Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 2
Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Helgi Árnason, fyrr- verandi skólastjóri Rimaskóla Veður Norðlæg átt víða 10-18 m/s en 18- 25 SA-lands en heldur hægari um tíma í kringum hádegi. Úrkomulítið á sunnanverðu landinu, annars víða él, en samfelld snjókoma norðaustan til fram eftir degi. Frost víða 1 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 16 Allt á floti Vatn f læddi um ganga Kringlunnar og inn í verslanir eftir að brunavarnakerfi tók að ausa úr sér síðdegis í gær. Um fjögurra sentimetra djúpt vatn þakti um hundrað fermetra svæði frá Stjörnutorgi og í áttina að útibúi Arion banka. Slökkviliðsmenn aðstoðuðu starfsmenn Kringlunnar við að þurrka upp vatnið á meðan viðskiptavinir, starfsfólk verslana og aðrir fylgdust með. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÍÞRÓTTIR Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skák væða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbanka- útibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öf lugt skákstarf fyrir nem- endur. Íslandsmeistara- og Norður- landatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslend- inga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópu- meistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreyk- inn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skák- málum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öf lugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skák væðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrir- tæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltef li á vinnustað, vinnustaða- skákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur ská- kvæðingarinnar í Grafarvogi. bjornth@frettabladid.is Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog Fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla hefur hrundið af stað átaki til að ská- kvæða Grafarvoginn í Reykjavík. Hann segir skákina hafa hjálpað mörgum nemendum sem áttu í erfiðleikum með einbeitingu og fundu sig ekki í námi. LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær, fimmtudag, að stjörnugjöf með myndinni Agnes Joy féll niður. Myndin átti að fá 5 stjörnur. Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill S A M G Ö N G U R Va r aþi ng maðu r Framsóknarf lokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra láti hefja vinnu við frum- hönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Tröllaskagagöng yrðu á milli Sk aga f ja rða r og Ey ja f ja rða r. „Göngin koma þá út Hjaltadal og yfir í Eyjafjörðinn, þau myndu tengja saman Mið-Norðurland,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, vara- þingmaður Framsóknarf lokksins. „Með þessum göngum væri fólk að sleppa við að fara yfir Öxna- dalsheiðina og sleppur við Vatns- skarðið eins og það er í dag. Bílar væru þá að aka um Þverárfjalls- veg í staðinn og lækka þannig um hundrað metra.“ Ha nn seg ir sveit a rst jór nir beggja vegna heiðarinnar, á Sauð- árkróki og Akureyri, vilja skoða þennan möguleika. Göngin eru ekki á samgönguáætlun, en Stefán Vagn bindur vonir við að þau rati inn á sérstaka gangaáætlun ráð- herra. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta er ekki að fara að gerast á næstu einu eða tveimur árum, við viljum fyrst og fremst koma þessu af stað.“ – ab Vill göng undir Tröllaskaga DÓMSMÁL Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fram kom að kröfur setts ríkis- lögmanns eru óbreyttar en í greinar gerð hans, sem verið hefur til umfjöllunar bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, kemur fram að ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guð- jóns á þeim grundvelli meðal ann- ars að hann beri sjálfur ábyrgð á því að grunur hafi beinst að honum vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar. Skilja mátti lögmann ríkisins, Andra Árnason, á þann veg að kröf- ur ríkisins yrðu óbreyttar í málinu nema Alþingi samþykki frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætis- ráðherra, um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Ekki hefur verið ákveðið hvenær aðalmeðferð málsins fer fram en í fyrirtökunni í gær veitti dómari aðilum frest til gagnaöflunar.  – aá Krafa ríkisins óbreytt um sinn +PLÚS Skák er sívinsæl íþrótt með iðkendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Stefán Vagn Stefánsson. 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -9 0 D C 2 4 1 5 -8 F A 0 2 4 1 5 -8 E 6 4 2 4 1 5 -8 D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.