Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2019næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 34
Jóhann Gunnarsson, sölu-stjóri fyrirtækjasviðs hjá Cintamani, segir að mörg fyrirtæki hafi tekið upp þann sið að gefa starfsfólkinu hlýja úti- vistargjöf í jólagjöf. „Við erum með vetrarúlpur, vandaðar peysur og ýmsan útivistarfatnað. Öll efni sem við notum uppfylla þarfir þeirra kröfuhörðustu og mikil áhersla er lögð á gæðaeftirlit,“ segir hann. „Allur fatnaður Cintamani er hannaður með það að leiðarljósi að hann standist íslenska veðrið sem getur verið erfitt og síbreyti- legt. Úlpurnar henta öllum aldri allt árið um kring. Einnig erum við Hlý gjöf fyrir íslenskt veðurfar Jóhann Gunnarsson, sölustjóri fyrir- tækjasviðs hjá Cintamani, er hér í versluninni með fallegan útivistarfatnað á bak við sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Vinsælt er að gefa starfs- mönnum gjafa- bréf í Cintamani í jólagjöf. Fyrir- tækið heldur upp á 30 ára af- mæli á þessu ári og eru allar vörur þrautreyndar af íslensku úti- vistarfólki og hannaðar fyrir ís- lenskt veðurfar. með frábærar peysur sem henta vel í vinnuna,“ segir Jóhann. „Þá hefur Cintamani anórakkur sem nefnist Tinna verið mjög vinsæll enda þægilegur klæðnaður. Sömuleiðis úlpurnar okkar sem nefnast Elna og Andrés. Fólk er farið að þekkja vörurnar okkar og kemur aftur og aftur,“ segir hann. „Í þrjátíu ár hefur Cintamani staðið framarlega í að framleiða fatnað fyrir konur, karla og börn og vörurnar eru í stöðugri þróun. Þær hafa fengið frábærar viðtökur. Við höfum verið öflugir í fyrirtækja- gjöfum og gerum tilboð ef þess er óskað. Við veitum góða þjónustu og aðstoðum fyrirtæki í vali á vörum til gjafa,“ bendir Jóhann á. Cintamani er með mikið vöruúrval þannig að flestir finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða útivist, skíði, göngur og annað eða bara hlýja hvers- dagsflík. „Allar þessar vörur eru mjög klæðilegar og fara vel. Það er einfalt að fara inn á vefverslun okkar og velja sér réttu flíkina en við sendum hvert á land sem er,“ segir Jóhann. Cintamani er með fimm verslanir, í Bankastræti 7, Kringlunni, Smára- lind, Austurhrauni 3 í Garðabæ og Skipagötu 5 á Akureyri. Skoðið endilega vefverslunina www.cintamani.is en þar má sjá fjölbreytt vöruúrval fyrir alla fjöl- skylduna. 16 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR Meirihluti vinnustaða gefur starfsfólki sínu jólagjafir en það eru fleiri atriði sem geta gert þennan tíma árs enn gleðilegri. Það er alltaf ánægjulegt að brjóta upp daginn og eykur það bæði jákvætt andrúmsloft og afköst á vinnustöðum. Hér eru nokkrar hugmyndir að viðburðum sem eru einfaldir í framkvæmd. n Slökun Jólunum getur fylgt mikil streita og því er kjörið að leita leiða til að hjálpa starfsfólki að slaka á og auka bæði lífsgæði og starfsánægju. Það er til dæmis hægt með því að bjóða upp á stutt nudd, jógatíma eða hugleiðslu- stund. n Vinaleikur Leynivinaleikurinn er sígildur en hann fer yfirleitt þann- ig fram að starfsfólk dregur miða af handahófi með nafni vinnufé- laga og reynir svo að sjá til þess að gleðja viðkomandi til dæmis yfir eina viku. Glaðningur getur verið í formi lítilla gjafa, fallegra skilaboða eða bara eitthvað sem gæti gert daginn aðeins betri fyrir leynivininn. Þá er gaman að hafa smá viðburð þegar leynivinirnir eru afhjúpaðir. Þetta er því kjörið sem eins konar forleikur í aðdrag- anda jólahlaðborðs. n Vettvangsferðir Þá er alltaf upp- lífgandi að fara úr húsi og breyta um umhverfi. Hægt er að fara á skauta eða í hópferð á jólamynd svo eitthvað sé nefnt. Í hátíðarskapi á vinnustaðnum Þegar dagarnir styttast og jólin eru handan við hornið, eykst álagið, umferðin þyngist og veskið léttist. Það er því sjaldan jafn mikilvægt að gera sér glaðan (vinnu)dag eins og um hátíðirnar. Það er margt hægt að gera til þess að bæta starfs- og jólaanda á vinnustöðum. NORDICPHOTOS/ GETTY n Búningakeppni Það er gaman að breyta til og á jólunum er hægt að efna til samkeppni um það hver geti verið sem jólalegastur til fara, nú eða hver eigi ljótustu jólapeysuna. n Jóla-spurningakeppni Hægt er að efna til spurningakeppni þar sem starfsmönnum er skipt í lið sem keppast svo við að svara spurningum sem allar tengjast jólunum á einhvern hátt. n Heilsuátak Jólamaturinn verður seint talinn hollur. Óhóflegt fram- boð af sykruðum smákökum, konfekti og reyktu kjöti sem skolað er niður með gosdrykkjum og jólabjór gerir það að verkum að mörgum líður hreinlega illa eftir hátíðirnar. Það væri því ekki úr vegi að sjá til þess að starfsfólk hafi aðgang að heilnæmum mat á borð við næringarríka hristinga og súpur. Hægt er að hafa hlað- borð þar sem allir koma með eitthvað hollt, og jafnvel fara í vatnsdrykkju átak eða -keppni, þó innan skynsamlegra marka. Þá getur líka verið skemmtilegt að reyna að höfða til sem flestra skilningarvita á meðan á vinnu stendur, hvort sem það er með tón- list eða ilmandi smákökum. Þetta þarf ekki að vera flókið en skilar sér margfalt. Til umhugsunar Það er víst aldrei hægt að höfða til allra en það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga, svo tillit sé tekið til sem flestra. n Ef það er eitthvað sem fólk hefur yfirleitt ekki nóg af í að- draganda jólanna, að undan- skildum peningum, þá er það tími. Því er ráð að hafa hópefli eða aðra viðburði á meðan á vinnutíma stendur, sé það mögulegt, eða, séu viðburðirnir utan vinnutíma, sjá til þess að starfsfólk fái frí á móti. n Þá má einnig leiða hugann að þeim stóra og sívaxandi hóp fólks sem neytir ekki dýraafurða og gæta þess að það séu veitingar og annað slíkt í boði sem hentar þeim hópi. n Líkt og með dýraafurðir er einnig stór hópur fólks sem kýs að neyta ekki áfengis og því mikilvægt að gera ráð fyrir því að viðburðir eða aðrar uppákomur tengdar vinnunni snúist ekki bara um að fá sér í glas með vinnufé- lögunum. Léttkennt eða jafnvel allsgáð hópefli þarf ekki að vera verra, nema síður sé. n Í fjölmenningarsamfélagi er gott að hafa hugfast að það líta ekki allir sömu augum á hátíð- arnar. Margir trúar- og menn- ingarhópar neyta til dæmis ekki svínakjöts en það er oft mikið um það á jólunum. n Þá eru sumir sem eiga hreinlega erfitt um hátíðarnar af ýmsum ástæðum, hvort sem það er vegna fjölskyldu- eða fjárhagsstöðu svo eitthvað sé nefnt. Hátíðirnar eru tilvalinn vettvangur til þess að sýna öðrum umburðarlyndi og kærleik, sérstaklega þeim sem gætu upplifað sig utangarðs. Gleymum ekki litlu stúlkunni með eldspýturnar. 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 0 -7 6 0 0 2 4 0 0 -7 4 C 4 2 4 0 0 -7 3 8 8 2 4 0 0 -7 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 237. tölublað (11.10.2019)
https://timarit.is/issue/404736

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

237. tölublað (11.10.2019)

Aðgerðir: