Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Sumir
álitsgjafar
hafa lagt sig
fram um að
misskilja
hvað felst í
tilteknum
breytingum
í þeim
tilgangi, að
því er
virðist, að
afvegaleiða
umræðuna.
Heimsmark-
mið Sam-
einuðu
þjóðanna eru
í stuttu máli
ótrúlega
metnaðarfull
og framsækin
fram-
kvæmda-
áætlun í þágu
jarðarinnar
okkar og alls
mannkyns.
Ármúla 24 - s. 585 2800
LJÓS Í ÚRVALI
Háskóli Ísland hóf nýlega fundaröð sem ber heitið Háskólinn og heimsmark-miðin. Eitt heimsmarkmið verður tekið
fyrir á hverjum fundi þar sem framúrskarandi
fræðimönnum skólans verður teflt fram til að
kryfja og ræða heimsmarkmiðin frá sem flestum
hliðum.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru í
stuttu máli ótrúlega metnaðarfull og framsækin
framkvæmdaáætlun í þágu jarðarinnar okkar
og alls mannkyns. Með henni er leitast við að
útrýma fátækt og stuðla að friði, frelsi og sjálf-
bærni.
Við höfum þegar hafið kortlagningu á rann-
sóknarstarfi við skólann sem tengist heims-
markmiðunum eins og sjá má á hi.is/heims-
markmidin, en þar verður hægt að finna efni
tengt fundarröðinni á næstunni. Meðal annars
yfirlit yfir rannsóknir okkar á áhrifum lofts-
lagsbreytinga, lífríki hafsins, fjölmenningu,
menntamálum, jafnrétti, heilsu, velferð, réttlæti,
jöfnuði, siðfræði, sjálf bærni, nýsköpun, skipulagi
innviða, neyslu, orku, næringu, atvinnulífi og
hagvexti, svo fátt eitt sé talið.
Til skoðunar er einnig að Heimsmarkmið Sam-
einuðu þjóðanna verði leiðarljós í næstu stefnu-
mótun Háskóla Íslands fyrir árin 2021-2026
þannig að markmiðin og hugmyndafræði þeirra
um efnahagslega, félagslega og umhverfislega
sjálf bæra þróun verði viðfangsefni meginþátta í
starfi háskólans.
Ástæða þess að ég tel þetta mikilvægt er sú
að forsenda þess að Ísland geti lagt sitt lóð á
vogarskálarnar við að ná heimsmarkmiðum um
sjálf bæra þróun er öflug þátttaka háskólasamfé-
lagsins. Háskóli Íslands vill að þekkingarsköpun
og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif og
séu nýttar til að takast á við þær f lóknu áskoranir
sem Ísland og heimurinn standa nú frammi fyrir.
Háskólinn og
heimsmarkmiðin
Jón Atli
Benediktsson
rektor Háskóla
Íslands
Skoðanabróðir með gátlista
Hin dýrlega Vigdís Hauksdóttir
fann samanbrotinn gátlista
fyrir leikskóla um kynjajafn-
rétti á gólfinu sem sannar að
innræta á börnum frá unga aldri
femínisma, góðmennsku og aðra
vinstrimennsku. Á að athuga
hvort leiksvæði séu kynhlutlaus
og hvort öskudagsbúningar séu
nokkuð prinsessukjólar eða
ofurhetjubúningar. Líkt og með
svo margt annað segir Vigdís
þetta galið. Það sem er forvitni-
legast er að sá sem hafði fyllt út
gátlistann er greinilega skoðana-
bróðir Vigdísar, en það var bara
búið að merkja við að börnum sé
heilsað eins óháð kyni.
Því miður
Íslenska þjóðin skiptist í tvo
hópa þegar kom að útspili
ríkisbanka um að auglýsa ekki
hjá fjölmiðlum sem eru með
áberandi kynjahalla. Sumir
frussuðu af bræði og líktu þessu
við persneskrar klerkastjórnir.
Aðrir bentu á að það er enn
talsverður kynjahalli á við-
mælendum og sjálfsagt að gera
eitthvað í því. Vandinn er hins
vegar sá að þrýstingur af þessu
tagi virkar ekki á fjölmiðla. Það
er eldveggur milli ritstjórna og
auglýsingadeilda. Eldveggur sem
er einmitt til staðar til að koma
í veg fyrir að peningar hafi áhrif
á fréttir. Það þarf því miður að
finna einhverja aðra leið en í
gegnum auglýsingar, eins göfugt
og markmiðið er.
arib@frettabladid.is
Viðbrögðin við frumvarpi um tímabærar breytingar á samkeppnislögunum hafa verið fyrirsjáanleg. Á Íslandi er það orðin rík til-hneiging sumra að bregðast sjálfkrafa hart gegn öllum tillögum sem miða að því að bæta
samkeppnishæfni atvinnulífsins – skiptir þá engu þótt
aðeins sé verið að færa regluverkið nær því sem þekkist í
öðrum Evrópuríkjum – og skeyta lítt um að of íþyngjandi
reglubyrði getur valdið þjóðfélaginu í heild miklum
kostnaði. Eftir að atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
kynnti frumvarp sitt í vikunni, sem er liður í stuðningi
stjórnvalda við undirritun kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði á árinu, höfum við orðið vitni að þessu.
Um hvað snýst frumvarpið? Stærstu breytingarnar,
sem hafa jafnframt verið gagnrýndar hvað harðast,
eru þær að heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta
úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dóm-
stóla er afnumin og þá verður það á ábyrgð fyrirtækjanna
sjálfra að meta hvort lögbundin skilyrði eru fyrir sam-
starfi í stað þess að þurfa að bíða, stundum svo misserum
skiptir, eftir undanþágu frá stofnuninni. Markmiðið er
að auka skilvirkni og hagræði fyrir atvinnulífið en um
leið að hraða og bæta meðferð samkeppnismála sem er
til þess fallið að minnka álagið á Samkeppniseftirlitið
sem stofnunin hefur sjálf kvartað mjög yfir. Þá er felld
út heimild eftirlitsins til að grípa til aðgerða, eins og að
brjóta upp fyrirtæki, án þess að þau hafi gerst brotleg við
samkeppnislög og veltumörk vegna tilkynningarskyldra
samruna, sem hafa haldist óbreytt frá 2008, eru hækkuð
nokkuð frá því sem nú er. Það er mjög til bóta en 40 pró-
sent af tíma stofnunarinnar í fyrra var varið í samruna.
Sumir álitsgjafar hafa lagt sig fram um að misskilja
hvað felst í tilteknum breytingum í þeim tilgangi, að því
er virðist, að afvegaleiða umræðuna. Það sætir undrum
þegar því er haldið fram, af hálfu fyrrverandi stjórnar-
formanns Samkeppniseftirlitsins, að verið sé í reynd að
leyfa fyrirtækjum að brjóta lög og eiga með sér samráð
og grafa þannig undan samkeppni. Svo er vitaskuld ekki.
Breytingarnar lúta aðeins að því að fyrirtæki geti haft
með sér afmarkað samstarf, meðal annars fjármála- eða
fjarskiptafyrirtæki um sameiginlega innviði, án þess
að þurfa að bíða eftir samþykki um undanþágu, sem
stundum hefur tekið vel á annað ár, og þannig mögu-
lega verða af þeim ávinningi sem af slíku samstarfi kann
að leiða – fyrir fyrirtækin og eins neytendur. Í megin-
atriðum miða breytingarnar að því að færa regluverkið
nær því sem þekkist hjá okkar nágrannaþjóðum og því
fráleitt þegar sagt er að verið sé með einhverjum hætti að
„draga vígtennurnar“ úr Samkeppniseftirlitinu.
Staðan sem birtist okkur með reglubundnum hætti
er þessi. Það er skoðun ákveðins hóps í samfélaginu að
Ísland skuli, byggt á hugmyndafræði um að meira eftirlit
sé ávallt betra en minna, frekar en nokkurn tíma ein-
hverjum haldbærum rökum, vera eftirbátur okkar helstu
samkeppnisríkja á flestum þeim sviðum sem máli skipta
þegar kemur að því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja
og þá um leið styrkja samkeppnisstöðu landsins. Allt tal
um að nú standi til að veikja Samkeppniseftirlitið stenst
enga skoðun. Frumvarp ráðherra, sem er í senn hófstillt
og skynsamlegt, er skref í rétta átt og ætti að bæta sam-
keppnishæfni atvinnulífsins og um leið tryggja hags-
muni neytenda. Því ber að fagna – og styðja.
Í rétta átt
2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
5
-B
3
6
C
2
4
1
5
-B
2
3
0
2
4
1
5
-B
0
F
4
2
4
1
5
-A
F
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K