Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is 339kr. SÚRDEIGS PIZZA DEIG HÁGÆÐA DEIG FERSKT OG FLOTT 220g ALLT Í FÖSTUDAGS PIZZUNA!!! 299kr. PIZZADEIG FÍNT & HEILHVEITI 400g 399kr. PIZZADEIG GLÚTENFRÍTT 260g 159kr. REMA 1000 PIZZASÓSA 280g 219kr. REMA 1000 PIZZASÓSA LÍFRÆN 280g ÞÚ FINNUR SUPER1 Á TVEIMUR STÖÐUM HALLVEIGARSTÍG 1 SMIÐJUVEGI 2 OPIÐ 10:00 - 22:00 ALLA DAGA MJÖG GOTT - MJÖG GOTT - MJÖG GOTT VERÐ Popphljómsveitin Moses Hightower heldur tón-leika í kvöld í Háskóla-bíói þar sem öllu verður tjaldað til. Meðlimir sveitarinnar eru með margt á prjónunum og því gefst ekki oft tækifæri til að halda svona stóra tónleikana. Fréttablaðið ræddi við Steingrím Karl Teague og Magnús Trygvason Eliassen, tvo af þremur m e ð l i m u m sveitarinnar. Aðeins meira spari „Maggi er í öllum hljómsveitum á Íslandi eiginlega. Þangað til annað kemur í ljós þá geri ég bara ráð fyrir því,“ segir Steingrímur, annar söngvari sveitarinnar. „Svo hef ég sjálfur verið á tónleikaferðalagi með Of Monsters and Men. Svo er Andri, hinn söngvari sveitarinnar, að gera milljón hluti, spila með Friðriki Dór og Jóni og alveg fullt af öðrum,“ bætir hann svo við. Það getur því verið f lókið að púsla sveitinni saman, en Stein- grímur segir þá reyna að gera það almennilega. „Þá gerum við eitthvað svolítið úr því. Við héldum útgáfutónleika árið 2017 þegar síðasta platan okkar, Fjallaloft, kom út. Þeir tón- leikar fóru líka fram í Háskólabíói og það var mjög gaman. Þá vorum við einmitt með alls konar lúðra og f lott ljós. Við höfum spilað svo oft á litlum sveittum giggum, sem er mjög skemmtilegt, en það er líka gaman að gera þetta svona,“ segir Steingrímur. Hann mælir því tvímælalaust með að fólk sem hefur áður séð þá á smærri tónleikum geri sér ferð á þessa, því þetta sé öðruvísi upp- lifun, aðeins meira spari. Taka eldri slagara Hljómsveitin gaf út lagið Lyftutón- list síðasta föstudag, og verður það spilað á tónleikunum. Þeir segja að planið sé líka að taka lög sem þeir hafi ekki mikið spilað á tónleikum síðustu ár. „Nú þegar við erum komnir með þrjár plötur þá þarf maður að fara að velja úr, við getum ekki bara spilað í fjóra tíma,“ segir Steingrímur. Hann segir að þeir hafi lagt nokkur lög sjálfir á hilluna tímabundið. „Nú erum við tilbúnari á kíkja á þau aftur. Líka svona fyrst þetta er smá spari tilefni,“ segir hann. „Við erum reyndar að fara að spila alveg fullt af lögum sem við höfum ekki spilað lengi,“ bætir Magnús við. „Við ættum kannski að fara að æfa okkur eitthvað,“ stingur Steingrímur upp á. „Nei, nei,“ svarar Magn- ús. Seinka vegna landsleiksins „Við erum búnir að vera að æfa eitthvað,“ segir Magnús inntur eftir því hvort þeir séu þannig að þeir mæti bara á svæðið og kunni þetta allt eða það þurfi strangar æfingar til að rifja upp eldri lögin. „Í gær komu lúðrar á æfingu, við munum svo æfa meira með þeim. Svo er slagverksleikari og auka-hljóðgervlasérfræðingur. Það verða ellefu manns á svið- inu,“ segir Steingrímur. Þeir vilja svo sérstaklega koma því til skila að tónleik- arnir byrji aðeins seinna en auglýst hefur verið í ljósi þess að landsleik Íslands og Frakk- lands lýkur um það leyti. „Þeir hefjast svona korteri seinna, í mesta lagi sautján mínútum,“ segir Steingrímur. „Já, þeir hefjast 21:17,34,“ bætir Magnús við. Ný plata á leiðinni „Við erum að vinna í nýrri plötu núna,“ segir Magnús. Steingrímur segir að um sé að ræða styttri plötu með fimm til sjö lögum. „Þannig að þetta er einhvers konar plötildi, stuttskífa,“ bætir hann við. „Við erum alveg langt komir með hana,“ segir Magnús. En hefur stíllinn eitthvað breyst í gegnum árin? „Mér f innst við þora meira,“ svarar Magnús. „Já og treystum betur hver öðrum. Það eru fjór- tán ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Þannig að við erum 107 ára í hljómsveitarárum,“ segir Steingrímur. M iða á tón- leikana er hægt að nálgast á tix.is. steingerdur@ frettabladid.is Eru 107 ára í hljómsveitarárum Í kvöld er hljómsveitin Moses Hightower með tónleika í Háskóla- bíói þar sem öllu verður tjaldað til. Tónleikarnir hefjast aðeins seinna en til stóð vegna landsleiks Íslands og Frakklands. Steingrímur, hljómborðsleikari sveitarinnar og annar söngvari, ásamt trommaranum Magnúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Andri Ólafs-son er annar tveggja söngvara sveitarinnar og spilar einnig á bassa. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 0 -3 F B 0 2 4 0 0 -3 E 7 4 2 4 0 0 -3 D 3 8 2 4 0 0 -3 B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.