Útvegur - 01.08.2000, Page 53
Afli og aflaverðmæti
51
5.2.5 Úthafskarfi
5.2.5 Oceanic Redfish
Úthafskarfi er aðallega veiddur á Reykjaneshrygg. Úthafs-
karfaafli íslendinga hefur verið skráður frá 1989 og var
nokkurþúsundtonníyrstuþrjúárin. Árið 1992 varaflinnum
14 þús. tonn og um 20 þús. tonn árið eftir. Árið 1994 var
aflinn kominn í um 47 þús. tonn og hafa íslendingar aldrei
veitt meira af úthafskarfa en það ár. Árið 1995 dróst aflinn
saman um 40% og var rúmlega 29 þús. tonn en árið 1996
náðist allur sá kvóti sem úthlutað var eða tæplega 47 þús.
tonn. Árið 1997 varð síðan aftur samdráttur í úthafskarfa-
veiðunum, aflinn dróst saman um 25% og fór niður í 35 þús.
tonn. Árið 1998 glæddist veiðin aftur og voru veidd tæplega
46 þús. tonn. Á árinu 1999 dróst úthafskarfaaflinn aftur
saman um tæp 6% og veiddust um 43 þús. tonn. Þróunina má
sjá á mynd 5.16.
Verðmæti úthafskarfaaflans var um 3.107 milljón krónur
á árinu 1999 sem er 5,6% samdráttur frá árinu 1998. Meðal-
verð á úthafskarfa hækkaði óverulega á árinu 1999 úr 72,15
krónum kílóið 1998 í 72,29 krónur kílóið. Allur úthafskarfa-
aflinn er veiddur í flotvörpu.
5.2.6 Grálúða
5.2.6 Greenland Halibut
Grálúðuaflinn jókst lítillega á árinu 1999, varð 11.087 tonn
samanborið við 10.580 tonn árið 1998, sem er um 5%
aukning. Aftur á móti hafði grálúðuaflinn dregist saman um
36,9% milli áranna 1997 og 1998. Grálúðuaflinn hefur, allt
fram til ársins 1999 minnkað jafnt og þétt frá árinu 1989 er
hann var mestur, um 49 þús. tonn. Samdráttur varð á hverju
ári ef undan er skilið árið 1993 þegar hann jókst um 6,3% frá
árinu á undan. Þróun grálúðuaflans síðastliðin 20 ár er sett
fram í mynd 5.18.
Mynd 5.18 Grálúðuafli 1979-1999. Afli af íslandsmiðum
Figure 5.18 Greenland halibut catch 1979-1999. Catch from Icelandgrounds
1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999
Verðmæti aflans 1999jókst um 11% frá fyrra ári. Meðal-
verð á grálúðu var 186,04 krónur hvert kíló árið 1999 en
175,56krónurárið 1998.Hækkuninnemurum6%. Grálúða
er nær eingöngu veidd í botnvörpu, þó var afli á línu nokkur
fram til ársins 1998. Það ár veiddust hins vegar aðeins um um
500 tonn á línu eða 4% af heildargrálúðuafla á íslandsmiðum
samanborið við 10% árið 1997.