Plógur - 15.01.1929, Page 3

Plógur - 15.01.1929, Page 3
PLÓGUR 3 Inngangur. Við höfum ákveðið, að gefa eftirleiðis út smá tíma- rit, og senda viðskiftamönnum okkar og öðrum, er kynnu að óska eftir að fá það. Að svo miklu leyti, sem hægt verður, látum við ritið flytja fróðleik um landbúnað og ef til vill verslun og innlenda framleiðslu o. fl. f riti þessu verða verðskrár okkar yfir þær vörur, er við verslum með. Hvað ritið að öðru leyti kann að fjalla um, er óákveðið. Aðeins er það ákveðið, að það verður ekki látið koma nálægt pólitík. Við tökum þakksamlega á mó.ti fróðlegum ritgerðum um landbúnað, framleiðslu, verslun, innlendum frétt- um o. fl. Við munum taka eitthvað af auglýsingum, frá góð- um verslunarhúsum, og þannig að einhverju leyti létta útgáfukostnaðinn. Fyrst um sinn munum við senda rit- ið endurgjaldslaust. Hvað oft ritið kemur út, er heldur ekki ákveðið. F.n það verður fyrst um sinn mánaðarlega, eða annanhvern mánuð, eftir ástæðum. Við höfum gefið því nafnið „Plógur“. Finst okkur það vel við eigandi nafn á riti, sem gefið er út af bændafélagi og á að fjalla um landbúnað og nauðsvnja- mál bænda. Virðingarfylst. Mjólkurfélag Reykjavíkur.

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/1402

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.