Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA * Litur á palli EJLINGE • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* Okkar leið til að breyta heiminum er aðbjóða upp á takó. Ef fólk brosir oglíður betur eftir að hafa borðað takó hjá okkur erum við að uppfylla okkar mark- mið,“ segir Filip Pumba, vagnstjóri matar- vagnsins Tacoson. Vagninn var opnaður fyrir tæpum þremur mánuðum og stendur í Mæðragarðinum í miðbæ Reykjavíkur, en Filip tók við Tacoson í byrjun mánaðar eftir breytingar á rekstri vagnsins. „Við viljum bjóða upp á ósvikin takó, þess vegna gerum við allt frá grunni. Við notum ferskt hráefni og sýnum því mikla ást og um- hyggju. Takó eru ótrúlega hentugur matur; þú þarft ekki hníf, þú þarft ekki gaffal, þú þarft ekki neitt, þú getur bara troðið þeim framan í þig. Þess vegna eru takó hinn full- komni götumatur,“ segir Filip. Sækir innblástur í jurtirnar „Takó voru fyrst elduð af miðausturlenskum innflytjendum í Mexíkó og eru mjög skyld ke- bab,“ segir Filip. „Hið klassíska takó er taco al pastor, sem inniheldur grísakjöt, eða jafn- vel geitakjöt, sem er marínerað í safa af sæt- um og súrum ávöxtum, kryddi og jurtum. Grunnarkitektúrinn er þessi: tortilla, salsa, kjöt og meðlæti – endir. Hver einasti liður spilar mikilvægt hlutverk í þessari sinfóníu.“ Filip segist vilja kynna viðskiptavinum vagnsins ósvikinn mexíkóskan mat, en þó sæki hann innblástur í íslenska matargerð og náttúru. „Mexíkóskur matur byggist mikið á jurtum, þá helst kóríander. Hver einasta uppskrift hefur einhvers konar ferskar jurtir og Ísland er fullkominn staður fyrir jurtir. Ég hef verið að tilraunast með íslenskar jurtir og hef áhuga á að bjóða upp á ekta mexíkósk takó með íslensku tvisti. Kannski með kerfli eða hvönn í staðinn fyrir kóríander,“ segir Filip. Matur fyrir sálina „Við nálgumst okkar matargerð af mikilli ást. Við bjóðum upp á mat fyrir sálina,“ segir Filip. „Ég held að það sé misskilningur að allir matarvagnar séu skyndibiti. Þótt takó séu fljótlegur matur er forgangurinn hjá okkur að bjóða upp á vandaðan mat sem bragðast vel og gerir fólk hamingjusamt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Takó fyrir sálina Takóvagninn Tacoson stendur í mæðragarðinum í mið- bænum og býður upp á ósvik- in mexíkósk takó. Vagnstjóri segir markmiðið að auka ham- ingju Íslendinga og kynna þeim mexíkóska matargerð. Pétur Magnússon petur@mbl.is Matarvagninn er að finna í Mæðragarðinum við Lækjargötuna í miðbænum. Filip Pumba er vagnstjóri takó- vagnsins Tacoson. 1 laukur 3 hvítlauksgeirar 1 skalottulaukur safi úr 2 límónum paprikukrydd hot sauce eftir smekk fersk græn chili 1 dós nýrnabaunir 1 dós kjúklingabaunir 1 dós niðursoðnir tómatar 1 vorlaukur smá kóríander Saxið lauk, hvítlauk og skalottulauk og snöggsteikið ásamt chilíinu á pönnu með ólífuolíu. Kryddið með salti, pipar, paprikukryddi og límónusafa. Bætið við smá safa úr nýrnabaun- unum og hrærið að- eins, bætið svo baununum við og hrærið reglulega í 15 mínútur. Bætið þá við kjúklinga- baunum og tómöt- um og leyfið að þykkna. Setjið salsasósu á maístortillu og bæt- ið vegansósunni ofan á. Toppið með vor- lauk, kóríander, smá grænu chilíi og lím- ónusafa. Vegan-tacos Tacosonar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.