Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 16
ALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heim- sókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni móts- ins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregn- ir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undan- farin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftir- minnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að ein- hver leikmaður fengi kjörið tæki- færi til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrj- unarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöll- inn áður en undankeppninni lyki. Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexand- ersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnar- línan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Ísland leikur í kvöld við Frakkland í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla. Frakkland og Tyrkland eru fyrir umferðina á toppi riðilsins en Ísland kemur þar á eftir. Íslenska liðið þarf að sjá til þess að fjarvera fyrirliðans Arons Einars verði Íslandi ekki að falli. Strákarnir okkar í landsliðinu létu kuldalegar aðstæður á Laugardalsvelli ekki trufla sig í undirbúningnum fyrir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem mið- vallarleikmenn koma Emil Hall- freðsson og Rúnar Már Sigurjóns- son sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmunds- son er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kant- stöðunni. Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir and- stæðinganna með klókum hlaup- um. Kolbeinn skoraði í báðum leikj- unum í síðasta legg undankeppn- innar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undan- keppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einn- ig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstill- ingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á. hjorvaro@frettabladid.is Við töpuðum 0-4 í Frakklandi, við þurfum að verjast betur í kvöld og halda einbeitingu. Gylfi Þór Sigurðsson FÓTBOLTI Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálf- ara franska landsliðsins og Raph- aels Varane, fyrirliða liðsins í fjar- veru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar f lautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heims- meisturum Frakklands í undan- keppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökk- um gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, f lestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heims- meistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupa- braut sem er nýtt fyrir mína leik- menn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálf- ari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatrið- unum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnar- leik Íslands.“ – kpt Erfiðir viðureignar á heimavelli Íslenska liðið hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -3 A C 0 2 4 0 0 -3 9 8 4 2 4 0 0 -3 8 4 8 2 4 0 0 -3 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.