Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 24

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 24
Myndirnar hér fyrir ofan sýna pílagrímsferðir Múharneðstrúarrnanna til hinnar helgu borgar þeirra, Mekka. Jafnvel frá innri hluta Afríku koma þeir í löngum ferðamannalestum eftir boði Allahs, þyrstir eftir lækningu fyrir sálir sinar, og vonsviknir snúa þeir heim aftur, oft eftir þreytandi ferðalag, sem stundum getur staðið yfir í mörg ár. Efri myndirnar, frá vinstri til hægri: 1. Pílagrímur með barn, sem hefur fæðst á ferðalaginu. 2. Pílagrímsskip á Rauðahafinu. 3. Þeir sern heima eru horfa eftir ferðamannalestinni, sem fer írá heimilinu. Neðri myndirnar frá vinstri til hægri: Hátíðaklæddir Múhameðstrúarmenn í Mekka. 2. Pllagrímslest á ferð yfir eyðimörkina. HEFUR DÚ HEYRT RAUST HANS? L. Muderspach. „Alvaldur Quð, Drottinn tal- ar og kallar á jörðina i frá upprás sólar til niðurgöngu hennarSálm. 50, 1. vorri jörðu heyrast margar kallandi radd- v ir. Sumar kalla mennina til þess sem gott er, margar kalla og ginna til þess gagn- stæða. Verum vakandi og lærum að gjöra greinarmun á þessum margvíslegu röddum. Hvort vér hreppum að lokum líf eða dauða, það er undir því komið, hverri raustinni vér hlýðum. Heimskan kallar. „Frú heimska er óhemja, einföld og veit ekkert. Hún situr úti fyrir húsdyrum sínurn, á stóli uppi á háu stöðunum í borginni, til þess að kalla á þá, sem um veginn fara, þá er ganga beint áfram leið sína: „Hver sem Bls, 22 óreyndur er, fari hingað!“ og við þann, sem óvitur er, segir hún: „Stolið vatn er sætt, og lostætt er launetið brauð.“ Og hann veit ekki, að þar eru hinir framliðnu, að þeir, sem hún hefir boðið heim, eru í djúpum Heljar.“ Orðskv. 9, 13 — 18. Heimurinn kallar! „Dví að alt það sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augn- anna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föð- urnum, heldur er það frá heiminum. Og heim- urinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Quðs vilja, varir að eilífu.“ 1. Jóh. 2, 16, 17. Metorð kalla. Tign og völd ginna. Auður- inn — hið svikula skin gullsins — dregur að sér með miklu afli. En æ, það er alt ein- ber hjegómi. „Sá, sem tr^ystir á auð sinn, hann fellur, en hinir réttlátu munu grænka eins og laufið.“ Orðskv. 11, 28.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.