Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 31

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 31
29 HORFUR 1972. Það mat, sem hér er lagt á efnahagshorfur ársins 1972, er að mestu byggt á áætlunum, sem gerðar voru í maí og byrjun jání, og er hár hvergi tekið tillit til áhrifa bráðabirgðalaga um tímabundnar efnahagsráðstafanir, sem sett voru 11. júlí 1972. Ahrif þessara laga verða fyrst og fremst á verðlags- og launa- þróun. Þannig má ætla, að verðlag og kaupgjald verði 3-4% lægra í peningum á siðari helmingi ársins 1972 en hár er reiknað með, og að ársmeðaltölur þessara stærða verði því 1,5-2% lægri en hár er spáð. Ráðstafanir þessar fela einnig í sár lækkun ríkisút- gjalda, einkum til framkvæmda, um allt að 400 m.kr. frá því, sem áður var áætlað. Af þessu leiðir, að spár um verðmætaráðstöfun í heild gætu lækkað um allt að þessari fjárhæð, eða u.þ.b. 1/2%, og innflutningsspáin um 100-150 m.kr.. Þessar tölur um líkleg áhrif bráðabirgðalaganna verður að skoða sem mjög lauslegar hugmyndir. Otflutningsframleiðslan. Heildaraflinn fyrstu fimm mánuði þessa árs varð um 78 þús. tonnum meiri en á sama tímabili árið áður. Þessi afla- aukning átti þó eingöngu rætur sínar að rekja til góðrar loðnu- vertíðar, en loðnuaflinn jókst um 96 þús. tonn, miðað við vetrar- vertíð 1971. Bolfiskaflinn varð um 13 þús. tonnum minni en á fyrstu fimm mánuðum ársins 1971, síldarafli var hverfandi lítill og skelfiskafli varð meira en eitt þús. tonnum minni en á sama tíma árið áður. Þannig brást vetrarvertíðin að verulegu leyti þrátt fyrir aukningu heildaraflans. Miðað við fyrra ár hefur loðnuaflinn þó aukizt gífurlega, en verð loðnuafurða er hins vegar mun lakara nú en £ fyrra. Heildaraflamagnið á fyrstu fimm mánuðum ársins,mælt á föstu verði, minnkaði þannig um 2.2% frá sama t£ma árið áður. Ötflutningsframleiðsla sjávarafurða minnkaði einnig um u.þ.b. 2.5% að magni samkvæmt bráðabirgðaskýrslum. í ljósi þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyrir um aflabrögð það, sem af er árinu, er tæplega ástæða til mikillar bjartsýni £ spám fyrir árið £ heild.

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.