Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 32

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 32
30 Sókn á miðin, sem jókst fremur lítið 1971, fór vaxandi á vertíðinni 1972 og á að líkindum eftir að aukast enn á þessu ári vegna tilkomu nýrra fiskiskipa. Áætla má, að sóknin geti aukizt um 5-6% á árinu 1972 og ennfremur, að afkastageta frystihúsa muni aukast nokkuð eða e.t.v. um 3%. Með tilliti til þessa og með því að líta fremur bjartsýnum augum á veiðihorfur fram til ársloka, má gera ráð fyrir, að sjávarafurðaframleiðslan í heild verði svipuð að magni og £ fyrra. Þessi spá er að sjálfsögðu mjög óviss, ekki aðeins vegna erfiðleika á að spá um náttúrufar, heldur einnig vegna þess, að aflamagn er í síauknum mæli háð sókn erlendra skipa á íslenzk fiskimið. Ötflutningsverð flestra sjávarafurða var, eins og áður sagði, hagstætt árið 1971 og fór hækkandi. Sé gert ráð fyrir, að ríkjandi markaðsverð sjávarafurða haldist út árið, verður meðal- verðhækkun frá fyrra ári væntanlega um 7 til 8%. Verðmæti út- flutningsframleiðslu sjávarafurða gæti þv£ samkvæmt þessari spá hækkað um 8-9% og orðið um 12.300 m.kr., ef miðað er við 7% verð- hækkun. Álframleiðslan er á.ætluð 48 þús. tonn árið 1972 samanborið við 41.3 þús. tonn árið 1971. Afkastageta álversins mun þó ekki fullnýtt á þessu ári vegna markaðstregðu; gætti þessa einkum £ samdrætti framleiðslu fyrri hlpta ársins. Áætlað er, að útflutningur nemi a.m.k. 42 þús. tonnum, en verði sennilega 48 þús. tonn, þótt enn séu nokkrir erfiðleikar á sölu áls á heimsmarkaði. Þó er reiknað með, að markaðsástandið fari batnandi, bæði hvað snertir eftirspurn og verð. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á útflutningi kfsilgúrs og annara iðnaðarvara. 1 heild virðist mega gera ráð fyrir, að magn útflutnings framleiðslunnar allrar geti aukizt um 3.5%, og að verðhækkun f heild verði um 5%. Heildarfjárhæð vöruútflutnings gæti orðið um 16.440 m.kr. samanborið við 13.150 m.kr. 1971. Hér veldur birgöabreyting miklu, en mikil birgðasöfnun var á árinu 1971, sem ekki er reiknað með 1972, enda er gert ráð fyrir, að öll álframleiðslan muni nú seljast.

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.