Plógur - 15.01.1929, Page 6

Plógur - 15.01.1929, Page 6
6 PLÓGUR ingu, og um leið þá þörf á auknu starfsfé, er það hefir í för með sér. Það er líka regla félagsins, að versla helst ekki með aðrar vörur en þær, sem það hefir verulega góð sam- bönd í. Við höfum í öllum tilfellum trygt okkur að kaupa allar vörur svo beint sem hægt er. T. d. allar framleiðslu- vörur kaupum við beint frá verksmiðjunum, og mjöl- vörur frá mylnunum o. s. frv. Það eru ára og tímaskifti að því, hvar best er a?j kaupa. Þess vegna höfum við sambönd sem viðast, til að kaupa altaf þar sem varan er ódýrust. Viðskiftasambönd okkar eru í Englandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi, Tjekkóslóvakíu, Frakklandi Hollandi, Belgíu, Spáni og víða í Ameriku. Fyrir það, live mörg og góð sambönd við höfum trygt okkur, þá ’getum við altaf boðið lægsta verð, þrátt fyrir það, þó við höfum aðeins allra bestu vörur á boðstól- um. En það er okkar fasta regla og ákveðni vilji, að hafa aðeins góðar vörur. Enda skiljum við það vel, að kaupandinn kemur ógjarnan aftur til að versla á þeim stað, þar sem liann hittir á slæma eða skemda vöru, en ósk okkar er að halda sem lengstum og best- um viðskiftum við skiftavini okkar. Þar af leiðandi vilj- um við ekki vera þektir fyrir að bjóða slæma vöru. ílmriíai’verslimiii. Eins og mönnum er kunnugt um, voru á síðasta al- þingi samþykt lög um einkasölu á áburði. Með þessum lögum er ákveðið, að áburðurinn skuli seldur bændum með innkaupsverði, að viðbættum 2%. Að öðru leyti ber rikissjóður kostnað allan af verslun- inni, svo sem farmgjald, vátryggingu, uppskipun, vöru- gjald, akstur i hús, afgreiðslu, húsaleigu og annan kostn- að, sem af verslunni leiðir.

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/1402

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.