Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Blaðsíða 2
Hvað er Improv Ísland? Improv Ísland er spunahópur þar sem fókusinn er á grín. Við erum búin að þjálfa aðferð til að búa til sögur sem eiga að vera fyndnar og skemmti- legar. Hópurinn er orðinn fimm ára og er alltaf að stækka. Við höfum verið að sýna vikulega í Þjóðleikhúskjallaranum í fjögur ár. Hvað ætlið þið að gera á menningarnótt? Menningarnótt er eins og árshátíð Improv Íslands. Þetta er fimmta árið sem við erum með spunamaraþon í Þjóðleikhúskjallaranum á menningarnótt, þar sem við keyrum okkur út og spinnum í fimm klukkutíma. Við byggjum þetta upp þannig að við erum með nýja sýningu á 30 mínútna fresti og fólk getur komið inn á milli sýn- inga, svo lengi sem húsrúm leyfir. Þetta er algjörlega frítt. Hverju getur fólk búist við ef það mætir á sýningu? Fólk verður að vera tilbúið að ganga inn í óvissuna. Það er ekki hægt að segja hverju er við að búast því við vitum ekki hvað við erum að fara að gera þegar við stígum á svið. En við vitum að það verður fyndið og skemmtilegt. Hvað sem er getur gerst og það er það sem er svo heillandi við spunann. Það er áhættuþáttur. Allir eru hræddir um að þetta verði ekki fyndið og svo er það léttirinn sem allir finna fyrir þegar þetta tekst. Það er eins og maður sé að hoppa út úr flugvél með áhorfend- urna með sér og hjálpast að við að finna fallhlífina. Hvað tekur síðan við hjá hópnum? Það eru stöðug námskeið hjá okkur. Þegar maður hef- ur tekið öll námskeiðin getur maður sótt um að verða meðlimur í Improv Ísland. Núna í haust verðum við með prufur þar sem fólk getur sótt um að vera með í sýningarhópnum. Og þegar nýr sýningarhópur er orðinn til byrjum við með sýningarnar okkar í Þjóðleik- húskjallaranum.Morgunblaðið/Eggert GUÐMUNDUR FELIXSON SITUR FYRIR SVÖRUM Gengið inn í óvissuna Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Ég er með lélega undirskrift. Hún er svo sem ágætlega skiljanleg,en hún er hvorki fáguð né falleg. Í raun hef ég aldrei pælt sér-staklega mikið í undirskrift minni, hún er einfaldlega nauðsyn- legur hluti skriffinnskunnar sem er allt í kringum okkur. Það tekur mig rúmar sex sekúndur að skrifa nafnið mitt (já, ég tók tímann við vinnslu þessa pistils) og ég hef ekki hugmynd hvort það er mikið eða lítið. Ég veit, hins vegar, að þegar ég er að skrifa undir skjal líða þessar sekúndur afar hægt. Það er yfirleitt einhvers staðar í kring- um g-ið í Magnússon þar sem ég fer á taugum og klára undirskriftina með sex til átta óreiðukenndum og gjörsamlega ólæsilegum öldum. Ég hef prófað að skrifa undir með einskonar óæfðri og fljótlegri tengiskrift og vona að það muni láta undirskriftina mína líta út fyrir að vera kúl og kæruleys- islega, en þegar ég læt reyna á slíkar æfingar verður útkoman alltaf hálfgert krass sem svipar afar lítið til nafnsins míns. Ef litið er á undirskrift mína í breiðara samhengi má sjá að það er ekki aðeins undirskriftin sem mætti bæta, heldur er rithöndin almennt frekar léleg. Það er kannski ekki að furða að undirskrift mín, þessi tiltekna samsetning stafa, skuli vera lé- leg þegar efniviðurinn er stafir sem eru upp á sitt eindæmi lé- legir. Stafurinn „g“, til dæmis, hefur alltaf vafist fyrir mér. Ekki að þetta sé endilega mjög flókinn stafur, en mér tekst aldrei að fá hann til að koma rétt út. Það sama má segja um stafinn „æ“, sem mér þykir skrítinn. Ég er af kynslóð sem hefur verið umkringd skjáum frá fæðingu. Tölvur, og síðar farsímar og snjalltæki, hafa alltaf verið hluti af lífi mínu. Ég hef skrifað margfalt meira á lyklaborð heldur en nokkurn tímann á blað með blýanti, og það hefur óneitanlega haft áhrif á hvern- ig rithönd mín hefur þróast. Mér þykir engu að síður erfitt, og jafnvel óheiðarlegt, að kenna sam- félagslegum þáttum um rithönd mína. Ég á marga vini og kunningja sem búa yfir gullfallegri og fágaðri rithönd. Auk þess þekki ég marga sem eru töluvert eldri en ég og ólust upp fyrir tíma snjalltækja sem eru með afskaplega slappa rithönd. Ég vona bara að rithönd segi ekki eins mikið um persónuleika ritarans og sumir vilja halda fram. (Rit)handahlaup Pistill Pétur Magnússon petur@mbl.is ’Það er kannski ekki aðfurða að undirskriftmín, þessi tiltekna sam-setning stafa, skuli vera léleg þegar efniviðurinn er stafir sem eru upp á sitt eindæmi lélegir. Ásgrímur Guðnason Já, en ég veit ekki hvað ég ætla að gera þar. SPURNING DAGSINS Ætlar þú á menning- arnótt? Logi Snær Stefánsson Já, ég er mjög spenntur fyrir hipp- hopphátíð menningarnætur. Guðjón Kristófer Einarsson Dagskráin mín er pökkuð á menn- ingarnótt. Ég er spenntur að drekka í mig ungmenninguna. Salka Hermannsdóttir Já. Ég ætla á tónleika og á brauð- tertukeppnina. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Spunamaraþon Improv Íslands fer fram í Þjóð- leikhúskjallaranum á Menningarnótt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.