Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2019næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 32
Eigendur Lux veitinga eru þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson. Viktor Örn er einn virtasti matreiðslumaður Íslands. Hann hlaut til að mynda titilinn kokkur ársins árið 2013 og vann Norðurlandameistaramót matreiðslumanna árið 2014. Vikt- or náði einnig einum besta árangri íslensks matreiðslumanns þegar hann hlaut bronsverðlaun í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse D’or árið 2017. Viktor hefur verið í landsliði matreiðslumanna frá árinu 2009 og hreppti landsliðið til að mynda gull- og silfurverðlaun á heimsmeistaramóti matreiðslu- manna í Lúxemborg árið 2014. Hinrik er einn færasti mat- reiðslumaður landsins þrátt fyrir ungan aldur. Hann sigraði í keppni Kokkanema ársins 2017 og landaði silfri í norrænu nemakeppninni árið 2018. Hann var jafnframt aðstoðarmaður Viktors Arnar á Bocuse D’or keppninni árið 2017 þar sem þeir unnu til bronsverð- launa. Hinrik var einnig í landsliði matreiðslumeistara árið 2018 þar sem liðið vann til gullverðlauna og nú síðast vann Hinrik Evrópu- keppnina í matreiðslu árið 2018. Í fyrsta sinn ætla Lux veitingar að bjóða fyrirtækjum að kaupa sælkerapakka til að gefa starfs- mönnum í jóla- eða áramóta- pakka. Viktor segir að í boði verði tvenns konar jólapakkar og einn steikarpakki. „Í pakkanum verða til dæmis heimalagaðar sósur, grafinn lax og kjöt, reyktur lax, ostar og sultur. Við leggjum mikið upp úr því að allt sé heimalagað, þannig að við til dæmis gröfum og reykjum laxinn sjálf. Við gerum allt frá grunni.“ Síðastliðið ár hafa Lux veitingar séð um veitingar í allt frá árshátíð- um og jólahlaðborðum, í brúð- kaup og alls konar pinnaveislur. „Okkar helstu verkefni síðasta ár eru árshátíðir og alls konar sér- hæfðar veislur eins og brúðkaup. Síðan erum við með ráðgjafar- þjónustu fyrir fyrirtæki. Við erum til dæmis að vinna með Foodco í að hanna og þróa rétti fyrir þau, ásamt því að þróa matvöru fyrir ýmis fyrirtæki. Svo sjáum við um reksturinn á golfskálanum Oddi í Urriðaholti,“ en þar er veislusalur sem Lux veitingar eru með opinn á veturna. Pantanir hafa margfaldast Viktor segir mest vera að gera í pöntunum á veislupinnamat, fyrir stærri veislur og fyrirtæki. „Við erum mikið í því að þjónusta standandi pinnaveislur fyrir 500 til 600 manns.“ Viktor segir að þjónustan sé á pari við markaðs- verð, en verðið fer auðvitað eftir því sem fólk pantar. „Það er mikið atriði hjá okkur að vera með gott hráefni, sem kostar alltaf aðeins meira en annars flokks gæði.“ Í síðustu viku færðu Lux veit- ingar enn út kvíarnar og opnuðu veitingabásinn Möns í Mathöllinni á Höfða. Þar er boðið upp á hlað- borð af heimilismat í hádeginu og streetfood á kvöldin. Aðspurður Heimalagaður sælkeramatur í jólapökkum Lux veitingar er alhliða veisluþjónusta sem fagnar eins árs afmæli í desember á þessu ári. Glæsilegur veislumatur hjá Lux veitingum. Fjölbreyttar veislukörfur eru í boði fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigendur Lux veitinga eru þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson matreiðslumenn. Borðin svigna undan veislu- matnum. Lux jólakarfa n Graflax og graflaxsósa n Heitreykt bleikja og pipar- rótarsósa n Villibráðarpaté n Reykt andabringa n Ostar og kex n Hamborgarhryggur n Hangikjöt Lux sælkerakarfa n Humarsúpa 1 lítri n Graflax og graflaxsósa n Heitreykt bleikja og pipar- rótarsósa n Villibráðarpaté n Bláberjagrafin gæsabringa n Cumberlandsósa n Ostar og kex n Reykt andabringa n Sultaður laukur Lux veislukarfa n Humarsúpa 1 lítri n Bláberjagrafin gæsabringa n Naut Wellington n Villisveppasósa n Trufflu-kartöflugratín n Blandaðir sveppir Jólapakkarnir koma í þægileg- um og stílhreinum umbúðum. hvað Lux veitingar eru bestar í að gera segir Viktor léttur í bragði að þau séu best í öllu. „Við erum með mikinn metnað og ástríðu fyrir því sem við gerum, þannig að við tökum öllum verkefnum mjög alvarlega og leggjum allt í að gera okkar besta fyrir kúnnann.“ Frá byrjun hafa pantanir á þjónustu margfaldast hratt. Lux veitingar hafa farið frá því að sinna bara veislum um helgar og yfir í að fá pantanir alla daga vikunnar. „Þjónustan hefur farið mjög vaxandi og það er orðið gríðarlega mikið að gera hjá okkur. Eftirspurnin eftir veislum í bæði heimahúsum og hjá fyrirtækjum er mjög mikil.“ Viktor segir margar skemmtilegar pantanir koma inn, enda er veisluþjónustan mjög opin fyrir því að fólk fái að sérsníða matseðilinn að sinni veislu. Um daginn var til dæmis pantaður matur fyrir halloween-veislu, þar sem allur maturinn á að líkjast einhverjum listaverkum. „Við fáum margs konar pantanir af því sem fólki dettur í hug. Það er mjög gaman.“ Sérsníða veitingar að hverri veislu Bráðlega verður opnuð heima- síða Lux veitinga, luxveitingar. is. Þó að það verði matseðill á þeirri síðu leggur Viktor áherslu á að þjónustan eigi að vera sniðin að hverjum og einum. „Oftast er það þannig að fólk fær einhverjar hugmyndir að veitingum og við vinnum út frá þeim.“ Hægt er að panta þjónustu Lux veitinga í gegnum Facebook og svo er líka hægt að fylgjast með þeim á Instagramreikningi þeirra, lux_veitingar. Hafi fyrirtæki áhuga á að panta jólapakka eða áramóta- pakka er best að senda tölvu- póst á veitingar@luxveitingar. is, pakkarnir verða svo afhentir á umsömdum tíma. Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á veitingar@luxveitingar.is Þjónustan hefur farið ört vaxandi og það er nóg að gera hjá okkur. Eftirspurnin eftir veislum í heimahúsum og hjá fyrirtækjum er mikil. 14 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 0 -6 2 4 0 2 4 0 0 -6 1 0 4 2 4 0 0 -5 F C 8 2 4 0 0 -5 E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 237. tölublað (11.10.2019)
https://timarit.is/issue/404736

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

237. tölublað (11.10.2019)

Aðgerðir: