Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 4
1 Varð fyrir líkams á rás á leið í jarðar för föður síns Á rásar­ maðurinn taldi hann hafa svínað fyrir sig í um ferðinni. 2 Þétt setið í réttarsalnum með Freyju Mál Barnaverndarstofu gegn Freyju Haraldsdóttur fór fyrir Hæstarétt í gær. 3 Bíl stjórinn sem flutti 39 lík er 25 ára gamall til vonandi faðir Mo Robinson er nú í haldi grunaður um fjöldamorð. 4 Aukin eftirsókn eftir full­orðins bleyjum: „Hægt að koma í veg fyrir þetta“ Guðrún Magnúsdóttir sjúkraþjálfari segir að konur bíði stundum í 6 ár áður en þær horfist í augu við vandann. 5 Ólympíu verð launa hafi á kvað að enda sitt eigið líf Glímdi við ó læknandi hrörnunar sjúk dóm og hafði skrifað undir skjöl um að dánar að stoð væri leyfð. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Benni.isReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330 Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 TRYGGÐU ÞÉR: • Enga vexti • Engin lántökugjöld • Hraðari eignamyndun • Lægri mánaðargreiðslur NOTAÐIR BÍLARNÚLLVEXTIR Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 Núll prósent vextir, allt að 80% ármögnun í allt að 24 mánuði af völdum notuðum bílum. Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. ENN MEIRA ÚRVAL Á NÝJU BÍLAPLANI KRÓKHÁLSI 9 OG Á BENNI.IS NISSAN JUKE CENTA PLUS Skráður: 2016 / Bensín Sjálfskiptur / 29.000 km. VERÐ: 2.990.000 KR. 590362 SSANGYONG REXTON DLX Skráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / 46.000 km. VERÐ: 4.590.000 KR. 445898 OPEL CROSSLAND X Skráður: 2018 / Bensín Beinskiptur / 12.000 km. VERÐ: 2.590.000 KR. 445934 RENAULT CAPTUR Skráður: 2015 / Dísel Beinskiptur / 55.000 km. VERÐ: 1.890.000 KR. 445800 NISSAN NOTE Skráður: 2016 / Dísel Sjálfskiptur / 82.000 km. VERÐ: 1.190.000 KR. 445933 VIÐSKIPTI „Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frum- varpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræð- ingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftir- litið veiti undanþágu vegna sam- starfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrir- tæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKE- til að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfs- mati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á fram- fylgni samkeppnisreglna. „Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrir- tæki hafa farið fram úr sér við mótun samstar fs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það mark- mið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftir- litsins til að skjóta úrskurðum áfrýj- unarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórn- völd áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftir- litið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarð- anir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftir- litið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um sam- spil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“ thorsteinn@frettabladid.is Tal um veikingu eftirlits með samkeppni sé ósannfærandi Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að allt tal um að nýtt frumvarp muni veikja Samkeppniseftirlitið sé ósannfærandi. Fyrirhugaðar breytingar varðveiti markmið samkeppnislaga og feli ekki í sér neinn slaka. Lögin verði sambærileg lögum sem eru í gildi í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við. Samkeppniseftirlitið hefur lagst gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt en áður eftir þessa breytingu að eiga með sér samráð eða neitt slíkt. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti STJÓRNSÝSLA Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur óskað eftir skýringum bankans á samningi sem Már Guð- mundsson, þáverandi seðlabanka- stjóri, gerði fyrir hönd bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáver- andi framkvæmdastjóra gjaldeyris- eftirlits bankans. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni greiddi bankinn á árunum 2016 og 2017 Ingibjörgu rúmar 18 milljónir króna í náms- Efast um að seðlabankastjóri hafi haft lagaheimild styrki og aðrar greiðslur á meðan hún var í námi við Harvard-háskóla. Sigurður Kári Kristjánsson, lög- maður og bankaráðsmaður, sá samninginn fyrst á þriðjudaginn eftir að hann var afhentur Frétta- blaðinu. „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en eins og málið horfir við mér þá tel ég að þessi samningur sé mjög óeðlilegur. Hann er úr öllu hófi samkvæmt öllum hefðbundn- um mælikvörðum,“ segir Sigurður Kári aðspurður um samninginn. Már sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni að hann teldi samninginn eðlilegan og nokkrir slíkir samn- ingar hefðu verið gerðir í tíð hans sem seðlabankastjóri. Sigurður Kári efast um að laga- heimild hafi verið til staðar. „Ég hef miklar efasemdir um að seðla- bankastjóri hafi á þessum tíma haft heimild samkvæmt lögum til að gera þennan samning.“ – ab Eins og málið horfir við mér þá tel ég að þessi samningur sé mjög óeðlilegur. Sigurður Kári Kristjánsson, lög­ maður og fulltrúi í bankaráði Seðla­ bankans VIÐSKIPTI Lands bank inn hagnaðist um 3,2 millj arða á þriðja fjórðungi árs ins, en á sama tíma í fyrra var hagnaður bank ans 3,8 millj arðar. Á fyrstu níu mánuðum árs ins hagnaðist bank inn um 14,3 millj- arða á móti 15,4 millj örðum á sama tíma í fyrra. „Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins endur- speglar stöðugan og góðan rekstur. Kostnaður heldur áfram að lækka en tekjur hafa á hinn bóginn aukist. Kostnaðarhlutfall á tímabilinu var um 41,4% sem er lægra en á sama tíma í fyrra,“ segir Lilja Björk Einars- dóttir, bankastjóri Landsbankans. „Landsbankinn hefur lækkað vexti undanfarið og á árinu hafa óverðtryggðir breytilegir íbúða- lánavextir lækkað um 0,8 prósentu- stig, en óverðtryggð íbúðalán eru algengasta fjármögnunarleið ein- staklinga.“ – ab Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -A 4 9 C 2 4 1 5 -A 3 6 0 2 4 1 5 -A 2 2 4 2 4 1 5 -A 0 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.