Útvegur - 01.08.2000, Blaðsíða 176
174
Útflutningur sjávarafurða
7. Útflutningur sjávarafurða
7. Export of marine products
7.1 Magn
7.1. Export quantity
Arið 1999 voru flutt út um 690 þús. tonn af sjávarafurðum
samanborið við um 718 þús. tonn árið 1998. Líkt og á árinu
1998 minnkaði magn útflutnings frá árinu á undan.
Samdrátturinn er minni nú, um 4%, en á árinu 1998 þegar
útflutningur dróst saman um 10% frá árinu 1997 en það ár var
útflutningur sjávarafurða meiri en nokkru sinni fyrr eða 795
þús. tonn. A tveimur síðusm árum hefur magn útfluttra
sjávarafurðaþvídregistsamannum 13%. Þróun í útflutningi
sjávarafurða undanfarinn ár sést vel á mynd 7.1 þar sem
magn útflutnings er sýnt fyrir tímabilið 1990-1999.
Á árinu 1991 dróst magn útfluttra sjávarafurða mikið
saman frá árinu 1990 og náði útflutningurinn á því ári
lágmarki, um 472 þús tonn. Ástæðuna var aðallega að finna
í mun minni loðnuafla. Árið 1992 tóku loðnuveiðamar við
sér aftur en aukningin varð ekki eins mikil í heildarmagni
útfluttra sjávarafurða eins og búast hefði mátt við, þar sem
töluverð minnkun varð í útflutningi ísfisks. Árið 1993 nam
útflutningurinn síðan rúmum 635 þús. tonnum og munaði þar
mest um ágætan loðnuafla enda vega lýsi og mjöl þungt í
magni útflutnings. Ekki varð mikil breyting milli áranna
1993 og 1994 er flutt vom út um 633 þús. tonn. Árið 1995
kom síðan afturkippur í útflutning sjávarafurða, út vom flutt
607 þús. tonn. Það ár drógust þorskveiðar saman, þó minna
en efni stóðu til vegna aukinna úthafsveiða. Loðnuveiðin
minnkaði en á móti kom aukinn síldarafli og góð rækjuveiði.
Árin 1996-1997 tók útflutningurinn síðan stórt stökk upp
á við og var kominn í tæp 800 þús. tonn árið 1997. Þessi tvö
ár var það fyrst og fremst góður loðnuafli sem bar uppi þessa
miklu aukningu, hann fór yfir milljón tonn bæði árin. Árið
1998 varð síðan 10% samdráttur í magni útflutnings en það
árminnkaðiloðnuveiðinumhelmingfrá 1997. Botnfiskafli,
aðallega þorskafli, jókst hins vegar mjög mikið árið 1998
sem leiddi til þess að þrátt fyrir nokkum magnsamdrátt jókst
verðmæti útfluttra sjávarafurða umtalsvert.
Eins og að ofan sagði varð aftur samdráttur milli áranna
1998 og 1999, loðnuveiðar hafa farið minnkandi ásamt því
sem rækjuaflinn dróst vemlega saman á árinu 1999.
7.1 Verðmæti útflutnings
7.1 Export value
Verðmæti útflutnings árið 1999 nam um 100 milljörðum
króna (sjá töflur 7.2-7.4). Þetta er um 2 milljörðum lægra en
árið 1998, eða um 2% samdráttur. Þar sem loðna er, eins og
fyrr segir ekki meðal verðmestu afurða, veldur samdráttur í
magni hennar ekki sjálfkrafa samdrætti á verðmæti útfluttra
sjávarafurða. En með minni heildarafla bæði árin 1998 og
1999 hefur nú orðið smávægilegur samdráttur í verðmæti
útfluttnings.