Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Blaðsíða 25

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Blaðsíða 25
íbúar og lífskjör 23 sem eru jafn háar eða hærri en á íslandi. Þar kemur fram, eins og við er að búast að heimili eru fjölmennust í þeim löndum þar sem frjósemi er mest. Island er ofarlega í röðinni með löndum Suður-Evrópu og Irlandi. Skipting heimila eftir samsetningu þeirra í löndum Evrópska efnahagssvæðisins árið 1998, samkvæmt niður- stöðum vinnumarkaðsrannsókna, kemur fram í töflu 2.3.8. Þar er beitt sömu skilgreiningum og í töflum 2.3.3. - 2.3.6. hér að framan. Því miður vantar upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum. I töflu 2.3.8. skera sömu lönd sig nokkuð úr og gerðu í töflu 2.3.7. þ.e. löndin þar sem frjósemi er eða hefur verið mest og heimili eru stærst. Þannig eru eins manns heimili hlutfallslega færri á Spáni, Italíu, Irlandi og í Grikklandi og Portúgal en að meðaltali í löndunum. Einnig eru heimili hjóna og sambúðarfólks með börn og önnur heimili hlutfallslega fleiri í þessum löndum en öðrum eða á bilinu frá 52 til 63% allra heimila. Athyglisvert er að hlutfallsleg skipting heimila hjóna með böm og hjóna án bama og í minna mæli eins manns heimila á Islandi Iíkist skiptingu í þessum löndum. En hlutfall heimila einstæðra foreldra er mun hærra á Islandi en í þessum löndum eða það næst hæsta á eftir Bretlandi. 2.4.1. Atvinnuþátttaka og menntun Menntunarstig þjóðarinnar hefur hækkað á undanfömum ámm með vaxandi sókn í hvers kyns sérskóla- og háskólanám ekki síst meðal kvenna. Spurt hefur verið um menntun í vinnumarkaðsrannsóknum Hagstofunnar frá árinu 1991. Arið 1999 voru gerðar breytingar á flokkun menntunar í þeim og eldra efni endurskoðað aftur eins langt og gögnin leyfðu eða til ársins 1996.1 ljósi þess er ekki hægt að gera samanburð á menntunarstöðu fyrir allt tímabilið 1991- 2000. Því verður hér brugðið upp mynd af menntunarstöðu mannfjöldans árið 2000 eftir kyni og aldri. Hún sýnir að 54% fólks 16-74 ára eru með einhverja framhaldsmenntun tæp 59% karla og tæp 49% kvenna. Er hlutfallið rúm 65% hjá 25^44 ára en 47% hjá 55-74 ára. Fram kemur að 13,4% mannfjöldans eru háskólamenntaður. Er hlutfallið 20,6% hjá 25^44 ára, 17,1 % hjá 45-54 ára en fer niður í 8% hjá 55- 74 ára sem sýnir að menntunarstig mannfjöldans fer hækkandi. Menntunarstig er mismunandi eftir kynjum. Stærri hópur kvenna en karla í öllum aldurshópum nema 16-24 ára eru með grunnmenntun eingöngu. Er jafnræði með kynjum einna mest í framhaldsskólamenntun og á það við alla aldurshópa og í háskólamenntun hjá þeim yngri. Sérskóla- menntun er hins vegar mun algengari hjá körlum en konum. Atvinnuþátttaka hefur verið um 81,0-83,5% af mann- fjölda 16-74áraárin 1991-2000 (tafla 2.4.2). Með atvinnu- þátttöku er átt við fólk á vinnumarkaði, þ.e. starfandi fólk og þá sem eru atvinnulausir. Meðal karla hefur atvinnuþátttaka verið nokkuð stöðug á bilinu 86-88% á þessu tímabili, en meðal kvenna hefur hún verið vaxandi frá tæpum 75%- 79%. Atvinnuþátttakan almennt óx árið 1995 en lækkaði aftur eftir það, þar til árið 1998 að vöxtur hófst á nýjan leik. Atvinnuþátttaka 16-24árafórvaxandiátímabilinu 1991- 2000 eða úr rúmum 66% af mannfjölda 19911 tæp 80% árið 2000 (tafla 2.4.4.). Meðal karla á þessum aldri óx atvinnu- þátttakan úr 67% 1991 í 77,5% árið 2000, en meðal kvenna var vöxturinn enn meiri eða úr 66% árið 1991 181% árið 2000. Island hefur skorið sig úr frá grannlöndum með hátt hlutfall atvinnuþátttöku aldraðra. Atvinnuþátttaka 65-74 ára lækkaði á tímabilinu 1991-2000. Þannig var hún tæp 50% árin 1991-1993 en komin undir 40% árið 1999. Hjá konum áþessum aldri var atvinnuþátttaka árið 1991 35% en árið 2000 var hún 22%. Árið 1991 var atvinnuþátttaka elsta aldurshóps karla 63% en tíu árum síðar var hún 48%. 2.4.2. Atvinnuþátttaka og menntun, samanburður við lönd á Evrópska efnahagssvæðinu Á Islandi er hlutfall mannfjöldans 25-64 ára sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun og/eða starfsnámskeiðum 37%. Það er hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum, en nánast það sama og meðaltal OECD landa (tafla 2.4.5.). Hlutfall þeirra sem hafa háskólapróf er 18% hér á landi, sem er meira en fjórðungi hærra en meðaltal OECD landa og það næst hæsta á Norðurlöndum. Hlutfall kvenna 25-64 ára sem lokið hefur menntun á framhaldsskólastigi er lægra á Islandi, en meðaltal OECD landanna 49% á móti 58%. Sama gildir ekki um karla á þessum aldri, því hlutfall þeirra sem lokið hafa menntun á framhaldskólastigi er jafnt og meðaltal OECD landa eða 63% (tafla 2.4.6.). Kynjamunur er minni meðal þeirra sem lokið hafa námi á háskólastigi en á framhaldsskólastigi bæði á íslandi og að meðaltali 1 OECD löndunum. Þetta hlutfall kvenna hér á landi er 23% en hlutfall karla 22%. Árið 2000 er hlutfall atvinnuþátttöku íbúa 15 ára og eldri hæst á Islandi meðal landa á Evrópska efnahagssvæðinu (tafla 2.4.7.). Það á jafnt við um atvinnuþátttöku karla og kvenna. Næst Islandi 1 röðinni er Noregur. Athyglisvert er hve hlutfall atvinnuþátttöku fólks 65 ára og eldra á Islandi er miklu hærra en í öðrum löndum Evrópska efnahags- svæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.