Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 11

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 11
9 INNGANGUR. Skýrsla sú, sem hér fer á eftir um þróun þjóðarbúskapar- ins 1970 og 1971 og horfur fyrir árið 1972 er samin £ Hag- rannsókna,deild Framkvæmdastofnunar rikisins og er byggð á gögnum, sem deildin hefur safnað og unnið úr, einkum að þv£, er varðar þróun þjóðarframleiðslu, afkomu atvinnuvega, verðmætaráðstöfunar, innflutnings, útflutnings, tekna og launa. Hár er um að ræða beint framhald þess starfs, sem áður var unnið á þessu sviði í Efnahagsstofnuninni. Hagfræðideild Seðlabanka Islands hefur lagt til efni um peningamál og greiðslujöfnuð við útlönd og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun Fjármálaráðuneytisins efni um fjármál ríkisins. Skýrslur Fiskifélags íslands um fiskaflann eru mikilvægar heimildir. Um fjölmörg efnisatriði er byggt á heimildum Hagstofu íslands, einkum að þv£, er varðar utanr£kisverzlun og verðlagsþróun, en einnig £ mörgum öðrum greinum. Hér hefur aðeins verið getið £ almennum orðum helztu heimilda, en það gefur auga leið, að viöa £ skýrslunni er stuðzt við athuganir og upplýsingar frá öðrum aðilum en þeim, sem hér að framan voru taldir, bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum. Eiga þeir allir þakkir skildar fyrir upplýsingarnar. Efnismeðferð öll er að sjálfsögðu á ábyrgð Hagrannsóknadeildarinnar einnar, ekki s£zt þar sem ýmislegt það, sem hér er sagt um nýliðna tfð5hlýtur að vera reist á áætlunum, sem fylla £ eyður fyrirliggjandi heimilda. Sama gildir um það mat, sem hér er lagt á horfur lfðandi árs. Skýrslan skiptist £ tvo meginkafla. Sá fyrri fjallar um ÞRÖUNINA 1970 og 1971 og sá sfðari um HORFUR 1972.

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.