Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 18.02.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Félag eldri borgara í Grundarfirði stóð í ströngu um síðustu helgi. Félagsmenn bökuðu bollur sem íbúar í bænum gerðu svo góð skil á bolludaginn. Það var mikill hama- gangur í öskjunni þegar félagsmenn voru á fullu að undirbúa pantanir fyrir bolludaginn. Það var rétt svo að ljósmyndari Skessuhorns fékk að stilla upp í eina hópmynd eða svo. Byrjað var eldsnemma að morgni bolludags í bollugerðinni og svo upp úr klukkan 8 var byrjað að aka með bollurnar á áfangastað. Miðað við sýnishornið sem fréttaritari fékk að smakka er ljóst að bæjarbúar þurftu ekki að kvarta yfir gæðunum. tfk Ekkert lát er á aðsókn á leikrit- ið MAR sem sýnt hefur verið fyr- ir fullu húsi í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi frá því um jól. „Það eru komnir eitthvað um 1.600 manns á sýninguna. Alls hafa sýn- ingarnar verið um 30 talsins. Í gær, laugardagskvöld vorum við með tvær fullsetnar sýningar, alls hundr- að manns. Þetta var fólk sem var að koma hingað úr Reykjavík, Búðar- dal og frá fleiri stöðum. Það lagði það á sig að koma akandi hingað vestur í brjáluðu veðri. Reyndar var svo hvasst að ég átti von á afföll- um, að fólk sem væri búið að panta myndi ekki birtast, en það gerð- ist ekki. Áhorfendur eru greini- lega reiðubúnir að leggja ýmislegt á sig til að sjá sýninguna,“ segir Kári Viðarsson leikstjóri, leikari og eig- andi Frystiklefans, þegar Skessu- horn ræddi við hann á sunnudag- inn. Sýningar eru nú svo gott sem fullbókaðar út febrúar. Örfá sæti eru enn laus sæti á tvær sýningar um næstu helgi. Eftir það verður gert hlé á sýningum á MAR. „Við vorum bara búin að skipuleggja tíma okkar öðruvísi í mars því við áttum ekki von á þessum viðtökum og að MAR yrði sýnt svona lengi. Við förum í mánaðarhlé og byrjum svo aftur 21. mars. Ég er að fara í önnur verkefni, þarf að fara suður og sinna þeim. Meðal annars þarf ég að undirbúa sumardagskrána hjá Frystiklefanum. Svo hef ég skráð mig á nokkur námskeið í leiklist, svokölluðum spuna og kvikmynda- leik og að lesa inn á nokkrar aug- lýsingar sem ég var búinn að lofa. Mótleikari minn Freydís Bjarna- dóttir var líka búin að panta sér far í ferðalag erlendis,“ segir Kári. Búið er að setja upp fjórar sýning- ar á MAR í Frystiklefanum í seinni hluta mars. „Svo ætlum við bara að sjá til með framhaldið. Ef það selst strax upp, þá bætum við fleiri sýn- ingum við,“ segir Kári Viðarsson. mþh Sigurför leikritsins MAR heldur áfram Seldu bæjarbúum bollur Hólmfríður stjórnar kór Kvennaskóla Reykjavíkur. ann og sofnaði. Mér leiðist ekki að ferðast hérna á milli, þvert á móti nýt ég þess og læt náttúrufegurðina næra andann.“ Varð leið á gítarnum og langaði að syngja Hólmfríður er ekki bara söng- kennari og kórstjórnandi heldur er hún ágæt sópransöngkona. Því fær blaðamaður að kynnast þar sem við sitjum og spjöllum í eldhúskrókn- um á heimili hennar við Borgar- flöt í Stykkishólmi. Hólmfríður spilar úr tölvunni sinni upptöku af einsöngslagi eftir Puccini, einu af perlum óperubókmenntanna. Mjög hugljúfur flutningur hjá söngkon- unni Hólmfríði. „Ég byrjaði níu ára gömul í Tónskóla Sigursveins D Kristinssonar, var í gítarnámi og 19 ára tók ég fjórða stigið hjá Sím- oni Ívarssyni. Ég var þá orðin hálf- leið á gítarnáminu og langaði til að syngja. Margrét Guðmundsdótt- ir, móðir Snorra á Fossum, fylgdi mér á fund Reynis Jónassonar sem var organisti í Neskirkju og þar söng ég í tíu ár. Reynir útvegaði mér söngtíma hjá Guðrúnu Tóm- asdóttur sem var söngkennari í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Guðrún hafði gríðarlega mikil áhrif á mig með sinni umvefjandi og styrkjandi nærveru. Seinna lærði ég hjá John A. Speigt og Ruth Magnússon. Mín fyrsta reynsla af kórstjórn var í FG þar sem ég stjórnaði skólakórnum í eitt og hálft ár.“ Seldi íbúðina og sleppti stöðunni Þegar Hólmfríður tók stóru ákvörðunina að flytja vestur sagðist hún hafa verið svo ákveðin að fara að það skipti engu máli þótt staðan væri aðeins auglýst til eins árs. „Ég var ákveðin í því að ef ungverski söngkennarinn sem var í fríi kæmi til baka þá færi ég bara að vinna eitt- hvað annað, jafnvel í rækjunni eða fiskinum. Mörgum fannst skrýt- ið að ég skyldi taka þessa ákvörð- un, fá ekki bara ársleyfi og leigja en ekki kaupa, og sjá svo til. En ég var sannfærð um að ég væri að taka rétta ákvörðun, sagði upp stöðunni, seldi íbúðina á Laugarnesvegin- um og keypti þetta hús á Borgar- flötinni. Ég þekkti engan þegar ég kom hingað með stelpurnar mín- ar þrjár sem þá voru níu, tíu og tólf ára. Bæjarbúar tóku mjög vel á móti okkur og við kunnum allar strax mjög vel við okkur. Fundum okk- ur heima. Þær eru núna orðnar full- orðnar og farnar í burtu. Ég er afar stolt af því að hafa verið þeim fyr- irmynd. Traust á aðstæðum og eig- in færni er afar mikilvægt veganesti fram í lífið. Þær eru sterkar og sjálf- stæðar og dafna vel,“ segir Hólm- fríður. Dæturnar eru Lilja Margrét sem er að ljúka BA prófi í þýsku og þýðingarfræðum núna í febrúar og í vor framhaldsprófi í söng. Jónína hefur lokið nuddnámi og miðprófi í píanóleik. Yngst er svo Sóley sem nemur ensku við HÍ og hefur ver- ið í söngnámi og lokið grunnprófi á klarinett. Mörg skemmtileg kórverkefni Þegar blaðamaður kveðst hafa heyrt að Hólmfríður væri yfirgrips- mikil í kórstarfinu á Snæfellsnesi svarar hún: „Æ-i ekki orða þetta svona, heldur er ég með nokkur skemmtileg kórverkefni. Í nokkur ár er ég búin að stjórna karlakórn- um Kára þar sem eru um þrjátíu söngmenn, úr Hólminum, Grund- arfirði og nokkrir Útnesjamenn. Svo er kvennakórinn Snædísir í Grundarfirði, kór sem fór af stað í fyrra og er að byrja sitt starf aftur núna. Þessi kór lofar góðu þótt enn séum við full fáar. Svo er það sam- kór Lýsu sem er samstarf söngfólks úr Staðastaðar-, Búðar- og Hellna- sókn. Ég tók við því verkefni fyrir jólin, ákaflega gefandi og skemmti- legt þar sem söngfólk er um tutt- ugu. Í Staðarsveitinni er líka karla- kórinn Heiðbjört. Þeir misstu stjórnanda sinn fyrir stuttu og mér stendur til boða að fá að „tukta þá aðeins til í söngnum,“ það er ekki ennþá orðið en ég hlakka til,“ seg- ir Hólmfríður og hlær hressilega. „Svo erum við sex vinkonur hérna í Hólminum í söngsveitinni Blæ. Fjórar þeirra hafa verið í námi hjá mér, og þrjár af sex eru sjúkraþjálf- arar á St. Franciskusspítala. Eins og þú heyrir er ég með fangið fullt af ánægjulegum, nærandi og gefandi söngverkefnum.“ Hélt þriggja tíma söngveislu Það voru tímamót hjá Hólmfríði síðasta haust þegar hún fagnaði 50 ára afmæli. Þá stóð hún fyrir mik- illi söngveislu í Stykkishólmskirkju sem reyndar er skammt frá heimili hennar í Hólminum. „Ég fékk í lið með mér dætur mínar, vini, kórana mína og kollega úr tónlistarskólan- um. Úr varð þriggja tíma tónlistar- veisla með rjómatertum í hléinu. Þetta var yndislegt og mjög falleg- ur dagur sem á eftir að lifa lengi í minningunni.“ -En hugsar Hólmfríður sér að verða um aldur og æfi í Hólmin- um? „Ég lifi fyrir líðandi stund og meðan ég nærist hérna og er ham- ingjusöm í því sem ég er að gera er ég ekkert að hugsa um breytingar. En svo getur komið að því að ég fari og þá gerist það sjálfsagt jafn snögglega og þegar ég ákvað að flytja hingað,“ sagði Hólmfríður í lok þessa spjalls okkar. Sem var á einum af þeim örfáu morgnum sem hún var ekki að vinna og á ferðinni á milli staða á Snæfellsnesi til að kenna og stjórna kórum. þá Dag ur í lífi... Bæjarstjóra Nafn: Regína Ásvaldsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Gift og bý á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Bæjarstjóri á Akranesi. Áhugamál: Vinnan mín er alltaf stærsta áhugamálið hverju sinni. Þar að auki reyni ég að gefa mér tíma í útivist af ýmsum toga, svo sem fjallgöngur og er að reyna fyrir mér í golfinu. Ég er að fara í golfferð um páskana með góð- um vinum og ég verð að viður- kenna að tilhugsunin um gott veð- ur heldur mér svolítið á floti í arg- asta skammdeginu. Ég skrepp líka á skíði þegar færi gefst og ég nýt þess að slaka á í sófanum og horfa á góða danska og breska sjón- varpsþætti. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 16. febrúar, bolludagur. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan sjö og keyrði manninn minn í hálf átta strætó. Ég fór svo heim og tók mig til og hlustaði um leið á Boga Ágústsson fjalla um heims- málin en eitt af því fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á út- varpinu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fékk mér AB mjólk í morgun- mat og kaffi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór keyrandi rétt fyr- ir hálf níu. Fyrstu verk í vinnunni: Yfir- leitt er það fyrsta sem ég geri á morgnana að lesa töluvpóstana í símanum og hringja nokkur sím- töl í kjölfarið. Ég hringdi einmitt í Ólaf Adolfsson, formann bæjar- ráðs, þennan morgun til að ræða tiltekið mál sem er í deiglunni. Það var líka kærkomin leið til að halda mér frá bollunum sem voru í boði á kaffistofunni, alltof mik- il freisting! Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að ljúka sviðsstjóra- fundi en ég legg línurnar fyrir komandi viku með sviðsstjórun- um á mánudagsmorgnum, það er Steinari Adolfssyni, Helgu Gunn- arsdóttur og Sigurði Páli Harð- arsyni og svo er Jón Hrói Finns- son að bætast í hópinn. Við förum yfir þau mál sem ber hæst á hverju sviði fyrir sig og þau verkefni sem ég vil leggja áherslu á í komandi viku. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég bý við þau lífsgæði að ein af dætr- unum býr heima tímabundið og þar sem hún starfar núna sem flugfreyja þá á hún stundum frí þegar aðrir eru að vinna. Þennan dag hringdi hún einmitt í mig og bauð mér heim í afar girnilegan hádegisverð. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá átti ég stuttan fund með Hildi Bjarnadóttur skipulags- og bygg- ingafulltrúa, til að fara yfir teikn- ingar. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti um klukkan hálf tíu um kvöldið og það síðasta sem ég gerði var að slökkva á tölvunni. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég sótti manninn minn sem kom með strætó, klukkan hálf tíu en hann vann líka lengur og fór svo og hitti góðan félaga og borðaði með hon- um kvöldmat. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég fékk mér bara það sem var til í ísskápnum enda borðaði ég heitan mat í hádeginu. Hvernig var kvöldið? Ég stillti á tímaflakkið svo ég sæi fréttir, kíkti á netið og slakaði á með eigin- manninum. Hvenær fórstu að sofa? Rétt fyr- ir miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tók úr þvottavélinni. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Tiltölulega hreint skrifborð og þar að leiðandi betri líðan. Eitthvað að lokum? Þetta var óvenju langur og góður vinnudag- ur þar sem mér tókst að hreinsa svolítið upp af gömlum syndum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.