Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 24
Flybus hefur af tilefni afmæl­isins tekið í notkun ellefu nýja fólksflutningabíla, tíu af gerðinni VDL og einn frá Merc­ edes­Benz. „Kynnisferðir – Reykjavík Excurs ions hófu rekstur Flybus­ rútunnar fyrir 40 árum en Flybus hefur um árabil verið meginleið farþega á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Áætlunar­ ferðir Flybus eru í samræmi við allar komur og brottfarir en við leggjum áherslu á að veita þeim sem sækja Ísland heim bestu mögulegar tengingar við áfanga­ staði sína.“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Björn bætir við að Kynnisferðir hafi fagnað 50 ára afmæli á síðasta ári. „Það er ánægjulegt að fá þessa nýju fólksflutningabíla í flota okkar. Nýju bílarnir eru spar­ neytn ari og umhverfismildari en áður. Þeir eru með aukið pláss bæði fyrir farþega og farangur og með USB­tengi við öll sæti auk ókeypis, þráðlausrar nettengingar. Bílarnir eru auk þess búnir nýjasta öryggis­ búnaði frá framleiðendum og því öruggari í alla staði fyrir farþega og ökumann. Það er hluti af umhverf­ is­ og öryggisstefnu fyrirtækisins. Við höfum yfir að ráða einum stærsta hópbifreiðaflota Íslands og erum með margar stærðir bifreiða sem sjá um að koma farþegum okkar á marga af fallegustu stöðum Íslands,“ segir Björn enn fremur. Flybus fékk nýja bíla á afmælinu Nýju bílarnir í flotanum eru með nýjum og mjög áberandi Flybus-merkingum. Þeir eru sparneytnari og umhverfismildari en áður. Flybus fagnar 40 ára afmæli á árinu en flugvallarrútan var sett á lagg- irnar árið 1979 af Kynnisferðum sem reka þessa þjónustu enn. Bílarnir eru auk þess búnir nýjasta öryggisbúnaði frá framleið- endum og því öruggari í alla staði. Malarharpa? Við hjá Ergo erum engir sérfræðingar í námuvinnslu, en við fjármögnum hins vegar malarhörpur. Enda fjármögnum við flest milli himins og jarðar. Kynntu þér möguleikana á ergo.is 8 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -9 5 C C 2 4 1 5 -9 4 9 0 2 4 1 5 -9 3 5 4 2 4 1 5 -9 2 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.