Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 44
EN MANNI ERU TAKMARKANIR SETTAR MEÐ FRAMLEIÐSLU, ÉG GET EKKI LÁTIÐ GERA ENDA- LAUST AF KOPARLITUÐUM KÁPUM ÞVÍ MARKAÐURINN FYRIR SLÍKAR ER EINFALDLEGA EKKI NÓGU STÓR.ÞETTA ER ÞANNIG SÉÐ LÍKA ÁKVEÐINN SIGUR FYRIR MÉR. ÉG ER BÚIN AÐ SÝNA FRAM Á AÐ GALLABUXUR GANGA ALVEG UPP MEÐ GEYSIS- FATNAÐI. Kveikjan að línunni varð til á þeim tíma sem ég var í fæð-ingarorlofi, í þessu klassíska ástandi að labba með vagn um Reykjavík. Ég var mikið að ramba fram á þessar styttur sem eru úti um allan bæ. Ég fór reyndar alveg sérstaklega á Ásmundarsafn að skoða stytturnar eftir hann. Þar er styttan Fýkur yfir hæðir, sem er mjög þekkt. Ég held að f lestir viti hvaða stytta þetta er, þótt þeir viti kannski ekki nákvæmlega hvað hún heitir,“ segir Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, um tilurð nýjustu línu merkisins. Innblástur úr formum og litum „Þetta er móðir að faðma og vernda barnið sitt. Út frá því kom hug- myndin og innblásturinn að lín- unni. Orðið móðurást var mér hug- leikið á meðan ég hannaði línuna.“ Hún segir styttuna og Ásmundar- safn hafi orsakað það að hún fór að rölta frekar um að skoða verk hans. Í formum og litum sem komu til hennar úr verkum hans, fann hún innblástur að línunni sem frum- sýnd var fyrir viku við gífurlega góðar undirtektir. „Ég er kannski að horfa á ein- hvern skúlptúr og tek sérstak- lega eftir formi eða mynstri. Svo tek ég það út og vinn út frá því. Innblásturinn kemur svo líka frá konunum í kringum mig. Ég leita líka mikið eftir því að hanna fatnað sem er þægilegur á konur í dag, í bænum og í lífinu. Þegar ég hanna hverja línu er ég ekki endilega að leitast við að byrja með ein- hverja nýja stefnu. Ég sé þetta frekar þannig fyrir mér að ég sé alltaf að komast nær því sem ég vil í huganum.“ Dreymdi um að gera gallabuxur Erna segir fatamerkið vinna mikið með lagskiptingu og hlýjan og vandaðan fatnað. Hann sé hannaður með hina íslensku konu í huga. „Hingað til höfum við ekki endi- lega getað lagaskipt heilklæðnað því það var minna um neðri hluta. Núna tókum við þá ákvörðun að gera gallabuxur. Það er algjörlega ævilangur draumur að rætast að fá að gera það. Það er smá fyndið, ég hef ekki sagt neinum þetta, en ég sagði þetta einmitt við eigendur fyrirtækisins þegar þeir nálguðust mig varðandi að hanna fyrir Geysi. Á þeim tíma var fyrirtækið mest í prjónavörum úr íslenskri ull. Þeir spurðu hvað ég myndi gera fyrir Geysi og ég svaraði um hæl að ég myndi ábyggilega gera gallabuxur,“ segir Erna hlæjandi. Hún segir gallabuxnagerð ekki hafa verið alveg í takt við það sem Geysir var að gera á þeim tíma, en Ernu fannst liggja beint við að tvinna saman ullarvörur og f lík eins klassíska og gallabuxur. Henni Ævilangur draumur að gera gallabuxur Síðasta föstudag var nýjasta lína Geysis sýnd í Listasafni Reykja- víkur, en hún hlaut mikið lof áhorfenda. Öllu var tjaldað til og sýn- ingin hin glæsilegasta. Yfirhönnuður merkisins, Erna Einarsdóttir, ræddi við Fréttablaðið um innblásturinn og drauminn sem rættist. Erna Einarsdóttir hóf störf hjá Geysi árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Söngkonan Bríet tók þátt í að sýna línu fatamerkisins. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Línan samanstendur af flíkum fyrir bæði kynin. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Ernu hafði lengi dreymt um að gera gallabuxur og fékk loksins tækifæri til þess við gerð nýjustu línunnar. MYND/EYDÍS MARÍA ÓLAFSDÓTTIR þykir gífurlega vænt um að hafa fengið tækifærið til að láta draum- inn rætast. Það sé nokkurs konar kaldhæðni örlaganna. „Það var svo fjarstæðukennt þá. Þetta er þannig séð líka ákveðinn sigur fyrir mér. Ég er búin að sýna fram á að gallabuxur ganga alveg upp með Geysis-fatnaði. Galla- buxur og prjónuð peysa er bara minn persónulegi staðalbúnaður. Auðvitað er maður oft að leita inn á við þegar maður hannar, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segist alveg vera þar að hún hanni út frá því hvað hana sjálfa myndi langa í. „Ég er kannski ekki að fara að hanna einhverja svakalega fram- sækna og öðruvísi kjóla, ég hef alltaf verið mjög praktísk, bæði í hönnun og í lífinu. Mig langar í falleg föt en ég vil líka geta gengið í þeim. En ég er mjög raunsæ einmitt og vil hafa ríkt notagildi í því sem ég hanna, ef ég væri ekki að hanna tísku væri ég að hanna borðbúnað og góðan stól. Ég tengi mikið við praktík og er skipulögð. Á sama tíma vil ég auðvitað ekki að það sem ég er að gera sé einsleitt eða óáhugavert. En manni eru takmarkanir settar með framleiðslu, ég get ekki látið gera endalaust af koparlituðum kápum því markaðurinn fyrir slíkar er ein- faldlega ekki nógu stór. Því meira sem við stækkum því meira verður hægt að leika sér í framtíðinni. Því betur sem gengur, því frjálsari er maður í hönnuninni.“ Dýrt silki og ullardragtir Hún segist líka hafa brennt sig fyrst á því að vera ekki nógu praktísk. „Það var fyrst þegar við vorum að kaupa inn efni. Þá keypti ég inn örugglega dýrasta silki í heimi. Kjól- arnir sem ég ætlaði að gera hefðu ábyggilega þurft að kosta mörg- hundruð þúsund úti í búð. Tenging- arnar með svona voru ekki alveg að smella, nýkomin úr skóla og áttaði mig ekki á því hvað lokaútkoman myndi kosta.“ Hún vill halda þeirri stefnu við sem hefur verið í lýði hjá Geysi Erna sótti innblástur í verk Ás- mundar Sveinssonar. MYND/EYDÍS síðustu ár að gera tímalausar flíkur sem eru ekki dottnar úr tísku árið eftir. Aðspurð hvort henni finnist eitthvað úr fyrri línum eftir hana algjörlega hafa misst marks í dag segir hún svo vera, en ekki endilega af sömu ástæðu og ætla mætti. „Það var meira eitthvað sem mig langaði rosalega mikið að myndi virka en gerði það ekki. Það var kannski ósk mín að allar konur myndu fatta og fíla þetta. Það átti við þegar ég gerði 100 prósent ullar- prjónabuxur og peysu í stíl. Ég sá fyrir mér að konur myndu hoppa út í þessum brjáluðu ullardrögtum en það varð ekki raunin,“ svarar hún hlæjandi og heldur svo áfram: „Það er samt leiðinlegt að þurfa alltaf bara að hugsa um hvað selst. Það er gaman að krydda þetta líka upp og sýna skýrt einhverja ákveðna stefnu.“ steingerdur@frettabladid.is 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 5 -B 3 6 C 2 4 1 5 -B 2 3 0 2 4 1 5 -B 0 F 4 2 4 1 5 -A F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.