Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.10.2019, Qupperneq 4
Við teljum mikil- vægt að við getum rætt saman um þær sam- eiginlegu áskoranir sem er að finna á norðurslóð- um Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjarstjóri Ný ljóð eftir Fríðu Ísberg sem vakti mikla athygli fyrir fyrri verk sín, Kláða og Slitförin LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Lau. 11-16 | www.forlagid.is HEILBRIGÐISMÁL „Það eru erfiðir tímar sem við erum að ganga í gegn­ um, nú er mikilvægt að við stöndum saman. Frumskylda starfsmanna samkvæmt lögum er að sinna sjúkl­ ingum þó okkur greini á í mörgum atriðum,“ segir Sveinn Guðmunds­ son, stjórnarformaður SÍBS. Starfsmenn Reykjalundar, sem er í eigu SÍBS, lögðu niður störf í gær­ morgun og voru sjúklingar í dag­ deildarþjónustu sendir heim. Að loknum starfsmannafundi í hádeg­ inu lögðu starfsmenn, 114 af rúm­ lega 200, fram vantraust á stjórn SÍBS. Magda lena Ás geirs dóttir, for­ maður lækna ráðs á Reykja lundi, segir þá vilja losna undan stjórn SÍBS. „Þetta er ó fremdar á stand hérna og bara stjórnunar krísa sem rak okkur í þessar að gerðir,“ segir Magda lena. „Okkur var svo stór­ kost lega mis boðið og allir hrein­ lega í sorg.“ Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp fyrirvaralaust um mán­ aðamótin, algjör trúnaður ríkir um starfslokin. Viðmælendur Frétta­ blaðsins segja að starfsandinn hafi verið orðinn slæmur áður en Birgi var sagt upp. Hádegisfundurinn í gær var stutt­ ur. „Ég tilkynnti starfsmönnum á fundinum að verið væri að vinna í að auglýsa starf nýs forstjóra, það ferli tekur dálítinn tíma, en það verður bæði faglegt og gagnsætt,“ segir Sveinn. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins sýður á læknum Reykja­ lundar eftir að Magnúsi Ólasyni var sagt upp sem framkvæmdastjóra lækninga á miðvikudaginn eftir 34 ára starf. Magnús segir að uppsögn­ in hafi verið fyrirvaralaus, hann hafi einungis átt nokkrar vikur í eftirlaun. Strax í kjölfar uppsagnar­ innar var lokað á tölvuaðgang hans. Sveinn segir uppsögn Magnúsar ekkert tengjast stöðunni inni á Reykjalundi. „Við erum með ráðn­ ingarferli í gangi, við ræddum við Magnús og töldum réttast að segja honum upp. Hann er kominn á aldur. Það verður nýr framkvæmda­ stjóri lækninga kominn í hús mjög fljótt.“ Hann vísar því alfarið á bug að stofnunin sé óstarf hæf án fram­ kvæmdastjóra lækninga. „Land­ læknir hefur gefið út yfirlýsingu um að það eigi ekki að leggja niður störf.“ Varðandi uppsögn Birgis segir Sveinn hann hafa verið góðan stjórnanda. „En það var ágreiningur okkar á milli sem þurfti að leysa og var leystur með þessum hætti.“ Í bréfi sem starfsmenn sendu á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis­ ráðherra segir að stjórnin hafi sýnt „hranalega og ómanneskjulega framkomu“ sem skapi óvissu, óör­ yggi og vanlíðan sem geri stofnun­ ina í raun óstarf hæfa. Þá sé það fyrirséð að ástandið muni „bitna harkalega á skjólstæðingum“. Nauð­ synlegt sé að ráðherra grípi inn í stöðuna til að ekki verði varanlegur skaði. Heilbrigðisráðherra vildi ekki veita viðbrögð að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs­ ins íhuga nokkrir læknar að segja upp á næstunni. Sveinn segir ekkert hæft í því að SÍBS sé að horfa til þess að taka yfir rekstur Reykjalundar. „Það er svo fráleitt. Þetta er ekkert til að tala um. SÍBS á staðinn, en við erum ekki að reka staðinn. Við söfnum fjármagni í stórum stíl. Allt tal um að við séum að ásælast eitthvert fé innan stofnunarinnar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull.“ Hann segir það ótækt að leggja niður störf vegna skoðanaágrein­ ings, það bitni eingöngu á sjúkling­ um. „Ég skil ekki af hverju læknar fara svona langt, ég bara skil það ekki,“ segir Sveinn. Það sé ekki hlutverk fagstétta, sem fá að stjórna sínu faglega starfi, að fara inn á svið rekstrar og fjármuna. „Lífið heldur áfram og við verðum að horfa til framtíðar með staðinn og tryggja þetta góða starf sem hér er.“ arib@frettabladid.is Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjar- stæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. Ófremdarástand ríkir á Reykjalundi að mati starfsmanna sem vilja ráðherra í málið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allt tal um að við séum að ásælast eitthvert fé innan stofnunar- innar er fráleitt. Við erum að leggja í þetta fjármuni. Þetta er bull. Sveinn Guðmunds- son, stjórnarfor- maður SÍBS SVEITARSTJÓRNIR Borgar­ og bæjar­ stjórar níu sveitarfélaga á norður­ slóðum undirrituðu við hátíðlega athöfn á Akureyri í gær stofnskjal Arctic Mayors Forum og form­ festu þar með samtal og samstarf sveitarstjórnarstigsins á norður­ slóðum. Óformlegt samtal sveitarstjórn­ armanna á norðurslóðum hefur verið í gangi um nokkurt skeið og talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að sveitarstjórnir, líkt og rík­ isstjórnir á norðurslóðum, eigi sér stað til skrafs og ráðagerða. Hér á landi hefur Ásthildur Sturlu dóttir, bæjarstjóri á Akur­ eyri, unnið að því að formfesta þetta samtal við kollega sína. Hún segir afar mikilvægt að sveitar­ stjórnir geti rætt sín á milli um það sem skiptir íbúa á svæðinu máli. „Við höfum orðið þess áskynja eftir samtal okkar að það er margt sem sameinar okkur. Við teljum mikilvægt að við getum rætt saman þær sameiginlegu áskor­ anir og tækifæri sem er að finna á norðurslóðum. Því skiptir þessi undirritun miklu máli og að til verði þessi vettvangur,“ segir Ást­ hildur. Norðurskautsráðið hefur síðan árið 1996 verið vettvangur stjórn­ valda á norðurslóðum til að ræða saman um sameiginleg málefni sem snerta svæðið. Til þessa hefur hins vegar ekki verið til formfest samtal milli ríkjanna innan sveitarstjórnar­ stigsins. Auk Ásthildar voru átta aðrir bæjar­ og borgarstjórar saman­ komnir á Akureyri í gær, frá Græn­ landi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum. – sa Sveitarstjórum norðurslóða tryggður sameiginlegur vettvangur 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -4 4 A 0 2 4 0 0 -4 3 6 4 2 4 0 0 -4 2 2 8 2 4 0 0 -4 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.