Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan 8-13 í dag, en hægari í kvöld. Dálítil rigning eða slydda N- og A-lands, en bjart veður sunnan heiða. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. SJÁ SÍÐU 20 Hlaupa úr sér hrollinn Það var kalt í Laugardalnum í gær þegar bestu fótboltakappar Frakklands æfðu sig fyrir viðureign við landslið Íslands í undankeppni EM 2020 sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Antoine Griezmann var kappklæddur en verður ef laust búinn að ná úr sér hrollinum þegar f lautað verður til leiks klukkan 18.45 í kvöld. Frakkar eru á toppi riðilsins ásamt Tyrkjum fyrir þessa umferð, en Ísland er í þriðja sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook VIÐSKIPTI Íþróttafélagið Stjarnan í Garðabæ óskar eftir því við bæjar- yfirvöld að torgi við félagssvæðið verði breytt í anda streetfood-mat- armenningarinnar. „Með þessu gæfist tækifæri á að auðga enn fremur bæjarlífið og vettvangur kominn þar sem Stjarnan gæti staðið fyrir ýmsum tækifærisviðburðum sem allir bæjar búar gætu notið. Enn fremur væri hægt að vera með sölu á varningi félagsins og hollum mat, til dæmis skyrbar alla daga, sem myndi nýtast iðkendum og öðrum gestum Ásgarðssvæðisins vel,“ segir í erindi frá Ásu Ingu Þorsteinsdótt- ur, framkvæmdastjóra Stjörnunnar. Að því er fram kemur í bréfi Ásu hefur verið vel tekið í hugmyndina af formanni íþrótta- og tómstunda- ráðs bæjarins, íþróttafulltrúa og forstöðumanni fræðslumála. „Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina er á bilinu 15 til 20 milljónir, en Stjarnan hefur einn- ig áhuga á að fá styrktaraðila í lið mér sér við framkvæmdina,“ segir í bréfinu sem bæjarráð Garðabæjar vísaði til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði og til nánari skoð- unar við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar bæjarins fyrir næsta ár. – gar Stjarnan vill götubitatorg í Garðabæ Vilji er til að breyta torginu fyrir framan Samsung-völlinn og fé- lagsheimili Stjörnunnar í götubita- markað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SKIPULAGSMÁL Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðu- neytinu til byggja „litla heimaraf- stöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stíf la sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skál- um á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferða- þjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfull- trúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyð- arlínunnar, eftir vettvangsrann- sóknina. „Voru formaður skipulags- nefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaða- hrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „ Stjór n Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifa- verks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskipt- um við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og sting- ur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vat najök u l sþjóð - garðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „ Í f r a m h a ld i le g g i sveitarfélagið fram mögu- legar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum full- trúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaða- hrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafn- framt verður óskað eftir afstöðu Vatna- jökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneyt- is vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“ gar@frettabladid.is Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar Skútustaðahreppur segir stíflu Neyðarlínunnar í Drekagili sjöfalt lengri en leyfi var fyrir og afturkallar leyfið. Framkoma framkvæmdastjóra Neyðarlín- unnar sögð ósæmandi. Stjórn Neyðarlínunnar harmar hnökra á samskiptum. Stífla Neyðarlínunnar í Drekagili við Öskju er stærri en leyfið sagði til um. Þorsteinn Gunn- arsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. FANGEL SISMÁL Thomas Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjáns- dóttur og fyrir fíkniefnasmygl, mun afplána dóm sinn í Danmörku. Hann var f luttur til Danmerkur á fimmtudag fyrir viku eftir að dönsk yfirvöld féllust á að taka við honum. Björgvin Jónsson, lögmaður Tho- masar Møller, staðfestir þetta í sam- tali við Fréttablaðið. Dómþolar eru oft f luttir til heimalanda sinna í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa vegna samninga milli þjóðanna. Ríkin viðurkenna dóma hvert annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dóm- þola, f lytji hann á milli Norður- landanna. – ilk Thomas fluttur til Danmerkur Thomas Møller Olsen. 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -3 0 E 0 2 4 0 0 -2 F A 4 2 4 0 0 -2 E 6 8 2 4 0 0 -2 D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.