Vinnumarkaður - 01.06.1995, Side 24

Vinnumarkaður - 01.06.1995, Side 24
22 Greinargerð um aðferðir og hugtök í viðmiðunarvikunni að meðtöldum aukastörfum var undir 40 klst. telst hann einnig vera vinnulítill. Menntun. I vinnumarkaðskönnunum Hagstofunnar er spurt um hæstu prófgráðu þátttakenda. Svörin eru flokkuð í samræmi við menntunarflokka ISCED, Alþjóðlegu menntunarflokkunarinnar. Grunnmenntun samsvarar flokk- um 1 og 2, Starfs- og framhaldsmenntun svarar til flokka 3 og 5 og Háskólamenntun samsvarar flokkum 6 og 7. I vinnumarkaðskönnunum er ennfremur gert ráð fyrir að iðnmenntun og styttri starfsmenntun ásamt tveggja ára almennri menntun í framhaldsskóla, þ.m.t. verslunarpróf, teljist til flokks 3 en fjögurra ára framhaldsmenntun sem lýkur með stúdentsprófi og starfsmenntun úr svokölluðum sérskólum, s.s. Fósturskóla, Iþróttakennaraskóla, Stýri- mannaskóla, Myndlista- og handíðaskóla, teljist til flokks 5. Námsmenn. Svarandi telst námsmaður ef hann var í skóla innan hins almenna skólakerfts, á námssamningi eða í starfsþjálfun í mánuðinum áður en spurt var eða er í vinnu með námi. Starfsaldur. Með starfsaldri er átt við tímann frá því fólk hóf störf í viðkomandi fyrirtæki til viðmiðunarmánuðar. Ef svarendur muna ekki hvenær þeir hófu störf var þeim reiknað gildi. Annars vegar var byijunarmánuði úthlutað með hendingaraðferð að teknu tilliti til dreifingar gildra svara eftir byrjunarmánuðum 1991-1994. Hins vegar var byrjunarár reiknað með aðhvarfsgreiningu þar sem tekið var tillit til aldurs, kyns og atvinnugreinar. Engum var þó leyft að hafa byrjað störf fyrir 10 ára aldur. Starfsstétt. Starf svarenda eða síðasta starf þeirra er flokkað í samræmi við Islenska starfajlokkun, ISTARF 95, sem byggð er á alþjóðastarfaflokkuninni, ISCO-88. Við flokkunina eru notuð fjögur þrep flokkunarkerfisins en niðurstöður birtar skv. fyrsta þrepi. Starfshlutfall. Svarandi telst vera í fullu starfi ef hann vinnur að jafnaði 35 klst. eða meira á viku. Hann telst vera í hlutastarfi ef hann vinnur 1-34 klst. að jafnaði á viku. Stéttarfélag. Með stéttarfélagi er átt við hagsmunafélag launþega sem hefur sjálfstæða aðild að kjarasamningi í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur (nr.80/ 1938) og lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna (nr. 94/1986). Svarendur sjálfir voru látnir meta hvort þeir væru félagsmenn í stéttarfélagi eða ekki og þá hvaða félagi. Ef þeir voru í fleiri en einu stéttarfélagi var aðeins skráð það félag sem tengdist aðalstarfi þeirra. Vinnutímí. Við útreikning á vinnutíma í viðmiðunar- vikunni er aðeins reiknað með þeim svarendum sem höfðu unnið 1 klst. eða fleiri í aðalstarfi eða aukastarfi. Nokkuð er um brottfall í spumingum um vinnutíma. Þar sem brottfall í vinnutímaspurningum er mismikið eftir starfsstéttum hafa svörin verið bætt með því að setja inn reiknuð gildi. I stað óþekkts svars er sett líklegasta tölugildi sem fundið er með aðhvarfsgreiningu eftir kyni, starfshlutfalli og starfsstétt. Með þessu móti ætti að fást betra mat á meðalvinnutíma. 2.1.5 Vogir, mat á stærðum og ársmeðaltöl Að baki ársmeðaltölum liggja báðar kannanir ársins. Allar heildarstærðir og hlutfallsskiptingar eru metnar með því að vega hvert svar. Vogir eru fengnar með eftirfarandi jöfnu: vkam =------------------ Jafna Equation 2.1 “ nkam n kam þar sem N = meðalmannfjöldi á aldrinum 16-74 ára, n = fjöldi svarenda, n* = fjöldi f úrtakinu með lögheimili á Islandi en aðsetur erlendis, k = kyn svaranda, a = aldur svaranda {16,17,18-19, 20-24, 25-29, ..,65-69, 70-73, 74 ára) og m = könnun {apríl, nóvember). 2.2 Skráð atvinnuleysi og áætlaður mannafli 2.2.1 Uppruni gagna Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins safnar mán- aðarlega upplýsingum frá opinberum vinnumiðlunum um skráðaatvinnuleysisdaga. Vinnumálaskrifstofanbirtirþessar niðurstöður eftir kyni og landssvæðum í Yfirliti um atvinnuástandið. Þá hefur Hagstofan, frá því árið 1986, safnað ársfjórðungslega skýrslum frá sömu aðilum um tfmalengd atvinnuleysis eftir kyni og aldri. Miðað er við lok febrúar, maí, ágúst og nóvember. Frá 1986 t.o.m. febrúar 1988 var miðað við síðasta virkan föstudag í h veijum mánuði. Frá maí 1988 hefur verið miðað við síðasta virkan dag hvers viðmiðunarmánaðar. Þjóðhagsstofnun hefur árlega áætlað fjölda ársverka. 2.2.2 Þekja og áreiðanleiki Skráð atvinnuleysi. Skráning hjá opinberri vinnumiðlun er forsenda þess að fólk fái greiddar atvinnuleysisbætur. Ekki er öllum atvinnulausum kunnugt um þennan rétt. Sjálfstætt starfandi fólk og þeir sem ekki hafa áður verið á vinnumarkaði, svo sem námsfólk og heimavinnandi fólk, hafa takmarkaðan bótarétt. Ennfremur má gera ráð fyrir að á hverjum tíma séu ýmsir skráðir atvinnulausir sem í reynd eru ekki reiðubúnir að hefja störf eða þáað þeireru í einhverju starfi samtímis því að vera á atvinnuleysisskrá. Þessir meinbugir á opinberri atvinnuleysiskráningu valda því að hún gefur ekki fyllilega rétta mynd af raunverulegu atvinnuleysi í landinu, þ.e. fjölda þeirra sem á hveijum tíma eru að leita sér að vinnu og geta hafið störf strax. Aætlaður mannafli. Aætlanir Þjóðhagsstofnunar um mannafla, sem notaðar eru til grundvallar við útreikning á hlutfallslegu atvinnuleysi, eru byggðar á upplýsingum um vinnuvikur samkvæmt gögnum skattyfirvalda. Þessar upp- lýsingar hafa hins vegar verið síðbúnar og því eru mann- aflatölur 1993 og 1994 áætlaðar af Þjóðhagsstofnun. Arið 1992 voru vinnuvikur taldar hjá launþegum í völdum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki greiddu samtals sem nam rúml. 60% af heildarlaunum á árinu 1992. Fjöldi vinnuvikna annarra launþega var áætlaður með hliðsjón af meðaltekjum í hverri atvinnugrein. Fjöldi vinnuvikna einyrkja var metinn á grundvelli upplýsinga úr staðgreiðsluskrá skatta. Tölur um mannaflann eru árstölur. Skipting mannaflans eftir mánuðum er fundinn með því nota stuðla sem líkja eftir árstíðasveiflu mannaflans. I áætlunum Þjóðhagsstofnunar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Vinnumarkaður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.