Útvegur - 01.08.2000, Page 24
22
Vinnuafl í sjávarútvegi
Mynd 3.2 Hlutur sjávarútvegs í vinnuafli 1992-1999
Figure 3.2 Percentage of the labour force in the fishing sector 1992-1999
------ Fiskveiðar
Fisheries
,___— Fiskvinnsla
Fish processing
------ Hlutur sjávar-
útvegs í vinnuafli
Percentage of
labour force in the
fishing industry
Heimild: Vinnumarkaðskannanir Hagstofu Islands. Source: Labour force survey.
í upphaft þessa tímabils var nokkur samdráttur í veiðum og
fjöldi starfandi fólks í sjávarútvegi var rétt rúmlega 14.000
árið 1992. Arið 1993 batnaði atvinnuástandið og fjöldi þeirra
semstörfuðuviðsjávarútvegjókst.Þettaárhófustúthafsveiðar
og fiskur var keyptur erlendis frá til vinnslu hér á landi (inn-
flutningur hráefnis hófst á síðustu mánuðum ársins 1992).
Rækjuafli sló einnig fyrri met árið 1993. Þá jókst vinna við
loðnu, síld og rækju. Vinnslan styrktist enn frekar árið 1994
en vinnuafl hefur dregist lítlega saman á hverju ári síðan.
Starfsfólki við fiskveiðar fækkaði árin 1997 og 1998 eftir
örlitla aukningu á árunum 1995 og 1996. Nú bregður svo við
að mikil aukning mældist í hópnum starfandi fólk við
fiskveiðar á árinu 1999 og fjölgaði þeim sem vinna í þessum
geira um 16% samkvæmt vinnumarkaðskönnuninni. Þrátt
fyrir þetta stökk í hlutfall þeirra sem starfa við fiskveiðar á
árinu 1999 er greinilegt að á tímabilinu 1994-1999 er
langtímaleitni vinnuaflsnotkunar í sjávarútvegi, þ.e. saman-
lagðar veiðar og vinnsla, á niðurleið.
Þessi þróun sést glöggt á myndum 3.1 og 3.2 Þeim fækkar
sem hafa beinlínis atvinnu af sjávarútvegi, meðal annars
vegna hagræðingar og tækninýjunga í atvinnugreininni. Á
myndunum hér að frarnan sést einnig að í fyrsta skipti síðan
1992 mælast fleiri starfandi í fiskveiðum heldur en við fisk-
vinnslu.
3.2 Vinnustundir, starfsaldur og stéttarfélagsþátttaka
3.2 Hours worked, length ofservice andtrade union density
I töflum 3.2. til 3.4. í töfluhluta þessakafla er hægt að skoða
margs konar upplýsingar um vinnuafl í sjávarútvegi. Þar er
að finna upplýsingar um meðalstarfsaldur fólks í fiskveiðum
og fiskvinnslu, meðalij ölda vinnustunda og loks upplýsingar
um stéttarfélagsþátttöku.
Sé tekið mið af öllum atvinnugreinum var meðalfjöldi
vinnustunda árið 1999 um43,5 stundirá viku. í sjávarútvegi
var þetta hlutfall þó nokkru hærra eða 51,2 stundir á viku. Ef
við brjótum vinnustundir við sjávarútveg niður eftir veiðum
og vinnslu sést að starfsfólk í fiskvinnslu vann að meðaltali
45 stundir á viku á meðan fólk sem starfar við fiskveiðar vann
að meðaltali 59 stunda vinnuviku árið 1999. Vinnutíminn
hefur þó verið að styttast síðastliðin 5 ár. Mynd 3.3 sýnir
meðalfjölda vinnastunda i viðmiðunarviku í öllum atvinnu-
greinum, fiskveiðum og fiskvinnslu á árunum 1995-1999.