evr- ópskra útvarpsstöðva. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Listin að brenna bækur. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Minnsti maður í heimi 07.29 Sara og Önd 07.36 Hæ Sámur 07.50 Letibjörn og læmingj- arnir 07.57 Hvolpasveitin 08.20 Alvin og íkornarnir 08.31 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Líló og Stitch 09.45 Flökkuhópar í nátt- úrunni 10.35 Hið sæta sumarlíf 11.05 Innlit til arkitekta 11.35 Ingmar Bergman: Bak við grímuna 12.30 Menningin – samantekt 13.00 Sumartónleikar í Schönbrunn 14.35 Reykjavík í öðru ljósi 15.35 Hjá Fridu Kahlo 16.30 Getur Egill Skalla- grímsson sagt ókei? 17.00 Haförninn: Hinn helgi örn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Gleðin í garðinum 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Veröld sem var 20.20 Viktoría 21.10 Íslenskt bíósumar: Út- laginn 22.55 Góða nótt, mamma 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Hljómsveitin The Knack komst í topp- sæti bandaríska smáskífulistans á þessum degi árið 1979 með lagið „My Sharona“. Lagið sat á toppnum samfleytt í fimm vikur en það komst hæst í sjötta sætið í Bretlandi. „My Sharona“ var eini toppslagari sveitarinnar en söngv- arinn Doug Fieger sagði innblásturinn hafa komið frá 17 ára stúlku að nafni Sharrona Alperin. Hún varð síð- ar kærasta söngvarans en ástin kulnaði þeirra á milli. Þrátt fyrir sambandsslitin og að bæði giftust öðrum áttu þau afar sterkt vinasamband. Topplagið 1979 Tommy gamli Lee, trommuleikari glysmálmbandsins Mötley Crüe, er vandur að virðingu sinni, eins og menn þekkja og þegar þjónn bað hann að taka ofan hattinn á hinum víðfræga veitingastað Emeril’s í New Orleans í Bandaríkjunum í vik- unni fauk í okkar mann með þeim af- leiðingum að honum var gert að yf- irgefa staðinn, ásamt spúsu sinni. Í samtali við sjónvarpsstöðina TMZ, sem sveif á þau skötuhjúin á LAX-flugvellinum í Los Angeles eft- ir atvikið, sagði Brittany Furlan, eig- inkona Lees: „Þetta var eiginlega mjög kjánalegt. Við komum inn á staðinn og settumst niður. Við vorum bæði með hatt á höfðinu og geng- ilbeinan, gestgjafinn eða hvað það nú kallast, bað Tommy um að taka af sér hattinn. Hvað um hattinn minn? spurði ég þá. Þá svaraði hún: „Það er allt í lagi með hattinn þinn en hann verður að taka sinn ofan.“ Í spjallinu kom fram að Lee hefði verið með derhúfu og það samræm- ist víst ekki stefnu veitingastaðarins. „Æ, rækallinn, sagði þá Tommy, tók af sér húfuna og lagði hana í gaupn- ir sér. Þá mætti einhver dúddi við borðið hjá okkur. Málið er úr sög- unni, húfan er farin og allir sultu- slakir hérna, sögðum við. Þá sagði dúddinn: Fyrirgefðu en ég heyrði þig nota blótsyrði hérna,“ sagði For- lan. Þá mun „dúddinn“ hafa beðið Lee um að yfirgefa staðinn. Og það var auðsótt: „Veistu hvað? Hoppaðu upp í rassgatið á þér! Við erum að fara,“ sagði trymbillinn, skýrt og skorinort. Var að „trumpa sér“ „Við viljum hvort eð er ekki vera á einhverjum leiðindastað, þar sem manni er sagt að taka ofan hattinn,“ bætti Furlan við sem stóð greinilega þétt við bakið á bónda sínum. Lee fylgdi viðtalinu eftir með beittu tísti á Twitter-reikningi sín- um, þar sem veitingastaðurinn var ekki látinn eiga neitt inni. Fyrr í þessum mánuði komst Tommy Lee í fréttirnar vegna færslu á Twitter þar sem hann for- mælti Donald Trump Bandaríkja- forseta og flokki hans, Repúblik- anaflokknum. Lauk hann færslunni með því að segjast vera að „trumpa sér“ og hnýtti við lyndistákninu fyr- ir saurlát. Kappinn hefur greinilega engu gleymt. Og líklega ekkert lært held- ur. orri@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tommy Lee fær skömm í hattinn Tommy Lee er Íslandsvinur fram í fingurgóma, eins og svo margir rokkarar. Þessi mynd náðist af kappanum þegar hann þeytti skífum á Nösu heitinni árið 2008. Ekki fylgir sögunni hvort þetta er sama der- húfan og kemur fyrir í fréttinni. 22. ágúst verður hér eftir Layne Staley-dagurinn í rokkborginni Seattle í Bandaríkjunum. Þetta kunngjörði borgarstjórinn, Jenny Durkan, á fimmtudaginn en þá hefði hinn ástsæli söngvari Pearl Jam orðið 52 ára. Staley lést sem kunnugt er árið 2002 eftir langvar- andi glímu við fíkniefni, þar á meðal heróín. Fram kom að auk þess að heiðra minningu söngvarans hefði dagurinn þann tilgang að beina sjónum að Minningarsjóði Laynes Staleys, sem foreldrar hans settu á laggirnar árið 2002. Sjóðnum er ætlað að fræða og styðja fólk sem glímir við heróínfíkn og hefur löngun til að ná bata. „Layne var einstakur náungi; hver kynslóð býr ekki að nema ör- fáum slíkum hæfileikamönnum,“ sagði Jerry Cantrell, gítarleikari Alice in Chains, við The Pulse Of Radio í Seattle af téðu tilefni. „Margir átta sig á hvað hann lagði af mörkum til tónlistarinnar og sækja innblástur til hans.“ Laynes Staleys er sárt saknað af unn- endum góðs gröns. Loudwire.com Staley-dagurinn í Seattle

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.