Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Blaðsíða 23

Félags- og heilbrigðismál - 01.07.2003, Blaðsíða 23
íbúar og lífskjör 21 2. íbúar og lífskjör Population and living conditions I þessum kafla koma fram vísbendingar um lífskjör og lífshætti á íslandi á sfðustu árum og breytingar á þeim. Jafnframt eru þær bornar saman við slíkar vísbendingar frá öðrum Evrópulöndum. Hér er litið til manntjölda og búsetu. frjósemi, fjölskyldna og heimila, menntunar og atvinnu- þátttöku. 2.1.1. Mannfjöldi og búseta Ibúum landsins fjölgaði um 9% eða rúm 23 þúsund á árunum 1991 til 2000, en frá árinu 1985 til 2000 fjölgaði um tæp 41 þúsund eða tæp 17% (tafla 2.1.1.). Allur vöxtur mannfjöldans á þessu tímabili var á höfuðborgarsvæðinu og frá árinu 1991 til 2000 fækkaði um 2.265 íbúa í sveitar- félögum utan þess eða um 2,1%. Frá árinu 1985 til ársins 1998 fækkaði sveitarfélögum um99eðaúr223íl24, þaraf fækkaði þeim um 77 á áranum 1991-1998. Meðalstærð sveitarfélaga á landinu árið 1985 var 1.086 íbúar, árið 1991 var meðalíbúafjöldi 1.291 en árið 2000 var hann orðinn 2.281 íbúi. Nær öll fækkun sveitarfélaga er utan höfuð- borgarsvæðisins þar sem meðalfjöldi íbúa á sveitarfélag óx úr 511 íbúum árið 1985 í 571 íbúa árið 1991 og í 923 íbúa árið 2000. Samkvæmt mannfjöldaspá (tafla 2.1.2.) er áætlað að íbúafjöldi landsins vaxi um 66 þúsund manns frá 2000 til 2030 eða um rúm 23%. Spáin gerir ráð fyrir breytingum á aldurssamsetningu mannfjöldans. Þannig eru rúm 38% landsmanna yngri en 25 ára og tæp 12% eldri en 64 ára árið 2000, en árið 2030 er áætlað að yngri en 25 ára verði 32% mannfjölda og 65 ára og eldri verði orðnir rúm 19%. Samkvæmt þessu fækkar hlutfallslega í hópi yngri en vex í hópi aldraðra. Hlutfall 25-64 ára stendur nánast í stað, er 50% íbúa bæði árin 2000 og 2030. Mynd 2.1. sýnir tvær mismunandi mælingar á fram- færslubyrði fólks á vinnualdri þ.e. 20-65 ára, deilt í fjölda annarra íbúa 1991-2000 og spá fyrir árin 2005 til 2030. Fyrri mælingin sýnir hlutfall íbúa 0-19 ára og 65 ára og eldri af íbúum 20-64 ára. Þetta hlutfall fer örlítið lækkandi eða úr0,78 árið 1991 í0,70árið 2010. Árið 2020tekurþað að vaxa að nýju og nær 2025 sama hlutfalli og árið 1998. Skýring þess er, að samhliða sem hlutur 0-19 ára af mannfjölda lækkar vegur vaxandi hlutur 65 ára og eldri þá breytingu upp. I síðari mælingunni er eingöngu litið til aldraðra, þ.e. athugað er hlutfall 65 ára og eldri af 20-64 ára. Á árunum frá 1991 til 2010 er hlutfallið nær óbreytt í kringum 0,20, en vex hratt eftir það eða um 75% og er orðið 0,35 árið 2030 samkvæmt mannfjöldaspá. Tafla 2.1.3. sýnir hlutfallslega skiptingu 16 ára og eldri eftir kyni, aldri og borgaralegri stöðu árið 2000. Af öllum sem eru annað hvort í hjónabandi eða skráðri sambúð er fimmtungur í sambúð. Það hlutfall er hærra meðal yngra fólks en eldra. Athyglisvert er að á aldursbilinu 65-79 ára eru 30% kvenna ekkjur, en 9% karla á þeim aldri eru ekklar. I hópi 80 ára og eldri eru 63% kvenna ekkjur en 29% karla ekklar. Þessi munur kynjanna endurspeglar mismunandi ævilengd þeirra. Árin 1999-2000 er meðalævilengd kvenna við fæðingu 81,4 ár en karla er 3,8 árum skemmri eða 77,6 ár (tafla 2.1.4.). Á áratugnum 1961-70 var meðalævilengd kvenna 5,5 áram lengri en karla. Hefur meðalævilengd karia aukist um 6,8 ár en kvenna um 5,2 ár á tímabilinu 1961-2000. Árið 1980 voru erlendir ríkisborgarar búsettir á Islandi 3.240 eða 1,4% íbúa, árið 1991 voru þeir 5.395 eða 2,1% íbúa en árið 2000 voru þeir orðnir 8.824 sem er 3,1% íbúa landsins (Tafla 2.1.5.). Árið 1980 voru rúm 0,9% íbúa ríkisborgarar í löndum Evrópska efnahagssvæðisins en 0,5% frá öðrum löndum. Árið 2000 er hlutfall erlendra ríkisborgara frá EES af mannfjölda lítið breytt eða 1,1 %, en erlendir ríkisborgarar frá öðrum löndum orðnir 2% íbúa. Árið 2000 voru 17.629 eða 6,2% íbúa landsins fæddir erlendis og/eða erlendir ríkisborgarar (tafla 2.1.6.). Þar af var helmingur þess hóps sem fæddur er erlendis með íslenskt ríkisfang (bæði þeir sem hafa haft íslenskt ríkisfang frá fæðingu og þeir sem hafa öðlast það síðar). Stærstur hluti þeirra eða 6.781 einstaklingur er fæddur í löndum Evrópska efnahagssvæðisins eða Bandaríkjunum. Tafla 2.1.7. sýnir hlutfall erlendra ríkisborgara af mann- fjölda árið 2000 skipt eftir kyni og aldri. Hlutfall erlendra ríkisborgara er hærra meðal fólks á vinnualdri (20-64 ára) en annarra og hærra meðal kvenna á þessum aldri en karla. 2.1.2. Mannfjöldi á Norðurlöndum Island sker sig úr frá grannlöndunum með hátt hlutfall yngri og lágt hlutfall eldri íbúa (tafla 2.1.8.). Árið 2000 voru tæp 39% landsmanna yngri en 25 ára en í hinum löndunum var þetta hlutfall frá 30 til 32% íbúa. Eldri en 64 ára eru tæp 12% þeirra en frá 15 til 17% íbúa annarra Norðurlanda. Á mynd 2.3. er sýndur fjöldi yngri en 20 ára og eldri en 64 ára á móti fjölda 20-64 ára á Norðurlöndunum frá 1991 til 2030 (spá fyrir árin 2010-2030). Myndin endurspeglar mismunandi aldursskiptingu landanna og sýnir að fram- færslubyrði mæld á þennan hátt vex hægar á Islandi en í hinum löndunum. Tafla 2.1.9. sýnir meðalævilengd við fæðingu eftir kyni í löndum OECD árið 1999. Löndunum er raðað eftir meðal- ævilengd kvenna og er Island í 7. til 8. sæti í þeirri röð. ísland er í öðru sæti í meðalævilengd karla við fæðingu á eftir Japan. Minnstur munur á ævilengd karla og kvenna er hér á landi. Árið 2000 var hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjölda á Norðurlöndum hæst í Svíþjóð eða 5,4% (tafla 2.1.10.), sem nálgast að vera helmingi hærra hlutfall en á Islandi. 2.2.1. Frjósemi Árin 1961-2000 hefur dregið verulega úr bæði burðarmáls- og ungbarnadauða (tafla 2.2.1.). Athyglisvert er að fjöldi fæddra lækkar um tæp 10% frámeðaltali áranna 1961-65 til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Félags- og heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félags- og heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/1388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.