Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 47

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 47
45 Þjóðarframleiðsla og verðmætaráðstöfun 1972. Á árunum 1970 og 1971 jókst þjóóarframleiösla mjög mikið, eða um 6% 1970 og 9 1/2% 1971. Þessa framleiðsluaukningu verður að skoða £ samhengi við samdrátt áranna 1967 og 1968, en vegna hans var um verulegan slaka að ræða £ nýtingu framleiðsluþáttanna slaka, sem nú hefur verið meira en unninn upp. Möguleikar til framleiðsluaukningar eru þv£ að þessu leyti þrengri á árinu 1972. Fjölgun atvinnubærra manna á árinu 1972 verður að lfkindum um 1.9%. Þá má búast við nokkurri mannaflaaukningu til' viðbótar vegna heimkomu fslenzkra verka- og iðnaðarmanna eftir dvöl erlendis og vegna aukinnar nýtingar starfskrafta húsmæðra og náms manna eins og jafnan, þegar vel árar. 1 heild má þv£ gera ráð fyrir, að atvinna geti aukizt um 3%. Eins og að framan sagði, virðist ólfklegt, að stytting dagvinnutfmans, sem var lögfest og samið um £ desember s.l., valdi mikilli, raunverulegri styttingu heildarvinnutfma og þar með mikilli skerðingu framleiðslugetu þjóðarbúsins. Ef heildar- vinnutfmi styttist þarf skerðing framleiðslugetunnar heldur ekki að vera £ beinu hlutfalli við styttinguna, vegna hugsanlegra, hagstæðra áhrifa á afköst. Þannig geta komið til atriði eins og betri nýting vinnutfmans og £ sumum greinum skerðing "þjónustumagns", sem ekki kemur beint fram á markaðnum, heldur £ óverðlögðu óhagræði neytenda, t.d. vegna styttri verzlunartfma en áður. Þvf er gert ráð fyrir, að stytting dagvinnutfmans muni ekki hafa nein veruleg, takmarkandi áhrif á möguleikana til framleiðsluaukningar á árinu. Framleiðslufjármunir, og þar með möguleg afkastageta atvinnuveganna, hafa aukizt að mun á sfðas.tliðnum tveimur árum og halda áfram að aukast £ ár. í heild má áætla, aö fjármuna- eign atvinnuveganna verði um 6-7% meiri að magni á árinu 1972 en á árinu 1971. Á árinu 1972 má með nokkurri bjartsýni spá um 7-8% aukningu framleiðslunnar £ heild. Framleiðsluspáin er afar breytileg eftir atvinnugreinum. í eftirfarandi yfirliti eru settar fram hugmyndir um möguleika magnaukningar framleiðslunnar eftir atvinnugreinum, og eru þær byggðar á þeirri vitneskju, sem nú er fyrir hendi um framleiðslubreytingar^ það sem af er árinu, og horfum um væntanlega framvindu út árið. Gert er ráð fyrir, að um 5% aukning geti orðið á landbúnaðarframleiðslunni á árinu.

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.