Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 48
46
Aö sjálfsögðu ræður árferði hér miklu, en bregðist heyskapur ekki
með öllu, virðist einsætt, að nokkur framleiðsluaukning geti orðið
vegna hins góða tíðarf.ars á s.l. vetri og sumri og hagstæðrar
útkomu s.l. framleiðsluárs. Þegar er vitað um nokkra aukningu
mjólkurframleiðslunnar, en innvegið mjólkurmagn á fyrstu fjórum
mánuðum ársins -var um 5% meira en á sama tíma í fyrra. Vegna
lólegrar útkomu vetrarvertíðarinnar er ekki ástæða til að ætla,
að um aflaaukningu geti orðið að ræða fyrir árið í heild, enda
þótt fiskiskipaflotinn hafi aukizt nokkuð á árinu 1971 og muni
halda áfram að aúkast á þessu ári. Því má varla gera ráð fyrir
neinni magnaukningu sjávarafurðafraínleiðslu 1972. Samkvæmt
niðurstöðum fyrirspurna Félags ísl. iðnrekenda og Landssambands
ísl. iðnaðarmanna ("hagsveifluvog iðnaðarins") var iðnaðar-
framleiðslan á 1. ársfjórðungi þessa árs um 10% meiri að magni
en á sama tíma £ fyrra. Álframleiðslan var um 9% minni fyrstu
fjóra mánuði ársins en á sama tima í fyrra, enda færri ker í
notkun, en áætlað er, að í heild verði álframleiðslan í ár
talsvert meiri en í fyrra_, eða um 48 þús. tonn miðað við 41.3 þús.
tonn árið 1971, enda kemur síðari kerskálinn í gagnið í september.
Fyrstu fimm mánuði ársins var framleiðsla kísilgúrs um 15% meiri
en á sama tíma í fyrra, sementsframleiðslan um 10% meiri, og
framleiðsla á öli, gosdrykkjum og sælgæti um 15-16% meiri. í
heild er gert ráð fyrir, að iðnaðarframleiðslan geti aukizt um
10% að magni yfir allt árið. Þá er gert ráð fyrir, að raforku-
framleiðsla muni aukast um 13% á árinu. í byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð er búizt við um 13% magnaukningu framleiðslu.
AUkningin gæti þó orðið meiri í ýmsum greinum, svo sem £ byggingu
íbúðarhúsa, en væntanlega mun vinnuaflsskortur að nokkru
takmarka framleiðslugetuna. Áætlað er, að umsvif í opinþerri
þjónustu aukist um 5 1/2%, og með tilliti til mikillar aukningar
eftirspurnar og einkaneyzlu er spáð um 9% magnaukningu annarrar
þjónustu en opinberrar og í viðskiptum. Samkvæmt vitneskju um
orðna og væntanlega fjölgun íbúða á árinu er aukning íbúðanota
áætluð um 3%.