Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 22

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Blaðsíða 22
20 Samneyzla er sá þáttur verömætaráðstöfunarinnar, sem mælir útgjöld hins opinbera til kaupa á vörum og þjúnustu og er að langmestu leyti laun opinberra starfsmanna. Árleg magnaukning samneyzlunnar nam um og yfir 7% á árunum fyrir 1967. Efnahagsörðugleikarnir 1963 til 1969 settu þá mark sitt á þennan þátt ráðstöfunarinnar eins og annað í þjóðarbúskapnum, enda þótt "lægðin" kæmi þar eingöngu í ljós sem hægari vöxtur en verið hafði, en ekki sem raunveruleg minnkun. Aukningin 1968 varð 2.7% og 2.2% árið 1969. Árið 1970 jókst vöxturinn á ný og nam 4.5% það ár, en 1971 er talið að vöxturinn hafi numið 6.4% að magni. Einkaneyzla minnkaði að mun á árunum 1968 og 1969 eða um 5.1% fyrra árið og 6.5% hið síðara. Á árunum 1970 og 1971 jókst einka- neyzlan aftur verulega og er magnaukningin talin hafa numið a.m.k. 12.2% 1970 og um 15% 1971. Þessi mikla aukning verður þó að sjálfsögðu að skoðast í ljósi þeirrar minnkunar, sem varð tvö fyrri árin. Nákvæmar tölur eru enn ekki tiltækar, en mjög lauslegar áætlanir um aukningu einkaneyzlunnar 1971 miðað við 1970 hafa verið gerðar. Benda þær til þess, að útgjöld neytenda til kaupa matar og drykkjar hafi aukizt um 8%, fatnaðar o.þ.h. allt að 20%, varan- legs neyzluvarnings annars en bíla allt að 10%, þá hafa bílakaup aukizt um hvorki meira ná minna en 55-60%, útgjöld til húsnæðis um 3 til 4% og loks hafa kaup á öðrum vörum og þjónustu aukizt um 12 til 15%. Allar þessar tölur eru miðaðar við fast verðlag. Það, sem sker sig úr bæði árin 1970 og 1971, er mikil aukning bíla- innflutningsins, sem varð sáralítill árið 1969. Þannig voru fluttir inn 6.927 fólksbílar og jeppar 1971 samanborið við 4.533 árið 1970 og aðeins 982 árið 1969. 1 bílakaupum ársins 1971 gætir án efa áhrifa uppsafnaðrar endurnýjunarþarfar frá fyrri árum. Innflutningur, útflutningur, greiðSlujöfnuður■ Hinni miklu aukningu verðmætaráðstöfunar 1970 og 1971 fylgdi að sjálfsögðu mikil aukning innflutnings. Á árinu 1970 jókst almennur vöruinnflutningur um 32.4% að verðmæti. Mikil aukning varð á innflutningi skipa eftir sáralítil skipakaup ársins á undan.

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.