Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 4
Við teljum mikil- vægt að við getum rætt saman um þær sam- eiginlegu áskoranir sem er að finna á norðurslóð- um Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjarstjóri Ný ljóð eftir Fríðu Ísberg sem vakti mikla athygli fyrir fyrri verk sín, Kláða og Slitförin LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Lau. 11-16 | www.forlagid.is HEILBRIGÐISMÁL „Það eru erfiðir tímar sem við erum að ganga í gegn­ um, nú er mikilvægt að við stöndum saman. Frumskylda starfsmanna samkvæmt lögum er að sinna sjúkl­ ingum þó okkur greini á í mörgum atriðum,“ segir Sveinn Guðmunds­ son, stjórnarformaður SÍBS. Starfsmenn Reykjalundar, sem er í eigu SÍBS, lögðu niður störf í gær­ morgun og voru sjúklingar í dag­ deildarþjónustu sendir heim. Að loknum starfsmannafundi í hádeg­ inu lögðu starfsmenn, 114 af rúm­ lega 200, fram vantraust á stjórn SÍBS. Magda lena Ás geirs dóttir, for­ maður lækna ráðs á Reykja lundi, segir þá vilja losna undan stjórn SÍBS. „Þetta er ó fremdar á stand hérna og bara stjórnunar krísa sem rak okkur í þessar að gerðir,“ segir Magda lena. „Okkur var svo stór­ kost lega mis boðið og allir hrein­ lega í sorg.“ Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp fyrirvaralaust um mán­ aðamótin, algjör trúnaður ríkir um starfslokin. Viðmælendur Frétta­ blaðsins segja að starfsandinn hafi verið orðinn slæmur áður en Birgi var sagt upp. Hádegisfundurinn í gær var stutt­ ur. „Ég tilkynnti starfsmönnum á fundinum að verið væri að vinna í að auglýsa starf nýs forstjóra, það ferli tekur dálítinn tíma, en það verður bæði faglegt og gagnsætt,“ segir Sveinn. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins sýður á læknum Reykja­ lundar eftir að Magnúsi Ólasyni var sagt upp sem framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudaginn eftir 34 ára starf. Magnús segir að uppsögn­ in hafi verið fyrirvaralaus, hann hafi einungis átt nokkrar vikur í eftirlaun. Strax í kjölfar uppsagnar­ innar var lokað á tölvuaðgang hans. Sveinn segir uppsögn Magnúsar ekkert tengjast stöðunni inni á Reykjalundi. „Við erum með ráðn­ ingarferli í gangi, við ræddum við Magnús og töldum réttast að segja honum upp. Hann er kominn á aldur. Það verður nýr framkvæmda­ stjóri lækninga kominn í hús mjög fljótt.“ Hann vísar því alfarið á bug að stofnunin sé óstarf hæf án fram­ kvæmdastjóra lækninga. „Land­ læknir hefur gefið út yfirlýsingu um að það eigi ekki að leggja niður störf.“ Varðandi uppsögn Birgis segir Sveinn hann hafa verið góðan stjórnanda. „En það var ágreiningur okkar á milli sem þurfti að leysa og var leystur með þessum hætti.“ Í bréfi sem starfsmenn sendu á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis­ ráðherra segir að stjórnin hafi sýnt „hranalega og ómanneskjulega framkomu“ sem skapi óvissu, óör­ yggi og vanlíðan sem geri stofnun­ ina í raun óstarf hæfa. Þá sé það fyrirséð að ástandið muni „bitna harkalega á skjólstæðingum“. Nauð­ synlegt sé að ráðherra grípi inn í stöðuna til að ekki verði varanlegur skaði. Heilbrigðisráðherra vildi ekki veita viðbrögð að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs­ ins íhuga nokkrir læknar að segja upp á næstunni. Sveinn segir ekkert hæft í því að SÍBS sé að horfa til þess að taka yfir rekstur Reykjalundar. „Það er svo fráleitt. Þetta er ekkert til að tala um. SÍBS á staðinn, en við erum ekki að reka staðinn. Við söfnum fjármagni í stórum stíl. Allt tal um að við séum að ásælast eitthvert fé innan stofnunarinnar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull.“ Hann segir það ótækt að leggja niður störf vegna skoðanaágrein­ ings, það bitni eingöngu á sjúkling­ um. „Ég skil ekki af hverju læknar fara svona langt, ég bara skil það ekki,“ segir Sveinn. Það sé ekki hlutverk fagstétta, sem fá að stjórna sínu faglega starfi, að fara inn á svið rekstrar og fjármuna. „Lífið heldur áfram og við verðum að horfa til framtíðar með staðinn og tryggja þetta góða starf sem hér er.“ arib@frettabladid.is Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjar- stæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. Ófremdarástand ríkir á Reykjalundi að mati starfsmanna sem vilja ráðherra í málið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allt tal um að við séum að ásælast eitthvert fé innan stofnunar- innar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull. Sveinn Guðmunds- son, stjórnarfor- maður SÍBS SVEITARSTJÓRNIR Borgar­ og bæjar­ stjórar níu sveitarfélaga á norður­ slóðum undirrituðu við hátíðlega athöfn á Akureyri í gær stofnskjal Arctic Mayors Forum og form­ festu þar með samtal og samstarf sveitarstjórnarstigsins á norður­ slóðum. Óformlegt samtal sveitarstjórn­ armanna á norðurslóðum hefur verið í gangi um nokkurt skeið og talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að sveitarstjórnir, líkt og rík­ isstjórnir á norðurslóðum, eigi sér stað til skrafs og ráðagerða. Hér á landi hefur Ásthildur Sturlu dóttir, bæjarstjóri á Akur­ eyri, unnið að því að formfesta þetta samtal við kollega sína. Hún segir afar mikilvægt að sveitar­ stjórnir geti rætt sín á milli um það sem skiptir íbúa á svæðinu máli. „Við höfum orðið þess áskynja eftir samtal okkar að það er margt sem sameinar okkur. Við teljum mikilvægt að við getum rætt saman þær sameiginlegu áskor­ anir og tækifæri sem er að finna á norðurslóðum. Því skiptir þessi undirritun miklu máli og að til verði þessi vettvangur,“ segir Ást­ hildur. Norðurskautsráðið hefur síðan árið 1996 verið vettvangur stjórn­ valda á norðurslóðum til að ræða saman um sameiginleg málefni sem snerta svæðið. Til þessa hefur hins vegar ekki verið til formfest samtal milli ríkjanna innan sveitarstjórnar­ stigsins. Auk Ásthildar voru átta aðrir bæjar­ og borgarstjórar saman­ komnir á Akureyri í gær, frá Græn­ landi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum. – sa Sveitarstjórum norðurslóða tryggður sameiginlegur vettvangur 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -4 4 A 0 2 4 0 0 -4 3 6 4 2 4 0 0 -4 2 2 8 2 4 0 0 -4 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.