Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 36

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 36
34 árinu meiri en hægt er aó fullnægja. Atvinnuleysisskráning var lægri aó meðaltali fyrstu 5 mánuói ársins en hún var á sama tíma í fyrra, (650 sbr. 770). Skráð atvinnuleysi í lok apríl og maí var reyndar aðeins meira en á sama tíma í fyrra, enda vart viÖ því aö búast, að skráningin geti orðið öllu minni, a.m.k. £ náinni framtíð, en hún var yfir sumarmánuðina í fyrra. Af þessum sökum virðist vafasamt, að sú stytting dagvinnu- tímans, sem ákveðin var með lögum og samningum í desember á _síðasta ári, hafi mikil raunveruleg áhrif til styttingar heildar- vinnutímans. Fyrstu tölur frá Kjararannsáknanefríd um vinnutíma á 1. ársfjórðungi í ár styðja þessa skoðun. En þessi áhrif valda að sjálfsögðu miklu um hvort tveggja, framleiðslugetuna £ heild og tekjur almennings á árinu 1972. Kjarasamningarnir £ desember 1971. Þann 4. desember s.l. var sem alkunna er undirritaður rammasamningur um kaup og kjör milli ASl o,g vinnuveitenda, en eldri samningar runnu út 1. október. Meginákvæði hins nýja samnings voru niðurfelling tveggja lægstu taxta verkalýðs- fálaganna, taxtatilfærslur verkafólks £ fiskiðnaði og hafnar- verkamanna, sárstök hækkun fyrir alla þá, er höfðu undir 18.000 kr. £ grunnlaun A mánuði og að auki almenn hækkun grunn- launa um 14%, og skýldi sú hækkun koma til framkvæmda £ þremur áföngum, 1. des. 1971 4%, 1. jún£ 1972 4% og 1. marz 1973 6%. 1 samningnum eru ennfremur ákvæði um fjölda unninna dagvinnu- stunda á viku hverri, en fjöldí greiddra dagvinnustunda er ákveðinn £ lögum nr. 88 frá 24. des. 1971, sem kveða á um 40 stunda vinnuviku að óskertu viku- eða mánaðarkaupi. Sama dag voru einnig gefin út lög um lengingu orlofs f 4 vikur. Ákvæði rammasamningsins um unnar dagvinnustundir felur í sár, að raunverulegur vinnutfmi verði hinn sami og hjá opinberum starfsmönnum. Gildistfmi samningsins er tvö ár eða til 1. nóv. 1973, en nær allir samningar verkalýðsfálaga og vinnuveitenda á undanförnum árum hafa aðeins verið gerðir til eins árs £ senn; má telja afar mikilvægt, að nú hefur verið samið til tveggja ára. Við gerð rammasamningsins var ákveðið að fresta samningum um ýmsar sérkröfur verkalýðsfélaganna og einnig varð samkomulag um að leggja kröfur verzlunar- og skrifstofufólks um nýjan launastiga undir úrskurð gerðardóms. 1 lok janúar s.l. kvað gerðardómur upp úrskurð sinn, og fól hann £ sér nálægt 14%

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.