Útvegur - 01.08.2000, Blaðsíða 199
Innflutt hráefni til fiskvinnslu
197
Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt dregst verðmætið nær
ekkert saman á milli ára. Myndir 8.1 og 8.2 sýna þróun magns
og verðmætis innflutts hráefnis til vinnslu á Islandi 1994-
1999.
Mikil breyting varð á samsetningu þess hráefnis sem flutt
var inn til vinnslu á árinu 1999 miðað við árið 1998 en það
ár varð gífurleg magn- og verðmætaaukning á innfluttu
hráefni eins og áður hefur verið nefnt. Magnaukninguna
1998 mátti að vemlegu leyti skýra með aukningu á innflutningi
uppsjávarafla, einkanlega kolmunna og loðnu. Einnig má
benda á hlutfallslega mjög mikla aukningu í innflutningi á
flatfiski, aðallega grálúðu, svo og auknum innflutningi á
rækju.Árið 1999 dróstafturámótiinnflutninguráuppsjávar-
afla saman um rúmlega 107 þús. tonn og skýrir það að mestu
þann mikla magnsamdrátt sem varð á árinu samanborið við
árið 1998. Einnig dróst innflutningur á botnfiski saman. Á
móti þessum samdrætti kemur síðan mikil aukning í inn-
flutningi á rækju og flatfiski. Aukning í þessum tegundum
veldur því að verðmæti innflutts afla er nánast það sama árið
1999 og árið 1998. Þótt magn þessara tegunda sé minna en
nemur samdrætti í uppsjávarafla eru þær verðmætari en upp-
sjávarfiskar.
í upphafi lönduðu erlend fiskiskip einkum botnfiski til
vinnslu hér á landi, fýrst og fremst þorski, en einnig rækju.
Fleiri tegundir fylgdu svo í kjölfarið. Síðastliðin ár hefur
verið flutt inn mikil loðna og á árinu 1999 var í fyrsta skipti
flutt inn meira af rækju heldur en botnfiski.
Aflanum er ýmist landað frystum eða ferskum og fer það
eftir tegundum. Uppsjávaraflinn kemur ferskur en aðrar
tegundir gjaman sjófrystar (sjá töflu 8.3 í töfluhluta). Botn-
fiskaflinn fer að mestu í frystingu en einnig í söltun en
megnið af uppsjávarfiskinum fer í bræðslu.
Fróðlegt er að skoða uppmna þess hráefnis sem hingað er
keypt, hann sést vel á mynd 8.3 og í töflu 8.5 í töfluhluta. í
upphafi var þetta hráefni nefnt „Rússafiskur“ og hefur sú
nafngift haldist æ síðan. Skýringin á þessu er sú að megnið
af þeim fiski sem hingað var fluttur í upphafi var botnfiskur
og bróðurparturinn af honum kom af skipum frá ríkjum
Austur-Evrópu, aðallega Rússlandi.Á síðari ámm hefur
samsetning þess hráefnis sem flutt er inn breyst vemlega og
hlutur uppsjávarafla aukist. Uppmni hráefnisins hefur líka
breyst og kemur nú stærstur hluti þess erlenda hráefnis sem
hér er landað til vinnslu, frá öðmm Evrópuríkjum þrátt fýrir
að enn komi megnið af botnfiskinum frá Austur-Evrópu,
fyrst og fremst Rússlandi. Innfluttur botnfískur til vinnslu
hérlendis var því sannarlega enn „Rússafiskur" árið 1999
þrátt fyrir að meira heildarmagn sj ávarfangs komi frá löndum
V-Evrópu.
Mynd 8.3. Uppruni innflutts hráefnis til fiskvinnslu 1994-1999
Figure 8.3 Origin of imported raw material for fish processing 1994-1999
A-Evrópa
Eastern Europa
Önnur Evrópulönd
Other European
countries
Önnur lönd
Other countries
Ef skoðað er frá hvaða löndum verðmætustu afurðimar
koma líta hlutimir öðmvísi út en á mynd 8.3. Hráefni frá
ríkjum Austur-Evrópu skiluðu mestu verðmætunum fram til
ársins 1998 þrátt fyrir að heildarmagnið hafi undantekningar-
laust verið mun minna en það heildarmagn sem barst frá
öðmm Evrópuríkjum. Skýringin er sú að botnfiskurinn, sem
eins og fyrr segir kemur að mestu leyti frá Rússlandi, er mun
verðmætari en t.d. uppsjávarfiskurinn sem er uppistaðan í
innfluttu hráefni frá öðmm Evrópulöndum (sjá töflur 8.6 og
8.7 í töfluhluta).