Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Page 156
154
Öryrkjar
8. Öryrkjar
Disability
8.1.1. Útgjöld til öryrkja
I töflu 8.1.1. koma fram útgjöld til öryrkja á árunum 1991-
2000. Þau hafa farið vaxandi frá árinu 1991 til ársins 2000
mælt á föstu verðlagi. Útgjaldaaukningin er á öllum sviðum,
en stærsti einstaki liðurinn eru útgjöld til örorkulífeyris og
styrkja. Einstaklingum á aldrinum 16-66 ára sem fengu
greiddan einhvem örorkulífeyri frá almannatryggingum
fjölgaði samkvæmt launamiðaúrvinnslu Þjóðhagsstofnunar
(tafla 8.3.12.) úr 5.755 árið 1991 í 10.280 árið 2000 eða um
79%. Fjölgun lífeyrisþega er frá 7 til 10% á ári nema milli
áranna 1997 til 1999 er dregur úr henni. Aukningin frá
árinu 1991 til 1995 helstí hendur við aukningu atvinnuleysis
(tafla 5.3.1.) á sama tíma. Hlutur lífeyrissjóða í greiðslu
örorkulífeyris eykst úr rúmlega 25% lífeyrisgreiðslna árið
1991 í í 29% árið 1994, en lækkar síðan aftur í 28% árið
1999 og í tæp 26% árið 2000.
Til þjónustu á þessu sviði fer um þriðjungur útgjalda, þar
af rúmur helmingur til endurhæfmgar og atvinnumála og
þriðjungur til búsetu fatlaðra (sambýla, vistheimila og
íbúða).
8.1.2. Samanburður milli Norðurlanda
I töflu 8.2.1. sést að útgjöld í Noregi eru næstum tvöfalt
hærri en á Islandi til þessa verkefnasviðs (82% hærri), en í
hinum löndunum þrem eru útgjöld 7 til 34% hærri á íbúa.
Útgjöld til þjónustu em hærri á Islandi en í Finnlandi, en
í hinum löndunum þrem eru þau nokkuð hærri en á Islandi.
Skýringu á lægri útgjöldum á fslandi má að einhverju leiti
rekja til færri lífeyrisþega í hlutfalli af íbúum. Árið 2000
fengu um 5,2% íbúa á aldrinum 18-64 ára greiddan
örorkulífeyri hér á landi, en í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi
voru 8-9% í þeim hópi sem fengu greiddan örorkulífeyri
eða annan lífeyri sem greiddur er fyrir venjulegan eftirlauna-
aldur (förtidspension) það ár. Aðeins 4,3% íbúa á þeim aldri
í Danmörku fengu slíkar greiðslur.
Á hinum Norðurlöndunum hefur sú ráðstöfun að flýta
töku lífeyris verið beitt í mismiklum mæli sem úrræði í
vinnumarkaðsaðgerðum.
8.1.3. Upplýsingar um peningagreiðslur og þjónustu
Upplýsingar um fjölda örorkulífeyrisþega bæði frá almanna-
tryggingum og lífeyrissjóðum eftir kyni og aldri byggja á
úrvinnslu Þjóðhagsstofnunar úr launamiðaskrám vegna
framtala hvers árs. Ennfremur eru hér birtar töflur um fjölda
bótaþega og bótagreiðslur almannatrygginga vegna öryrkja
samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins. I efni
Þjóðhagsstofnunar miðast fjöldi bótaþega við allt við-
komandi ár en í upplýsingum frá Tryggingastofnun við
talningu bótaþega í desember ár hvert.
Upplýsingar um þjónustu við fatlaða byggja annars vegar
á einstökum skýrslum um þjónustu á þessu sviði og hins
vegar á upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Loks eru
upplýsingarum fjöldaheimilafatlaðra sem njótafélagslegrar
heimaþjónustu, sem Hagstofa Islands safnar árlega frá
félagsþjónustu sveitarfélaga.