Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Aldís Arna ráðin sviðsstjóri BORGARBYGGÐ: Sveit- arstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi 12. febrúar síð- astliðinn að ráða Aldísi Örnu Tryggvadóttur í nýtt starf sviðsstjóra fjármála- og fjöl- skyldusviðs. Starfið var auglýst 9. janúar og var umsóknarfrest- ur til og með 26. janúar. Sextán sóttu um starfið en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Ráðn- ingin er hluti að hagræðingu og breyttu fyrirkomulagi í yfir- stjórn Borgarbyggðar, þar sem nokkur svið voru sameinuð. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdótt- ur sveitarstjóra er þessa dagana farið yfir og metnar umsókn- ir um hina sviðsstjórastöðuna sem auglýst var á sama tíma og ráðið verður í á næstunni. Það er staða sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Aldís Arna starfaði við gerð, greiningu og lestur ársreikninga hjá end- urskoðendafyrirtækinu PWC samhliða háskólanámi. Á árun- um 2005-2009 starfaði hún sem greinandi fjárfestingakosta hjá fjárfestingafélaginu Eyri Invest ehf og vann til að mynda heild- stæðar greiningar og verðmat á félögum með gerð sjóðstreym- islíkana. Árið 2010 gegndi Al- dís Arna starfi aðstoðarmanns og upplýsingafulltrúa franska sendiherrans á Íslandi en síð- astliðin fjögur ár starfaði hún hjá embætti sérstaks saksókn- ara við rannsókn umfangsmik- illa efnahagsbrota. Aldís Arna lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfaviðskiptum frá sama háskóla árið 2006. Árið 2012 lauk Aldís Arna prófi í hagnýtri frönsku fyrir atvinnu- lífið frá Háskóla Íslands en hún hefur einnig setið fjölda nám- skeiða hérlendis sem erlendis um fjármál, stjórnun, alþjóðleg samskipti, erlend tungumál, menningu, mannleg samskipti og heilbrigt líferni. -þá Þorrinn er senn á enda og á sunnu- daginn hefst Góa. Fyrsti dag- ur hans er Konudagurinn og eins gott fyrir karlpeninginn að átta sig á því tímanlega. Næstu dagana er spáð norðlægum og austlægum áttum og fremur svölu veðri. Á fimmtudag er spáð norðlægri og breytilegri átt 5-13 m/sek, él verða um landið norð- anvert og einnig syðst en ann- ars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Svipað veður verður á föstudag og þessa dagana nær frostið allt að tíu stigum. Á laug- ardag er spáð hægri austlægri átt og éljum á víð og dreif en lengst af bjartviðri á Vesturlandi. Á sunnu- dag er útlit fyrir hvassa austan- og norðaustanátt. Snjókoma verður með köflum en talsverð snjókoma austan til á landinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Trúir þú á vöxt í atvinnu- lífi á Vesturlandi næstu misser- in?“ Flestir eru bjartsýnir á það. „Já mikinn“ sögðu 25,42% og „já ein- hvern“ var svar 38,13%. Þannig eru tveir-þriðju bjartsýnir á vöxt. „Nei óbreytt ástand“ sögðu 15,83% og „nei það verður hnignun“ sögðu 11,75%. 8,87% vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Í þessari viku er spurt: Fannst þér Hæstaréttardómur í Al Thani málinu réttlátur? Hólmfríður Friðjónsdóttir, söng- kennari og söngstjóri í Stykk- ishólmi, hefur jákvæða sýn og skemmtilega til lífsins. Rætt er við hana í Skessuhorni í dag og er hún jafnframt útnefnd Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Á síðasta fundi bæjarstjórn- ar Akraness var samþykktur samningur milli Akraneskaup- staðar og Skarðseyrar ehf. um breytt deiliskipulag að Heið- arbraut 40 og fimm milljóna króna skaðabótagreiðslu kaup- staðarins til Skarðseyrar. Það félag er í eigu Bjarna Jónsson- ar, athafnamanns og fjárfestis. Ólafur Adolfsson, forseti bæj- arstjórnar segir að forsendan fyrir samningnum milli Akra- neskaupstaðar og Skarðseyrar væru að aðilar legðu sín deilumál til hlið- ar og um frekari kröfugerð yrði ekki að ræða. Fimm milljóna króna bæturnar væru ætlaðar til að bæta Skarðeyri tekjutap þegar bygging- armagn var minnkað úr 26 íbúð- um í 18 í deiliskipulagi fyrir Heið- arbraut 40. Að auki fengi Skarðs- eyri samkvæmt samningnum lóð í Akralundi fyrir sex til átta íbúða fjölbýlishús. Málið snýst um gamla bóka- safnshúsið að Heiðarbraut 40 sem selt var Bjarna á sínum tíma. Aðilar hafa deilt allt frá því að áform hans um bygg- ingu hótels í húsinu og á lóð- inni brugðust, meðal ann- ars vegna mótmæla nágranna. Nýtt deiliskipulag að Heiða- braut 40 gerir ráð fyrir að tíu íbúðir verði í núverandi húsi og átta íbúðir komi í 450 fermetra við- byggingu, samtals 18 íbúðir. þá Íbúar í Staðarsveit á Snæfells- nesi hafa búið við ónógt eða ekk- ert netsamband frá því föstudaginn 6. febrúar, þegar búnaður bilaði í sendi í Kirkjuhólsvita. Þóra Kristín Magnúsdóttir bóndi í Hraunsmúla segir íbúa á svæðinu vera orðna langþreytta á slæmu netsambandi og þetta sé gríðarlega bagalegt nú á tímum þegar allt er orðið rafrænt, svo sem skattaskýrslugerð og fleira. „Við getum komist í tölvu í Lýsu- hólsskóla en það er náttúrlega ekki gott þegar nemendur þurfa á þeim að halda. Bagalegast hlýtur þetta að vera fyrir þá sem eru í ferðaþjónust- unni,“ sagði Þóra Kristín. Hún var stödd á Hótel Rjúkanda við Vega- mót þegar Skessuhorn hafði sam- band þangað og þar var þokkalegt samband þennan daginn en hefur verið slæmt síðustu dagana. Krist- ján Narfason, bóndi í Hoftúnum, sagði að síðustu dagana hefði það verið þannig að ef slyddu og él gerði dytti netsambandið út. „Ég er samt ekki nema einn og hálfan kílómetra frá sendinum,“ sagði Kristján. Guðmundur Unnsteinsson, framkvæmdastjóri Hringiðunn- ar, sem þjónar internetnotendum á sunnaverðu Snæfellsnesi, segir að þetta eigi sér skýringar og marg- ir notendur á svæðinu viti af þeim. Oftast þegar bilanir verði þá sé það vegna rafmagnstruflana sem lagast með að endurræsa kerfið. Í þetta skiptið hafi orðið alvarlegri bilun í sendinum í Kirkjuhólsvita og end- urnýja þurfi hluta kerfisins. Hann sé ekki til í landinu en unnið hörð- um höndum að því að útvega hann. Vonast sé til að búnaðurinn verði kominn eftir 7 til 10 daga. Guðmundur segir að á meðan sé notendum bent á að hafa samband við Hringiðuna í síma 525-2400 því hjá sumum notendum sé hægt að tengja notendur um öðrum hætti. Sumir bæir eigi reyndar ekki mögu- leika á sambandi fyrr en viðgerð lýk- ur. Guðmundur segir Staðarsveit- ina og nágrenni mjög erfitt svæði í rekstri og fyrirtækið hafi reynt að kappkosta góða þjónustu, stundum meira af vilja en mætti. „Við höf- um bent á lausnir, bæði með því að auka hraða í þráðlausu kerfi og líka með ljósleiðarasambandi til að sambandið sé tryggt. Sveitarfélögin hafa enn ekki svarað okkur endan- lega varðandi ljósleiðaraverkefnið. Við erum allir af vilja gerðir til að þjónusta notendur á svæðinu,“ seg- ir Guðmundur Unnsteinsson hjá Hringiðunni. þá Fyrirtækið Skaginn 3X hefur geng- ið frá sölu fjögurra lausfrysta til Brasilíu. Þeir verða notaðir þar í vinnslu kjúklingakjöts. Söluverð- mætið er um 600 milljónir króna. Skaginn hefur ekki fyrr selt laus- frysta fyrir jafn háa upphæð í ein- um samningi. Búnaðurinn verður settur upp í Brasilíu á vordögum. Reiknað er með að á bilinu 10 til 15 starfsmenn fyrirtækisins leggi land undir fót á framandi slóðir inni í miðja Brasilíu í grennd við bakka Amazon-fljóts til að setja lausfryst- ana upp. Deiluefnið Heiðarbraut 40, gamla bókasafnshúsið. Akraneskaupstaður og Skarðseyri leggja deilumál til hliðar Nokkrir bæir í Staðarsveit án netsambands vegna bilana í sendi Lausfrystir frá fyrirtækinu Skaginn 3X. Skaginn 3X gerir sinn stærsta samning um sölu lausfrysta til þessa Það er brasilíska fyrirtækjasam- steypan BRF sem hefur keypt laus- frystana í verksmiðju sína. BRF er sjöunda stærsta matvælafyrirtæki heimsins. Það rekur 58 verksmiðjur víða um veröld og eru flestar innan kjúklingaiðnaðarins. Alls starfa um hundrað þúsund manns hjá þessu risafyrirtæki. Fyrir sjö árum seldi Skaginn lausfrysti til Brasilíu sem hefur verið notaður af BRF sam- hliða öðrum lausfrystum frá þekkt- ustu framleiðendum heims sem teljast leiðandi á markaðnum fyr- ir þessi tæki á alþjóða vísu. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skag- ans, þakkar meðal annars þessum frysti því að nú hafi náðst samn- ingar á fleiri slíkum tækjum til BRF samsteypunnar. „Þessi gamli fryst- ir okkar hefur reynst afburðavel frá upphafi. Þeir rannsökuðu hann niður í frumeindir og báru sam- an við aðra lausfrysta frá þekktum keppinautum. Hann sigraði þá alla og þeir ákváðu að kaupa af okkur fjóra nýja lausfrysta sem fara í tvær vinnslur. Það er gott að ná fótfestu í kjúklingaiðnaðinum,“ segir Ing- ólfur. Skaginn 3X hefur nú selt átta lausfrysta á skömmum tíma. Einn þeirra, sem nú er í smíðum, fer til Agustson ehf. í Stykkishólmi. Tvær hörpudisksvinnslur og ein humar- vinnsla á austurströnd Bandaríkj- anna hafa sömuleiðis nýlega keypt þrjá lausfrysta. Í fyrra var svo settur upp lausfrystur frá Skaganum 3X í frumskógum Mexíkó. Hann er not- aður til að frysta hitabeltisfiskteg- undina tilapia. mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.