Vinnumarkaður - 15.12.2002, Síða 215
Greinargerð um aðferðir og hugtök
213
utan heildarsamtaka sem eru á skrá hjá embætti ríkissátta-
semjara.
Fáist ekki skriflegar, sundurliðaðar upplýsingar er fjöldi
félagsmanna áætlaður í samráði við forsvarsmenn
viðkomandi sambanda eða stéttarfélaga. Tölur um heildar-
fjölda í stéttarfélögum ná ekki til félagsmanna með aukaaðild.
10.4.2 Hugtök
Virkur félagsmaður. Með virkum félagsmanni er átt við
félagsmann sem greiðir félagsgjöld til viðkomandi stéttar-
fclagsognýturallraréttindainnan þess.þ.m.t. atkvæðisréttar
og kjörgengis.
Fullgildur félagsmaður. Fullgildur félagsmaður er sá sem
nýtur allra réttinda innan stéttarfélags, þ.m.t. atkvæðisréttar
og kjörgengis, hvort sem hann greiðir félagsgjöld eða ekki.
10.5 Samanburður við önnur lönd
10.5.1 Uppruni gagna, þekja og áreiðanleiki9
Töflur um atvinnuþátttöku, starfsþátttöku, atvinnuleysi og
árlegan vinnutíma er fengin frá Efnahags- og samvinnu-
stofnun Evrópu (OECD) í París. Hún aflar gagna bæði beint
frá aðildarlöndum sem og úr vinnumarkaðskönnun Evrópu-
sambandsins.
Atvinnuþátttaka í skýrslum OECD er reiknuð sem hlutfall
þeirra sem eru á vinnumarkaði á aldrinum 15-64 ára af
mannfjölda á sama aldursbili en ekki 16-74 ára eins og
annars er gert í þessu riti. í fyrri útgáfum var miðað við alla
virka á vinnumarkaði (jafnvel eldri en 64 ára) deilt með
fjölda á aldrinum 16-74 ára.
Taka ætti með fyrirvara slíkum fjölþjóðlegum samanburði
þar sem ekki er alltaf víst að skilgreining hugtaka, aðferðir
og flokkun á gögnum sé sambærileg milli landa. Þess hefur
hins vegar verið vandlega gætt að halda innbyrðis samhengi
tímaraða fyrir hvert land svo að tölur milli ára séu sambæri-
legar.
federations and single unions unaffiliated with federations,
as registered at the State Conciliation and Mediation Service.
If written, itemised information is not obtained, the
number of members is estimated in consultation with
spokesmen of the respective federation or union. Data on
the total membership of unions do not cover those who are
associate members.
10.4.2 Concepts
Active member. An active member is taken as meaning a
member who pays dues to the union involved and enjoys
full rights within it, including the right to vote and stand for
office.
Full member. A union member who enjoys full rights
within the union, including the right to vote and stand for
office, whether he or she pays union dues or not.
10.5 International comparison
10.5.1 Origin of data, coverage and reliability
Tables on activity rate, employment, unemployment and
annual working hours are obtained from the OECD, Paris,
which acquires data directly ffom member countries as well
as from the labour force survey of the European Union.
In OECD reports, the activity rate is calculated as the
proportion of persons in the labour market aged 15-64 to the
population of the same age span, rather than the ages of 16-
74 as is the case in this report. Earlier versions took into
account everyone active in the labour market (even older
than 64), divided by the number of persons aged 16-74.
Such multinational comparisons ought to taken with
reservations, as it is not always certain that definitions of
concepts, methods and classifications of data are comparable
among countries. On the other hand, great care has been
exercised to maintain intemal consistency in the time series
for each country, so that figures should be comparable
between years.