Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 9
Hilmar Þór
Björnsson
Í DAG Nú eru liðin tæp tvö ár síðan „fýsileikakönnun“ um Miklu-braut í stokk var kynnt. Niður-
staðan var í stuttu máli sú að talið var
skynsamlegt að gera þetta. Ég áleit á
þessum tíma að þetta væri svona hefð-
bundið kosningamál sem auðvelt væri
að selja, en sveitarstjórnarkosningar
stóðu þá fyrir dyrum. Þegar könnunin
var kynnt sást strax að megináhersla
var lögð á endanlega útkomu og hvað
þetta yrði allt mun betra og skemmti-
legra en núverandi ástand. Og það er
vissulega rétt að allt umhverfið yrði
mun manneskjulegra og skemmtilegra
ef bílunum yrði sökkt niður í jörðina
og maður þyrfti hvorki að sjá þá né
heyra.
Fæstir bjuggust við að málið yrði
tekið upp aftur eftir kosningar. En nú
er þetta komið upp á borð og er inni
í svokölluðum samgöngusáttmála
ríkisins og sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu.
Á sínum tíma þegar þetta var kynnt
veltu menn fyrir sér hvernig umferð-
inni yrði háttað á framkvæmdatím-
anum sem líklega verður 5-10 ár. Það
þyrfti að finna annan farveg fyrir þá
tæplega 100 þúsund bíla á sólarhring
sem fara um gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar. Bústaða-
vegur og Snorrabraut yrðu einnig í
uppnámi meðan byggður er stokkur
við gatnamót þeirra samkvæmt fýsi-
leikakönnuninni. Framkvæmdin mun
rýra verulega aðgengi að Landspítal-
anum, háskólasvæðinu og í reynd
Vesturbænum, Seltjarnarnesi og mið-
borginni meðan á þessu stendur. Sama
má segja um verslunarsvæði Kringl-
unnar sem um fimm milljónir manna
sækja árlega. Manni virðist sem nánast
öll umferð í Reykjavík verði undir
meðan á framkvæmdum stendur. Ekki
var tekið á þessum umferðarmálum á
framkvæmdatíma í fýsileikakönnun-
inni sem lögð var fram í febrúar 2018.
En vonandi hefur það verið gert síðan
og lausnir fundnar á þessu. Það væri
gaman að sjá þær.
Til þess að átta sig á umfangi þessara
framkvæmda má minna á að göngin
verða samkvæmt fýsileikakönnun-
inni 1.750 metra löng frá svæðinu
austan Kringlu og að Landspítalanum.
Athafnasvæðið er alls um 23 hektarar
sem er meira en allt Skuggahverfið
norðan Hverfisgötu milli Snorra-
brautar og Kalkofnsvegar. Grafa þarf
um 10 metra niður þar sem stokkurinn
kemur og allnokkuð umhverfis hann
auk graftrar vegna húsanna sem þarna
á að byggja. Líklegt er að þarna sé hátt
á aðra milljón rúmmetra af jarðvegi
sem moka þarf upp og aka burt.
Svo á að byggja öll húsin. Samkvæmt
fýsileikakönnuninni er áætlað að
byggðir verði 206 þúsund fermetrar
af nýbyggingum meðfram stokknum.
Þar af eru 140 þúsund fermetrar ætl-
aðir íbúðabyggingum og 66 þúsund
fyrir verslun og þjónustu. Það er
vert að minna á að á sjálfum Kringl-
ureitnum er fyrirhugað að byggja um
160 þúsund fermetra nýs húsnæðis
þar sem verða um 1.000 íbúðir. Þegar á
heildina er litið er um að ræða tæplega
370 þúsund fermetra af nýbyggingum
á svæðinu með um 2.400 íbúðum. Það
er mjög mikið. Eitt og hálft Seltjarnar-
nes af nýbyggingum.
En hvernig eru þessi umferðar-
vandræði til komin? Hvað var það
í borgarskipulaginu sem olli öllum
þessum vandræðum sem nú á að leysa
með þessum stokk? Ég veit það ekki
en tel víst að orsök þessara vandræða
sé að leita í sjálfu borgarskipulaginu.
Það er fullt tilefni til þess að rannsaka
það. Ég þekki enga 126 þúsund manna
borg í víðri veröld sem hefur valið
að byggja tæplega tveggja kílómetra
jarðgöng til þess að greiða fyrir einka-
bílaumferð innanbæjar. Getur verið að
ákvarðanir um að safna saman öllum
stærstu vinnustöðunum á nánast einn
stað í miðborginni sé hluti vandans?
Hefur ekki verið fyrirsjáanlegt um
langan tíma, að ef við stefnum öllum
stærstu vinnustöðunum á einn stað
þá fari umferðarmálin í hnút? Er þessi
stokkahugmynd kannski talandi
dæmi um hvað skipulag Reykjavíkur
er vanreifað og ófaglegt?
Ef Landspítali – Háskólasjúkra-
hús, sem stefnir í að verða 7-8.000
manna vinnustaður með 20-30.000
ferðum til og frá daglega, Háskólinn
í Reykjavík með 3.700 nemendum og
nokkur hundruð starfsmönnum, og
fleiri stórir vinnustaðir hefðu verið
byggðir austar í borginni, t.d. við
Elliðaárósa eða við Keldur, væri e.t.v.
hægt að fresta þessari framkvæmd eða
hætta við? Er hugsanlegt að sjálf bærir
borgarhlutar með allar daglegar nauð-
synjar í göngufæri frá heimilinum
mundu draga úr einkabílaumferð
svo um munaði? Og svo er líklegt að
ef skilvirkar almenningssamgöngur
hefðu verið skipulagsforsenda undan-
farna áratugi væru þessi mál líklega
í ágætu lagi og enginn stokkur á teikni-
borðinu.
Og svo er það spurningin: Vill ein-
hver aka tæplega tveggja kílómetra
löng, myrk og menguð göng, þegar
aðrar leiðir, fallegri og skemmtilegri,
eru í boði?
Miklabraut í stokk! Hvers vegna? Er þetta hægt?
Til þess að
átta sig á
umfangi
þessara
framkvæmda
má minna á
að göngin
verða sam-
kvæmt
fýsileika-
könnuninni
1.750 metra
löng frá
svæðinu
austan
Kringlu og að
Landspítal-
anum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
1
1
4
H
y
u
n
d
a
i
i2
0
a
lm
e
n
n
5
x
2
0
á
g
ú
s
t
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is
Nýr og spennandi
Hyundai i20.
Sýndu skynsemi. Veldu nýjan i20.
Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun
aðalljósa. Innréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra yfirbragð, nýr 7" snertiskjár nýtir sér
fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple CarPlay™ og Android Auto™.
Verið velkomin að reynsluaka nýjum og glæsilegum Hyundai i20.
Verð frá:
2.390.000 kr.
Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu
ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára
verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9F Ö S T U D A G U R 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
2
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
5
-A
4
9
C
2
4
1
5
-A
3
6
0
2
4
1
5
-A
2
2
4
2
4
1
5
-A
0
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K