Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 17
Grænlandsbrandari Trump er dauðans alvara.“ Hér hefur áður verið minnt á í Reykjavíkurbréfi að Franklin D. Roosevelt forseti dró með eigin hendi línu austur fyrir Ísland og réttlætti hervernd Íslands þótt Bandaríkin væru enn með yfirlýsta hlutleysis- stefnu, með beinni vísun í Monroe-yfirlýsinguna. Og Gunnar Rögnvaldsson, sem fylgist með dönsk- um umbrotum betur en aðrir, segir í sínum pistli: „Allt í einu þykjast Danir skilja tvö prósent tungu- máls Trumps og eru komnir í draumóraseríu númer 205 um Grænland – í Berlingske – og segjast hafa „sofið í tímunum.“ „Varnargeta danska hersins á Grænlandi er nánast bara landhelgisgæslan. Við erum með nákvæmlega enga loftvarnargetu í landinu, núll þar, og við erum með engan landher á Grænlandi,“ bendir Peter Viggó, lektor í akademíu danska hersins, á. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: „Við vitum ekki hvað er að gerast á Grænlandi og við eigum ekki einu sinni til landakort af því,“ eins og Martin Lide- gaard, fyrrum utanríkisráðherra Dana (og þar með Grænlendinga líka), bendir á.“ Í umfjöllun í Berlingske sem Gunnar vitnar til er haft eftir Lidegaard: „Ja, man kan da roligt sige, at vi har sovet i timen med hensyn til Arktis“, og utan- ríkisráðherrann fyrrverandi bætir við að reiði Trumps og ákvörðun hans um að hætta við heimsókn sína eigi að vera áminning. („Trumps vrede og af- lyste besøg bør være et „wakeup-call“ for hele Rigs- fællesskabet, som simpelthen ikke har taget udvikl- ingen omkring Arktis alvorligt“ er haft eftir utan- ríkisráðherranum fyrrverandi. „Danmark har alt for ofte været på bagkant af ud- viklingen i Grønland og omkring Arktis, trods klare anbefalinger og advarsler i rapporter, mener to tidligere udenrigsministre,“ segir í Berlingske.) Horft heim Annars staðar í ábyrgum pistlum er bent á að það er ekki bara í forsetatíð Lincolns sem leitað er eftir kaupum á Grænlandi. Fleiri bandarískir forsetar hafa gert það í millitíðinni og síðast Harry S Truman (1944-52) og enginn þeirra verið sakaður um geðveiki fyrir vikið. En í íslenskri opinberri umræðu hefur innihald hinnar efnislegu dönsku umræðu í kjölfarið naumast náð upp á yfirborðið og eiga þeir sem haldið hafa höfði því þakkir skildar. En nú hefur Katrín forsætisráðherra sagt að hún sé eftir allt saman tilbúin að tala við Pence varafor- seta ef hann „framlengi heimsókn sína“. Kannski er reynandi að bjarga þessum vandræða- gangi ríkisstjórnarinnar með því að koma varafor- setanum fyrir á háalofti í Keflavík, svo að forsætis- ráðherrann geti með fylktu liði, rauðum fánum, lúðrablæstri og söng, farið þangað í öfugri kefla- víkurgöngu á hans fund. Það hafa sprottið fram illa- gróin hælsæri af minna tilefni. En þá er það spurningin: Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa ein- stæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgun- blaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði. En hinir? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 25.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.