Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 22

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 22
Forlagshúa Sjöundadags Aðventista í Japan, það stendur í Ogikubo, úthverfi við Tokio, Hvers vegna leggjum vér fram fé til kristniboðsins? Vegna þess að Jesús Kristur kemur brátt aftur til jarðarinnar, og vegna þess að vér trúum þessu. Margir, sem vita, að Sjöundadags Aðvent- istar — fáir að tölu og án ríkra með- lima í söfnuðum sínum — greiða skatta sína, framkvæma töluvert góðgjörðastarf, kosta pýð- ingarmikið skólafyrirkomulag án ríkisstyrks, láta af hendi tíunda hluta af tekjum sínum til að standa straum af starfseminni í heimaland- inu og þar að auki að meðaltali tvær krónur á viku hver meðlimur til erlenda kristniboðs- ins, spyrja sjálfa sig: Hvernig geta peir gjört alt þetta? Hvert er framkvæmdaraflið? Hver er orsök pess, að hin mannlega óvild á að fórna á þennan hátt hefir getað eyðst? Hvernig geta leiðtogar peirra fengið pá til að gefa svona mikið? Ekkert annað trúarbragðafélag jafnast á við pá hvað gjafir áhrærir. Qleði peirra yfir pví, sem þeir hafa getað gjört, er pó ekki óskift, af byrðinni yfir pví, að þeir hafa ekki getað gjört rneira. Endurtökum: Jesús Kristur mun brátt koma aftur til jaröarinnar, og Sjöundadags Aðvent- istar trúa þessu. Detta er sá eini mikli kraft- ur, sem knýr oss þegar um pað er að ræða að fórna. „Kærleiki Krists knýr oss“ — petta Bls. 20 er hinn eini taumur vor, og boðskapurinn um bráða endurkomu hans er hvöt vor. Margir trúa og boða sem kenningaratriði, að endur- koma Krists sé nálæg. Vér þurfum ekki að bera fram neina aðra frekari játningu en pá, að vér raunverulega trúum pví, sem vér kenn- um. Kristur kemur brátt aftur, og þess vegna veröur aö gjöra eitthvaö einmitt nú. Tvær þýðingarmiklar staðreyndir. Hversvegna trúum vér pví, að Kristur komi brátt aftur? Hvernig getum vér vitað pað? Það gleður oss að geta svarað þessum spurning- um. Detta er enginn trúarofsi af vorri hálfu, enginn háfleygur hugarburður, innblásinn aí ástæðulausri von. Detta fólk er vanalegum gáfum gætt, skynsamt, hagsýnt, undirorpið mannlegum efa, ótta og ófullkomleika eins og aðrir — pað eru vanalegar manneskjur, sem hafa búið við alls konar lífskjör. Mikilvægasta staðreyndin í sex púsund ára sögu mannkynsins á rót sína að rekja til orð- anna: Jesús frelsar. Bæði kristnir og peir sem ekki eru kristnir votta mátt peirra. Dessi

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.