Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Page 70

Skessuhorn - 23.11.2011, Page 70
70 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER Eyðibýli á Íslandi er heiti á bók sem nýlega kom út. Þar er að finna rannsókn á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur­Skaftafellssýslu, Vestur­Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem gerð var sumarið 2011. Félagið Eyðibýli ­ áhugamannafélag, gefur bókina út en verkefnið er unnið fyrir styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, Húsfriðunarnefnd, Kvískerjasjóði og sveitarfélögum á Suðurlandi. Margir koma við sögu þessa verks, sem er áhugavert og um margt fróðlegt. Í inngangi bókar segir frá tilurð hennar og markmiðum með útgáfunni. Þar segir að sumarið 2011 hafi rannsóknarverkefnið Eyðibýli á Íslandi hafist. Í því felist að rannsaka fjölda og ástand eyðibýla og yfirgefinna húsa á Íslandi. Þetta sumar hafi hús í fyrrgreindum sýslum verið rannsökuð. Þetta voru 103 hús sem skráð voru og ljósmynduð. Hugtakið eyðibýli er notað á nokkuð viðtækan hátt í þessu verkefni. Það er ekki aðeins látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum landsins, heldur einnig þau sem standa innan um önnur íbúðarhús eða á jörð sem enn er nytjuð. Fimm háskólanemar unnu þessa rannsóknarvinnu en þeir eru: Arnþór Tryggvason, Árni Gíslason, Birkir Ingibjartsson, Steinunn Eik Egilsdóttir og Yngvi Karl Sigrjónsson. Þessir háskólanemar fengu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til verksins. Umsjón með verkefninu höfðu Sigbjörn Kjartansson arkitekt hjá Glámu­ Kím arkitektum, Gísli Sverrir Árnason menningarráðgjafi hjá R3­ Ráðgjöf og Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur hjá Jarðfræðistofunni Stapa. Eyðibýli á Íslandi er fróðleg lesning og myndskreytingin skemmtileg enda ekki alltaf verið að taka myndir í sól og blíðu. Þannig er ákveðin dulúð yfir ýmsum myndum í bókinni og þær sýna íslenskan raunveruleika en ekki dæmigerðan ferðabækling. Ljósmyndarar hafa greinilega ekki alltaf verið heppnir með veður. Áform eru uppi um að taka fleiri landshluta fyrir á þennan hátt og ljóst er að þarna er verið að vinna brautryðjendastarf sem vert er að styðja og sjá til þess að svona nokkuð verði gert í öllum landshlutum. Bókin er skemmtileg og fróðleg lesning og þar kannast margir núlifandi Íslendingar við lýsingar á húsakosti og landkostum ásamt myndum. hb Haustið 2010 byrjaði Kristilegt félag ungra manna og kvenna, KFUM og K, með starf í Borgarnesi, en þar hefur ekki verið starfandi deild um árabil á vegum samtakanna. Þór Binó Friðriksson þáverandi æskulýðsfulltrúi KFUM fékk til liðs við sig Benedikt Snæ Magnússon sem sá um starfið ásamt Þór síðasta vetur. Þessir æskulýðsfundir byrjuðu svo að nýju í Borgarnesi í haust og nú er það ung stúlka Hlín Guðný Valgarðsdóttir sem annast starfið ásamt Benedikt, en bæði eru þau búsett á Akranesi. Skessuhorn ræddi við Benedikt um barna­ og æskulýðsstarfið, sem hann segir að sé mjög gefandi, og hafi verið tekið einstaklega vel bæði af börnum og foreldrum. Um 120 börn taka þátt í starfinu í Borgarnesi í vetur og í síðustu viku var efnt til foreldrafundar. Þá um leið var haldið svokallað Pálínuboð, þar sem allir komu með sitthvað á hlaðborð og borðað var saman, ásamt því sem farið var í leiki og gert sér glaðan dag. Vel mætt á fundina Benedikt er úr Breiðholtinu í Reykjavík, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni fermingarvorið 2004 í Nýhöfn í Melasveit. „Ég fermdist í Hallgrímskirkju í Saurbæ, var eini strákurinn og með mér fermdust 11 stelpur. Mér sýndist jafnvel að séra Kristinn Jens væri óvenjustressaður að ferma svona fjölmennan hóp,“ sagði Benedikt sem svo fluttist á Akranes árið 2008. Æskulýðsstarfið hjá KFUM og K fer fram í Félagsbæ, safnaðarheimili Borgarneskirkju, síðdegis á fimmtudögum. Benedikt segir að í fyrra hafi starfið náð til 5.­10. bekkjar og þá sótt fundina 80­100 börn. Í haust bættist við svokallaður kirkjuskóli sem er fyrir börn frá 4. bekk, það er níu ára aldri, og niður úr. Að viðbættum þessum hópi er skráð þátttaka í æskulýðsstarfið hátt í 120 börn í vetur. Langfjölmennasti hópurinn er hjá þeim yngri í eldri hópnum, 5.­7. bekk á miðstiginu, sem Benedikt kallar, en úr þeim hópi mætir reglulega um 40 börn í viku hverri, en mörg barnanna eru í annarri afþreyingu sem skarast á við þessar stundir og mæta því ekki alltaf, mörg í annað hvert skipti. Höfðað til hvers aldurshóps Benedikt segir að viðfangsefnin séu mismunandi milli hópa og dagskrá fundanna byggð upp þannig að hún höfði til hvers hóps. Þannig sé í kirkjuskólanum, hjá yngstu börnunum, mikið um föndur, leik og söng. Hjá miðstiginu mikið um hópavinnu og ýmsa leiki. Lesið sé upp úr Biblíunni í byrjun hvers tíma og til að mynda fái fermingarárgangurinn í elsta hópnum þátttökuna metna inn í fermingarundirbúninginn. Benedikt segir að ekki síst sé þörf fyrir að leita inn á áhugasvið þessa elsta hóps sem m.a. muni á næstunni taka þátt í miðnæturíþróttamóti í Vatnaskógi, sem KFUM og K stendur fyrir. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur og prestur í Borgarnesi er meðal þeirra sem lýst hafa yfir mikilli ánægju með starf KFUM og K í safnaðarheimilinu Félagsbæ á fimmtudögum eins og áður segir. Starfið fer fram kl. 16:45­17:45 fyrir þau yngstu; kirkjuskólann, kl. 18­19 fyrir 5.­7. bekk og 20­21:30 fyrir 8.­10. bekk. þá Suðurhús í sveitarfélaginu Hornafirði. Bók um eyðibýli á Íslandi „Fyrr var oft í koti kátt...“ Hlíðarendakot í Fljótshlíð. Einn af hópunum sem tekur virkan þátt í æskulýðsstarfi KFUM og K í Borgarnesi. Öflugt kristilegt æskulýðsstarf í Borgarnesi Benedikt Magnússon annast starfið í Borgarnesi ásamt öðrum bæði í vetur og síðasta vetur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.